Er allt leyfilegt í stjórnmálum? kafli 2

Og svo er það Borgarhreyfingin. Þar vantar mikið upp á að þingmenn flokksins sé vel að sér, í mannlegum samskiptum. Þar á ég við meirihlutann sem hefur snúist gegn Þráni Bertelssyni. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem hefur verið kosið til að stjórna landinu, hafi ekki þroska til að ræða saman ein og fullorðið fólk. Nú er ég ekki að segja að Þráinn sé algjörlega hvítþveginn engill og vill trúlega ekki vera það, en það sem hann hefur látið frá sér fara í fjölmiðlum hefur þó verið málefnalegt og tengt því starfi sem hópurinn gegnir. Stjórn hreyfingarinnar er á hlaupum frá öllu saman og persónulegt skítkast er birt á netsíðu þingmanns flokksins um Þráinn. Ný framboð hafa yfirleitt ekki lifað lengi, en að þau sprengdu sjálf sig í loft upp, stuttu eftir kosningar, ég man ekki eftir slíku. Þetta er í einu orði sagt SORGLEGT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst bara að þetta lið þarna í Borgarahreyfingunni hafa lagst lágt að leggja Þráinn í svona alvarlegt einelti. Mér finnst að Þráinn eigi að leitar réttar síns vegna þessa rógburðar. Það finnst mér.

Einelti er alltaf alvarlegt, alveg sama á hvernig það er litið.

Hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

229 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110276

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband