Icesave

Þeir stjórnarliðar sem ekki treysta sér til að samþykkja Icesave eftir meðhöndlun Fjárlaganefndar, eru að mínu mati að gera meira ógagn en gagn. Ég vil félagshyggjustjórn jafnaðarmanna á Íslandi næstu árin. Henni má alls ekki fórna fyrir með því að fella Icesave, þó erfiður sé.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það verða ekki til neinir peningar í velferð og félagshyggju ef alþingi samþykkir Æsseif.

Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Velferð lands og þjóðar veltur á því að hafna IceSave í núverandi mynd, það skilja sem betur fer sumir í stjórnarliðinu bara ekki topparnir.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 01:58

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Icesave-samningurinn er ekki flokk-pólutískur og það er rangt að stylla honum upp sem slíkum.  Þó svo að ég sé sammála því að gefa Sjálfstæðisflokkinum langt frí frá völdum réttlætir það ekki að samþykkja Icesave.

Sett í annað samhengi, þá má líkja þessu við að heimilisofbeldi sé réttlætanlegt til þess að bjarga hjónabandinu....

Sigurður Jón Hreinsson, 12.8.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

SÞ sá sem hugsar um skort, upplifir skort.

GÁ ég tala um samninginn eftir meðhöndlun fjárlaganefndar og þá með einhverjum fyrirvörum.

SJH samningurinn sem slíkur er ekki flokkspæolitýskur, en hann er notaður grimmt í flokkpólitískum til gangi. Bendi þér líka á setninguna "eftir meðhöndlun fjárlaganefndar", þá væntanlega með einhverjum  fyrirvörum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.8.2009 kl. 13:34

5 identicon

Ég held að velferðarstjórnin sé að springa Hólmfríður mín. Því miður. En mér finnst þessi ríkisstjórn frekar en hitt gert minna fyrir þá tekju lægri í þessu samfélagi en hitt. Mér finnst bætur almannatrygginga ekki hafa hækkað í samræmi við það sem þeir lofuðu eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Þeir hafa að mínu mati svikið öll kosningalofrð sín. Allavega hvað þetta snertir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi svokallaða "velferðarstjórn" hefur ekki gert rassgat í bala í þágu heimilanna í landinu eða sem gagnast venjulegu fjölskyldufólki til að takast á við sinn persónulega efnahagsvanda. Það sem verra er, þau hafa gert lítið annað en að grípa keflið frá fyrri stjórn og haldið áfram að hlaupa með það nokkurnveginn í sömu áttina.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2009 kl. 01:59

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir mun halda velli  og halda áfram að takast á við allan þann miklavanda sem uppi er í þjófélaginu.

GÁ Vandi margra heimila er auðvitað hrikalegur og vitum við mæta vel. Aðgerðapakkinn er ein heild og meðan enn strandar á Icesave tefst annað, því miður.

Til að taka á vanda heimila og fyrirtækja, þurfa fjármálastofnanir að vera komnar upp á lappir að nýju. Þetta skilur fólk sem fylgist með og hefur einhverja hugmynd um hvað er að gerast.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.8.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband