9.8.2009 | 10:56
Hvað með "síðasta söludag" ???
Þessi frétt fær mig til að hugsa um ýmsar reglur um geymsluþol matvæla. Er kjöt með sömu gæði eftir 17 ár í frosti. Ég er hreinleg orðlaus og hafi það hvarflað að mér að fara út að borða á veitingastað Úlfars, þá er ég hætt við það núna.
![]() |
Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 16:25
Var lögreglan að stöðva merkilegt frumkvöðlastarf, þegar anfetamínverksmiðjunni í Hafnarfirði var lokað
Lögfræðingar eru hámenntað fólk og leggur sig fram um að finna smugur í lögum fyrir sína skjólstæðinga. Sumir þeirra eru líka gæddir miklu hugmyndaflugi og frásagnarlist. "Það er auðvitað alveg til skammar ef löggan er að skemma fyrirtæki í frumkvöðlastarfi."
Jú mikið rétt, þetta var auðvitað visst frumkvöðlastarf þar sem verksmiðjan var sú fullkomnasta sem rannsakendur erlendis frá höfðu séð. En gefur það tilefni til sýknu í málinu. Mér finnst að skýringar sem fram koma í málinu núna séu nokkuð reyfarakenndar og ótrúverðugar. En það er dómstólanna að skera úr um þetta og við sjáum hvað setur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 15:37
Hamingjuóskir
Til hamingju við öll með Hinsegin daga og þau opnu viðhorf sem við höfum í dag til samkynhneygðra. Bið almættið að þetta viðhorf breiðist út um heiminn eins hratt og möguleiki er á.
![]() |
Stærsta gangan til þessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 21:48
Ferill Jóhönnu Sigurðardóttir sýndur í skrúðgöngu á hinsegin dögum
Mikið finnst mér frábært að ungar konur skuli ætla að sýna Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra þann sóma að koma með nokkrar útfærslur af henni á ýmsum æviskeiðum. Það er ánægju til þess að vita að við Íslendingar skulum vera í farabroddi á heimsvísu í að sýna samkynhneigðum fulla virðingu. Við erum komin býsna langt í að gera þeirra réttarstöðu mannsæmandi og það er vel. Sú staðreynd að forsætisráðherra skuli vera samkynhneigð og að við séum ekki með neinskonar athugasemdir við það, er náttúrlega mjög mikilvægt fyrir samkynhneigða um allan heim, og ekki veitir af. Við gleðjumst með öllu þessu fólki um helgina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2009 | 21:38
Steingrímur hrekur álit stjórnarandstöðunnar.
Horfði á Steingrím J í Kastljósinu í gærkvöld. Hann fór vel yfir Icesave málið og hrakti hvert álitið af öðru sem Sigmar spurði réttilega um. Steingrími eins og væntanlega öllum ráðherrum, þingmönnum og fylgjendum ríkisstjórnarinnar, er mikið í mun að klára þetta mál með sem mestri sátt. Það er laukrétt sem Steingrímur benti á að það er mikið á sig leggjandi til að sú jafnaðarmannastjórn sem nú er við völd, geti setið hér við völd sem lengst. Það má undir engum kringumstæðum gerast að gömlu flokkarnir í stjórnarandstöðunni komist til valda á ný. Borgarahreyfingin veit ekki sjálf hvert hún er að fara svo það er best að spara sér áhyggjurnar af henni.
4.8.2009 | 23:19
Úr umsögn um grein Evu Joly
Hér fyrir neðan er hluti úr umfjöllun um grein Evu Joly sem birt er á www.visir.is Það er bent á þá leið að skuldin muni lenda hjá skattgreiðendum ESB landa þegar Ísland verði komið þangað inn. Þetta er athyglisverður puntur þó ég geti auðvitað ekki sagt neitt um það hvort þetta muni ganga eftir að hluta eða öllu leiti.
"Frakkinn Michel segir að Íslendingar muni aldrei geta borgað skuldir sínar. Þær séu of háar. Michel trúir því að þær muni falla á skattgreiðendur innan Evrópusambandsins þegar Ísland kemst þangað inn líkt og hefur viðgengist hingað til að mati Michels og vísar hann í fátæk ríki innan sambandsins."
Það er bara með ESB eins og heita grautinn hjá kettinum, það er gengið í kringum málið, en enginn talar um framtíð okkar sem aðildarríki að ESB. Við erum þó búin að leggja inn umsókn.
4.8.2009 | 21:23
Álit Hagfræðistofnunar HÍ á Icesave
Þá hefur Hagfræðistofnun HÍ skilað sínu áliti á Icesave til Fjárlagnefndar Alþingis. Þó álit HHÍ sé varfærnara en álit SI segir formaður Fjárlaganefndar Guðbjartur Hannesson, að málið sé vel viðráðanlegt fyrir Ísland. Hann var í Kastljósinu í kvöld ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þeirra málflutningur var vægast sagt ekki samhljóða, SDG sá allt svart eins og verið hefur á meðan GH fór vel yfir málið og útskýrði hvað verið væri að vinna að þessa dagana, styrkja endurskoðunarákvæði og það álit að mál vegna samningsins ætti að reka fyrir íslenskum dómstólum. Auk þess sem hann lagði mikla áherslu á að halla ríkissjóðs sem taka þarf á næstu 5 árin samkvæmt kröfu AFS væri sérmál og það væri ekki fyrr en eftir það sem farið yrði að greiða af Icesave. Verði endurskoðunar ákvæðið gagnvart ríkisábyrgðinni nýtt, þá væri sest aftur að samningaborði og málið skoðað í kjölinn miðað við nýjar aðstæður. Vonandi fæst niðurstaða í þetta þref innan skamms tíma.
1.8.2009 | 22:38
Lögbann Kaupþings á RUV.
Lögbann Kaupþings á umfjöllun RUV á upplýsinga ef glærum sem birtust á netinu, eru að mínum dómi hláleg aðgerð. Netnotkun er mjög almenn og auk þessa hafa flestir fjölmiðlar á Íslandi fjallað um málið. Hverja er verið að friða með þessu káki og hver er hin raunverulega meining. Ég er ekki svo djúpvitur og reynd í klækjastjórnun að ég skilji málið.
Vissulega á að ríkja bankaleynd um almenn bankaviðskipti. En þegar almannahagsmunir eru eins ríkir og nú um stundir, á bankaleyndin ekki við. Þegar sterkur grunur er um ólögleg viðskipti, útlánareglur hafa verið brotnar í stórum stíl og svo virðist að undanskot á verulegum fjármunum hafi átt sér stað. Þá á almenningur rétt á að fá upplýsingar.
1.8.2009 | 22:23
Samþykkjum ICESAVE með fyrirvörum.
Ég held að við verðum að samþykkja Icesave og þá með þeim fyrirvörum sem mér skilst að séu í farvatninu. Við getum ekki og megum ekki einangra okkur. Eva Joly var að mínum dómi fyrst og fremst að lýsa skoðun sinni á framkomu annarra þjóða gagnvart okkur í grein sinni og sú framkoma er vissulega gagnrýni verð.
Það að AFS setur okkur stífa kosti varðandi fjármál ríkisins, verður auðvitað strangt, en mun gera okkur fyrr tilbúin til að uppfylla skilyrði ESB sem er vissulega af hinu góða. Þegar við verðum komin þangað inn, er tímabært að taka upp þetta Icesave mál og fá fram hagstæðari niðurstöðu fyrir okkur.
Mér kemur mest á óvart hvernig Norðurlöndin tóku á málum núna og frestuðu afgreiðslum lána. Atkvæðaveiðar forsætisráðherra Bretlands eru aumkunarverðar og gamaldags, eins og Breta er von og vísa. Undirlægja GHH og ÁM gagnvart Bretum er líka afburða hallærisleg. Það er þó á endanum Davíð Oddsson sem hefur verið okkur hvað dýrastur af þeim öllum þeim stjórnmála mistökum sem við erum að súpa seyðið af núna
1.8.2009 | 21:52
Grein Evu Joly í dag.
Nú er ég búin að lesa grein Evu og mér finnst hún vera að lýsa þarna hegðun íslenskra stjórnmálamanna eins og þeir koma fyrir mér fyrir sjónir sem hafa stýrt íslensku samfélagi undanfarna áratugi og tilheyrðu flokkum sem núna eru núna í stjórnarandstöðu.
Þá er ég að tala um álit hennar á ráðamönnum hjá ESB - AFS - Bretlands og Norðurlandanna. Eigin hagsmunaseggir og atkvæðaveiðimenn fyrst og fremst. Sá stóri ræður og sá litli verður að beygja sig. Það sem er að ganga yfir heiminn þessi misserin, er einmitt afleiðing þeirrar hugsunar.
Mannkynið verður að breyta þeirri hugsun og það finnst mér vera megin inntakið í grein Evu. Þessi kona er mjög sterk persóna og hefur þegar haft mikil áhrif, en það þarf bara svo miklu miklu meira til. Ég held og vil trúa því að Jóhanna Sigurðardóttir komist næst því að vera heiðarleg í stjórnmálum af starfandi stjórnmálamönnum hér á landi í dag.
Ég vona líka svo sannarlega að henni takist með sínu samstarfsfólki að innleiða heiðarleika og jöfnuð hér á landi. Á alþjóðavettvangi er það helst Obama sem heimurinn horfir til. Vonandi rætist ekki það sem Eva segir í sinni grein, en þá verða líka ýmsir hlutir að breytast.
Um bloggið
158 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar