30.7.2009 | 18:01
Mikið um alls kyns óra og ofstæki.
Ég er með afbrigðum hissa á því hvað fólk getur gengið langt í að halda fram allskyns kenningum um ofsóknir og vond áform gagnvart okkur íslendingum. Það er bara eins og partur þjóðarinnar sé komin í einhverskonar kapp um að setja saman mesta hryllinginn um framtíð okkar íslendinga. Ætli liðið sé að gera sér vonir um að geta svo selt handritið að ósköpunum þegar yfirgengnilegheitin er komin í botn. Fullorðið fólk sem telur sig með sæmilega góða greind, keppist við að toppa hvert annað þegar kemur að áformum AFS og ESB um meðferð á okkur.
Auðvitað veit ég að hér hafa gert ótrúlegir hlutir, en fyrr má nú vera. Við erum að vinna okkur út úr þessum vanda og það gengur að mestu samkvæmt áætlun, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan geri það sem hún getur til að tefja. Ég hef mikla trú á að ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttir takist að koma okkur á beinu brautina fyrr en varir.
30.7.2009 | 17:16
Mikill leiðtogi og góður samningamaður
Það hefur sýnt sig undanfarið Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar er mikill leiðtogi og góður samningamaður. Hann hefur flutt frétti af störfum nefndarinnar á afar skýran og skiljanlegan máta og af mikilli prúðmennsku og festu. Þessir eiginleikar eru ekki öllum gefnir og þá skal virða vel. Það er afar mismunandi milli þeirra þingmanna sem nú gegna störfum, hvernig þeir flytja mál sitt og sýna almenna háttvísi. Það er ætíð svo að þeir orðvöru bera meira úr býtum hvað varða virðingu og árangur í störfum sínum. Kurteisi kostar ekkert, en skilar miklu. Ódýr fjárfesting til lífstíðar sem alltaf á við.
30.7.2009 | 17:04
Láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frestað
Stjórnarandstaðan getur andað léttar, enn er von um að fella ríkisstjórnina og splundra því sem búið er að gera. Ég vona bara að liðsmenn hennar geti sofið rólegir meðan allt er fast í aðgerða pakka ríkisstjórnarinnar. Ég vildi þó ekki vera í þeirra sporum núna með þetta allt á samviskunni. Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu gera allt sem í hennar valdi stendur til að minnka skaðann eins og kostur er.
29.7.2009 | 00:01
Hún Elísabet amma mín mátti ekki heyra neinum hallmælt.
Elísabet Eggertsdóttir í Kothvammi var amma mín (konan hans Tryggva afa sem ég tala um í færslunni hér á undan). Hún var afar vönduð og góðhjörtuð kona og mátti alls ekki heyra neinum hallmælt. Gat það stundum gengið það langt að jafnvel börum hennar blöskraði. Faðir minn Bjarni Tryggvason sat eitt sinn á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar á tali við bróður sinn á æskuheimil þeirra bræðra.
Umræðuefnið var Hitler og voru þeir mjög sammála um hans óhæfuverk. Ömmu ber þar að og finnst að synir sýnir séu alltof harðorðir í garð þessa manns. Fer hún að taka svari Hitlers á þann veg að það hljóti nú bara að vera eitthvað gott í þessum manni eins og öllum öðrum. Föður mínum var nokkuð heitt í hamsi og fannst nú fulllangt gengið, hann vindur sér að móður sinni og segir með þunga í röddinni. "Það er ég viss um að þú mundir taka svari skrattans, ef því væri að skipta".
Ekki fylgdi sögunni hverju amma svaraði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 23:46
Enginn fjárhagslegur dómsdagur framundan
Það er því afar mikilvægt að við sem erum hlynnt inngöngu í ESB séum dugleg að láta heyra frá okkur og séum virk í umræðunni um nauðsyn þess að farmfarir verði á Íslandi. Margir tala nú eins og fjárhagslegur dómsdagur sé handan við hornið.
Hvernig hefði þjóðin brotist úr svo sárri fátækt að mannfellir var staðreynd eins og var milli 1880 og 1890 og til einhverrar mestu velmegunar í heiminum í dag. Ég er ansi hrædd um að afi minn Tryggvi Bjarnason í Kothvammi. hefði ekki talið okkur á vonarvöl, miðað við ástand mála í dag.
Hann var á sinni tíð mikill framfarasinni og ævistarfið hans blasir við öllum sem koma til Hvammstanga. Auðvitað vann hann ekki einn að þessum málum, en oftar en ekki var hann með í ráðum þegar stóru skrefin voru stigin.
Hann hefði líka örugglega hrist höfuðið yfir þeim ummælum sem margir láta frá sér þessa dagana. Ég hugsa oft til hans ef mér finnst eitthvað ganga hægt og þá finn ég fyrir þeirri kjarmiklu festu sem ég tel að hafi einkennt þennan dugmikla mann. Uppgjöf var ekki til í orðabókinni hans Tryggva afa.
26.7.2009 | 21:18
Hvað þýðir orðið SJÁLFSTÆÐI
Ég er farin að efast um hvað orðið sjálfstæði þýðir í hugum sumra samlanda minna nú til dags. Mér finnst ég skynja að þýðingin sé að vera algjörlega út af fyrir sig hér á eyjunni sem kennd er við ís. Algjörlega án samskipta við umheiminn, án samvinnu við önnur lönd/þjóðir. Við tökum ekki þátt í neinu sem getur kallast alþjóðlegt samstarf vegna þess að það er svo fullt af vondu fólki í útlöndum sem vill ráða öllu og gleypa allt.
Þetta minnir mig á barn sem ekki hefur fengið tækifæri til að fara á leikskóla og læra að deila með öðrum börnum, bæði leikföngum, því að taka ákvarðanir og bara á mannleg samskipti yfirleitt.
Það er líka eins og mig minni að við værum einangruð í nokkur hundruð ár (það má kenna Dönum um þann tíma) Hvað með það við vorum hér án samskipta og út af fyrir okkur. Auðvitað er þetta tómt bull, enda höfum við það best með góðum samskiptum, samvinnu og samstarfi við aðrar þjóðir. Þannig höldum við sjálfstæði okkar best með því að vera í samtökum eins og ESB með öðrum sjálfstæðum þjóðum. Þannig er raunveruleikinn, þó öðru sé haldir fram.
25.7.2009 | 22:54
Allt hangir þetta saman.
Við verðum að horfa raunhæft á þá hluti sem eru að gerast hjá okkur núna. Búið er að leggja óhemju mikla vinnu á að koma saman aðgerðapakka til að koma okkar efnahagslífi á lappirnar að nýju. Þetta vita allir sem fylgst hafa með undanfarna mánuði og ég hygg að það séu ansi margir. Þegar verið er að gera björgunaráætlun fyrir heilt þjóðfélag og það með utanaðkomandi aðstoð, þá verður að gera fleira en gott þykir. Það er auðvitað engin óskastaða að þurfa að borga Icesave skuldirnar, en það er samt bláköld staðreynd sem við komumst ekki framhjá. Nú leggur stjórnarandstaðan allt kapp á að gera samninginn tortryggilegan og sendir hverja stórkanónuna af annarri fram á völlinn þeirra erinda.
Farið er að bera á árangri þeirrar vinnu í formi þess að ýmis lán erlendis frá, til ríkis og fyrirtækja eru strand. Fólk verður auðvitað undrandi og hneykslað. Furðar sig á þessu og skilur ekki neitt í neinu. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir halda enn í þá von að komast aftur til valda. Og að margra mati bókstaflega verður það að gerast til að "bjarga" þessu og hinu sem ekki má fara forgörðum og alls ekki þolir dagsins ljós.
Það má alls ekki gerast að stjórnarandstöðunni takist að splundra þessu starfi sem nú er hafið. Ég veit að forystumenn ríkisstjórnarinnar eru með gríðarlega reynslu á bakinu. Jóhanna á engan sinn líka og hún er líka langhlaupari á stjórnmálasviðinu, með gríðarlega mótuð markmið og nú er hennar tími kominn.
25.7.2009 | 22:36
Hvað er satt ???
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.7.2009 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 11:25
Ótti við skort
Mikið hefur verið spilað á það undafarna mánuði að auka mjög ótta við skort, í stað þess að flytja fólki þau skilaboð að það sé nóg til fyrir alla. Öll samkeppni í heiminum byggir á þessum ótta, að ekki sé nóg til. Þá skiptir ekki máli hvort verið er að tala um viðskiptavini, vöru eða fjármuni. Þegar kreppa skellur á, eru skyndilega á sama tíma nægilega margir hræddir við skort, til verulega kreppi að. Snögglega verður þurrð á vöru og fjármagni eða hvoru tveggja og fjöldinn kippir að sér höndum og verða hræddir. Þessi ótti verður til í huga hvers og eins frá utan að komandi upplýsingum. Hver og einn verður að vera reiðubúinn að taka þátt.
24.7.2009 | 22:24
Nafnlausi lögreglumaðurinn
Ágæti lögreglumaður. Þakka þér enn og aftur fyrir að segja þína skoðun á ykkar starfsaðstöðu og afleiðingum niðurskurðar. Þú hefur komið málinu vel á dagskrá og svo er að sjá hverju það skilar, vonandi endurbótum.
![]() |
Byrjaði sem einföld ábending |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
158 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Fjölmiðlar hafa mikið vald og geta gert ýmsa hluti. Það er þó allnokkur kúsnt að gera það þannig að almenningur sjái ekki í gegn. Margt sem sagt hefur verið undanfarið hefur verið sett fram þannig að mér hefur fundist það afar vafasamt.
Hverjum dettur í hug að hópur samningamanna hafi ekki vitað um það hvort kostnaður Breta vegna lögfræðivinnu væri inni í samningnum eða ekki. Það er næstum barnalegt að halda þessu fram. En þegar þungaviktalögmenn á við Ragnar Hall og Eirík Tómasson fara að segja þessa hluti, hljóta margir að láta glepjast. Það er sorglegt til þess að vita að menn skuli fórna ærunni fyrir völd.
En þannig hefur það víst verið frá ómunatíð. Það vill til að forysta ríkisstjórnarinnar er með óhemju reynslu í fórum sínum. Nú er bara að standa við bakið á þessu ágæta fólki sem hefur gefið sig í að hreinsa til eftir áratuga klíkustjórnmál á Íslandi. Það eru margir skítapyttir sem erftir er að opna.