Hvað með "síðasta söludag" ???

Þessi frétt fær mig til að hugsa um ýmsar reglur um geymsluþol matvæla. Er kjöt með sömu gæði eftir 17 ár í frosti. Ég er hreinleg orðlaus og hafi það hvarflað að mér að fara út að borða á veitingastað Úlfars, þá er ég hætt við það núna.


mbl.is Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú virkilega að matvælaeftirlitið hefði ekki haft afskipti af ástandi þessa kjöts fyrir löngu ef eitthvað væri að því? Heldurðu virkilega að Úlfar sé soddan amatör og lélegur kokkur að hann matreiði ónýtan mat ofan í gesti? 

Ég held að svona bloggfærsla eigi meira heima á barnalandi. :) 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held að það sé fljótfærni hjá þér að slá hann Úlfar af. Þetta eru nú bara meðmæli með honum og Hvalnum, að geta gert úr þessu veislumat, 17 ára gömlu hvalketi?

Annars finnst mér þessi frétt ansi góð og hún segir mikið um ruglið í kringum hvalfriðunarumræðuna.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.8.2009 kl. 11:12

3 identicon

Sá í annari blog færslu að þú (gísli) svarar með því að setja fram að men láti oni sig hákarl sem er búið að geima í jörðini og látin hánga.þeir sem borða þennan hákarl vita væntanlega hvað þeir eru að setja oní sig og hvernig fiskurinn er verkaður.

ættli að þeir sem hafi sett oní sig 17 ára gamalt Hval kjöt hafi vitað um aldur kjötsins og ef þeim hefði verið tilkynt um aldurin hvað helduru að margir hafi labbað út?

Úlfur Örn Ómars (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:19

4 identicon

Þér til upplýsingar....

Kjöt geymist ágætlega í frysti í 17 ár.

Þegar þú kaupir hamborgara er allt eins líklegt að kjötið í þeim yndislega borgara sé 15 - 20 ára gamalt.

Við frystingu er allt líf sett í stopp.

Þú getur prófað það bara sjálf. Farðu oní kistuna og lokaðu á eftir þér og bíddu í 17 ár....:)

Rutseg (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:25

5 identicon

Þvílíkir vibbar!!! Að telja það eðlilegt að selja og borða kjöt sem er búið að liggja inní einhverjum frystigám eða what so ever í heil 17 ár er náttúrulega bara ógeð!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:42

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjálfur er ég enginn unnandi hvalkjöts, get ekki látið það inn fyrir mínar varir. Hins vegar þekki ég fullt af fólki sem hefur um árabil borðað hjá Úlfari þetta gamla hvalkjöt og hefur látið vel af, sömuleiðis nokkrir útlendingar. Samkvæmt því sem allt þetta fólk hefur tjáð mér þá hefur þetta verið lostæti að komast í.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2009 kl. 12:56

7 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Rutseg  

Svona þér til upplýsingar...

ef að þú færð 15 - 20 ára gamla hamborgara þegar að þú ákveður að steikja þér svoleiðis, þyrftir þú kannski að taka til í kistunni hjá þér, vegna þess að þeir eru ekki afgreiddir svoleiðis í verslunum.

við frystingu er ekki allt líf sett á stopp NEMA að frystingin fari niður fyrir alkul, en aftur á móti má reikna með að þetta hafi veirð í fyrstigámum sem að fyrsta niður í -24°c

en svona almennt...

þá virðist nú hafa verið vel gengið frá þessu kjöti hjá þeim, vegna þess að ég fór þarna árið 2006 áður en að byrjað var að veiða hrefnu, og fékk mér hjá honum hvalkjöt þá.

það bragðaðist mjög vel. 

Árni Sigurður Pétursson, 9.8.2009 kl. 13:48

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hitastigið í frystigeymslum og sumum gámum er allt að -40°C.

Venjulega er kjöt og fiskur bestur innan 36 mánuða frá frystingu, en það er ekki þar með sagt að það sé óneysluhæft eftir það.  Kjöt og fiskur á að geta geymst í allt að 20 - 25 ár án þess að skemmast ef vel er hugsað um frágang og hitajöfnun.

Axel Þór Kolbeinsson, 9.8.2009 kl. 14:07

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef ég man rétt þá var þetta kjöt geymt í djúpfrystingu undir -60 gráðum íshúðað og í lofttæmdum umbúðum en svo var ég líka búinn að heyra að þetta kjöt hafi verið fyrir löngu búið og þetta hafi verið sölutrikk.

Sævar Einarsson, 9.8.2009 kl. 15:14

10 identicon

Ekki vera svona vitlaus gott fólk, þetta er djók frétt, það eina rökrétta er náttúrulega að úlfar og hans félagar veiddu sitt hvalkjöt sjálfir. Þótt hvalveiðibannið hafi verið sett á hættu menn ekki að veiða hval sér til matar, enda ekki mikið mál að drepa svona skepnu og vinna ef menn kunna til verka. En það er nokkuð ljóst að ekki fer úrvalskokkur að framreiða 17 ára gamalt kjöt á borðin sín, alveg sama hvað þið frystigeymslu-sérfræðingar haldið þá er það veruleikafyrra að halda því fram að maðurinn sé að steikja 17 ára hrefnusteikur.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 15:21

11 identicon

Veit ekki hvernig þessi frétt á að troða ofan í hvalfriðunarsinna. Mér finnst þessi frétt frekar renna stoðum undir orð hvalfriðunarsinna. En ein rökin fyrir því að við eigum ekki að veiða hval er að það borðar hann enginn. Vinsælt veitingahús sem getur átt kjöt 17 árum eftir að það er lagt bann við því að veiða þýðir að þegar við hættum að veiða þá áttum við 17 ára byrgðir af kjöti.

Annars held ég að útskýring Sigurðar sé ansi líkleg. Það er að þeir hafi veitt dýrin eftir að hvalveiðar voru bannaðar.

Já svo er ansi ólíklegt að þú sért að borða 15-20 ára gamlan hamborgara ef þú ferð út í bónus. Ég veit fyrir víst að í mörgum tilvikum eru borgararnir nokkra klukkutíma gamlir.

Já, og kannski geymist kjöt í 20 ár þannig að það sé neysluhæft en það er ekki gott kjöt. Gæti samt trúað því að kjötið sé orðið mjög meyrt á þessum tíma en allt aukabragð er þá falið með kryddi, en mér sýnast hvalasteikurnar á þremur frökku vera vel kryddaðar. Kannski kjötið sé 17 ára eftir allt saman.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:02

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið

Það eru margar hliðar á málinu og sennilegasta skýringin á þessari frétt er það sem Sigurður segir. En hvers vegna í ósköpunum er Úlfar að láta hafa þessa vitleysu eftir sér, það er mér hulið. Ég er ekki hvalkjötsneytandi svo þetta skiptir mig ekki máli. En hvernig lítur það út fyrir erlenda ferðamenn að lesa frétt um að kjöt á veitingahúsum geti verið ævagamalt þegar það borið á borð. Nú á allt að vera ferskt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.8.2009 kl. 17:55

13 identicon

Já svo er ansi ólíklegt að þú sért að borða 15-20 ára gamlan hamborgara ef þú ferð út í bónus. Ég veit fyrir víst að í mörgum tilvikum eru borgararnir nokkra klukkutíma gamlir.

 Hahaha... Nokkra klukkutíma gamlir!!! Og kannski unnir úr fyrsta flokks nautalundum af nýslátruðu!?!?!??????

En áfram með samsæriskenninguna. Hvar sjáið þið fyrir ykkur að Langreiðin, skotin úr 6 tonna sómabát hafi verið dregin á land og hún skorin?

Kristinn (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:36

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Síðasti söludagur" er auðvitað bara kjaftæði og vegna slíkra merkinga hafa margir misst allt skyn á mat - fara bara eftir merkingunum. Sumir henda jafnvel óopnuðum mjólkurfernum úr ísskápnum vegna þess að þær eru "komnar framyfir".

Merkilegast finnst mér að sjá "síðasta söludag" á hunangskrukkum. Hunang getur geymst mjög lengi. (Einhversstaðar las ég að hunang frá Forn-Egyptum hafi enn verið ætt 5000 árum eftir að það var sett á krukkur, en ég ætla ekki að fullyrða neitt um sannleiksgildi þeirrar sögu.)

Ótrúlegu magni af mat er hent á hverju ári, bæði frá verslunum og heimilum, vegna þess trausts sem fólk leggur á stimplana. Ef maturinn er ætur, gerir stimpluð dagsetning hann ekki sjálfkrafa að óætu rusli, og eins lagar dagsetning ekki skemmdan mat. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.8.2009 kl. 21:31

15 identicon

Þetta með að hamborgararnir séu nokkurra ára gamlir er bara rugl.  Ég veit fyrir víst í gegnum mitt starf að hamborgarar eru af nýslátruðu fyrirtakskjöti,  Ekki þó af bestu hlutum dýrsins , heldur bara venjulegt hakkefni sem er sett í hamborgaravél, pakkað og sett í búðir samdægurs.

Ef búðir biðja um frosna hamborgara þá er auðvitað lengri stimpill á þeim.  En þó ekki 17 ár hehe

jonas (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:20

16 identicon

þúsundum tonna af mat er hent á haugana á íslandi á ári hverju út af allt of stöngum reglum um dagsetningar.  Persónulega finnst mér að það ætti að selja þetta bara í sérstöku herbergi í búðunum á spottprís eða gefa þetta. 

ferskar ófrosnar afurðir skemmast auðvitað fljótt.  En frystivara geymist lon og don ef hún er meðhöndluð rétt.

jonas (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:29

17 identicon

Kristinn BJÁNI, ég veit þetta, ekki þú!!! Ég hef líka komið nálægt hamborgaragerð

Sagði heldur aldrei að það væru notaðir útvalsvöðvar, bara að þeir væru nokkura klukkutíma gamlir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:40

18 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Reyndar þá kom langt viðtal við hann Úlfar í sunnudags blaði moggans í dag, grein sem að útskýrir nokkuð vel geymsluaðferðina á þessu.

15 kg einingar, tví glasseraðar, skellt í loftþéttar umbúðir og geymdar við -28°c (minnir að þetta hafi verið hitastigið)

 svoleiðis ætti þetta vel að geymast og geymast mun lengur en það gerði.

Árni Sigurður Pétursson, 9.8.2009 kl. 23:03

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt sem Kristján (eigandi bátanna "Hvalur 1+2+3+4+5+6+7+8") segir um hinn gífurlega "markað" fyrir hvalakjöti ætti að skýra sig sjálft með 17 ár djúpfrystingu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:47

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þið tókuð kannski eftir því að ég setti síðasta söludag í fyrstu færsluna með gæsalöppum. Þar var ég að vísa þess hvað þessar dagsetningar eru teknar alvarlega og mat hent í stórum stíl. Ég tek heilshugar undir með þeim sem tala um oftrú á þessum stimplum. Var ekki Fjölskylduhjálpinni eða Mæðrastyrksnefnd gert að henda matvælum sem þeim voru gefnar frá verslunum í krafti reglna um síðasta söludag. Öfgarnar á þessu sviði eru miklir, ég nota hiklaust mjólkurvöru, dósamat, ef dósin er ekki beygluð og pakkamat þó síðasti söludagurinn sé liðinn. Það hlýtur að vera gert ráð fyrir að fólk versli til nokkurra daga, eða jafnvel vikna. Kjötvörur, fiskur, ávextir og grænmeti eru með mun styttra geymsluþol ófrosið. Í frystum á venjulegum heimilum geymist matvara takmarkað, það vitum við öll.

Takk fyrir öll komentin

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.8.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

244 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 110202

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband