Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ráðherravaldið gefur heimild til að stjórna með tilskipunum

Ég er ein af þeim fjölmörgu íslendingum sem ekki hafa á undanförnum árum gert sér grein fyrir því ógnarvaldi sem í raun er í höndum ráðherra í okkar ríkisstjórn. Svo rennur það upp fyrir mér einn daginn að ráðherrarnir okkar, þurfa ekki að spyrja kóng eða prest þegar þeir ákvaða hlutina. Dómsmálaráðherra hefur vald til að ráða þá dómara, lögreglustjóra, saksóknara og hvað þessi embætti heita öll, án þess að leita álits. Það hefði hinsvegar opinberað valdið mjög hastarlega og þess  vegna eru skipaðar sérfræðinganefndir sem við höldum að hafi einhverja raunverulega þýðingu og einhver raunveruleg völd. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þetta er einskonar lýðræðisleiktjald fyrir okkar kjósendur.

Valdið er hjá ráðherra hvað sem nefnd eða annar umsagnaraðili segir og gerir. Nýtt dæmi sannar það svo ekki verður um villst. Skorum á stjórnvöld að efna til Stjórnlagaþings. 

Skrifum undir áskorun á www.nyttlydveldi.is

 


Ótti Sjálfstæðismanna við Stjórnlagaþing

Til þess liggja margar ástæður að Sjálfstæðismenn finna því allt til foráttu að efnt verði til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána.

Ein ástæðan er sú að þeir vita fullvel að það gríðarlega ráðherravald sem nú er til staðar, veðrur afnumið í núverandi mynd. Vald ráðherra er nú sambærilegt við vald Danakonungs á ofanverðir 19. öld.

Nú er búið að skipta konungsvaldinu niður í sneiðar eins og tertu, á milli ráðherraembætta. Sjávarútvegsráðherra hefur valt til að úthluta kvóta til veiða við Íslandsstrendur.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkurinn að haldi þessu embætti með óbreyttum völdum svo hægt sé að gera eins og LÍÚ er þóknanlegt. Kvótaúthlutun er ekki ákveðin á Alþingi, ekki á ríkisstjórnarfundi, það er ráðherra sem tekur ákvörðun.

Er ekki vilji okkar að breyta þessu. Skrifum undir áskorun til stjórnvalda um að efna til stjórnlagaþings til að endursoða Stjórnarskrána, sjá hér www.nyttlydveldi.is

Þar eru nú tæplega 7.600 nöfn og það vantar fleiri - miklu - miklu fleiri.


Hagsmunasamtök heimilanna - ert þú félagi ??

Hagsmunasamtök heimilanna er hópur er hafður með í ráðum þegar verið er að móta aðgerðir til hjálpar heimilunum  í landinu. Þínum hag er betur borgið þar inni, þar er hægt að fá upplýsingar, ráð, stuðning, taka þátt í umræðum og hafa áhrif á stefnumótun fyrir fólkið í landinu.

Samtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og bjóða ekki fram.

Smelltu hér til að skrá þig í samtökin.

 

 


Stjórnlagaþing - þjóðarnauðsyn

Stjórnlagaþing er þjóðarnauðsyn. Þrýstum á og skrifum undir strax www.nyttlydveldi.is

 


Tjöldin alls ekki fallin - bara rétt byrjað að draga frá

Tjöldin alls ekki fallin, bara rétt byrjað að draga frá og bíðum bara. Hef trú á að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. Olíufélögin verða vonandi rannsökuð núna í alvöru, hvað með tryggingarfélögin, kvótabraskið, gjafakvótann, bankasölurnar, og fleira og fleira. Þegar byrjað verður að gramsa er erfitt að hætta, líkt og verið sé að gera við gamalt hús. Fúinn hefur læðst um allt og rífa þarf heilu veggina, sem virtust í lagi. Við lifum í fúnu þjóðfélagi sem stendur á 150 ára skökkum grunni. Er nema von á hrikti í og braki víða. Skipstjórinn okkar er frábær og þolir ekki slór eða slugs. Skúringakonan mætt og sýslumaðurinn af Skaganum tekur svo óþekktar ormana og lokar í smíðakofanum eins og Emil í Kattholti. Þetta verður mikill sjónleikur og umheimurinn mun gapa af undrun yfir driftinni hér. Konur sem eru að hreinsa til eftir karlana og ekki veitir af.


Eva Joly mætt til að skúra.

Það er ekki laust við að hún minni mig á magnaða útgáfu af Soffíu frænku eða Þuríði formanni. Hún er gustmikil kona sem tala beint um hlutina, hefur ekki eytt tíma sínum í að spegla sig og kemur til dyranna eins og hún er klædd.  Mér lýst vel að þá ráðagerð að fá hana til að stjórna þrifunum sem framundan eru. Sé hana fyrir mér með grænsápu í annarri hendinni og lísól í hinni. Allt drifið út á hlað og dustað vel svo óværan fjúki af.


Vil sjá Dag B Eggertsson sem næsta leiðtoga Samfylkingar.

Vil byrja á að senda árnaðaróskir til Ingibjargar Sólrúnar. Lít svo á að hún sé að taka sér hlé frá stjórnmálum og skil það vel.

Ég sé Dag B Eggertsson fyrir mér sem næsta leiðtoga Samfylkingarinnar. Hann er að mínu áliti einn af þeim fáu sem getur vel aðskilið menn og málefni.

Hann virðist líka horfa vandlega fram í tímann þegar verið er að ræða þjóðmálin. Hann er afar vel máli farinn, rökfastur og kurteis maður með ríka réttlætiskennd og sterkur málsvari jafnaðarstefnunnar.


Mikil eftirsjá að Ingibjörgu

Mér finnst afar mikil eftirsjá að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir úr forystusveit Samfylkingarinnar. Þetta er stór en jafnframt afar heiðarleg ákvörðun af hennar hálfu. Slíkri ákvörðun fylgir bæði léttir og eftirsjá, en fyrst og fremst viðurkenning á örðum hlut. Hún mun halda áfram að vera til taks sem ráðgjafi og bakstuðningur fyrir þá sem á eftir koma. Hún er búin að ryðja brautina með glæsilegum hætti og þar hafa verið vegatálmar á leiðinni sem tekið hefur á að komast yfir. Vona svo innilega að ekki sé komið frekara bakslag í heilsu Ingibjargar. Óska henni og fjölskyldunni velfarnaðar, góðrar heilsu og mikillar blessunar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geiri á Goldfinger á góða vini.

Það er margt skrítið í kýrhausnum. Las á sínum tíma viðtalið í Vikunni við stúlkuna sem hafði verið í vinnu hjá Geira. Þar fannst mér svo sem ekki koma neitt nýtt fram nema að þarna kom fram einstaklingur sem staðfesti þann grun sem lengi hafði verið til staðar.

Það næsta sem heyrðist var að Geiri hefði kært og það fannst mér reyndar líkjast meira auglýsingu, en að manninum væri alvara. Ég bjóst alveg fastlega við að nú væri hafin rannsókn á starfseminni og næsta frétt yrði um kæru á hendur honum og lokun Goldfinger. Ekki hefur enn bólað á neinu slíku. Hann tapaði málinu í héraði og þar með hugsaði ég ekki meira um þann málarekstur.

Svo kemur fréttin sem vekur furðuna stóru. Geiri vinnur málið í Hæstarétti, hvað er í gangi. Fór ekki fram nein rannsókn á vændinu sjálfu, var stúlkan ekki látin gefa skýrslu hjá yfirvöldum, hélt allt karlastóðið að þetta væri bull eða voru þeir búnir að prófa þjónustuna og fóru bara með veggjum.

Mér finnst full ástæða til þess að við konur á Íslandi förum fram á að þessi staður og fleiri verði rannsakaðir. Vændi við Hlemm í næsta húsi við Lögreglustöðina svo dæmi sé tekið, viðtalið í Vikunni og fleira og fleira.


Fjárhættuspil og Kaupþing

Þessar fréttir eru mun óhuggulegri en marga óraði fyrir. Hér verður að kalla eftir alþjóðlegri rannsókn hjá Interpol og það strax. Er það virkilega svo að viðskiptasiðferðið sé orðið í órafarlægð. Að venjulegt fólk sem efnast verulega, telji að aukinn peningaeign veiti því rétt til að raka til sín milljörðum, á þeim forsendum að það eigi hlutabréf í fjármálafyrirtæki. Ríkisstjórnin verður að bregðast hart við og gefa út verulega auknar heimildir til rannsókna á öllu viðskiptalífinu.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að stíga fast á bremsur og endurmeta stefnuna. Að taka til í samfélaginu öllu eins og það leggur sig, að setja almennar skýrar reglur um meðhöndlun fjármuna, um almenna viðskiptahætti. Viðskiptahættir sem eru í raun ekki annað en risastórt fjárhættuspil, mega ekki og eiga ekki að viðgangast á Íslandi.

 


mbl.is 500 milljarðar til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

98 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband