Mikil eftirsjá að Ingibjörgu

Mér finnst afar mikil eftirsjá að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir úr forystusveit Samfylkingarinnar. Þetta er stór en jafnframt afar heiðarleg ákvörðun af hennar hálfu. Slíkri ákvörðun fylgir bæði léttir og eftirsjá, en fyrst og fremst viðurkenning á örðum hlut. Hún mun halda áfram að vera til taks sem ráðgjafi og bakstuðningur fyrir þá sem á eftir koma. Hún er búin að ryðja brautina með glæsilegum hætti og þar hafa verið vegatálmar á leiðinni sem tekið hefur á að komast yfir. Vona svo innilega að ekki sé komið frekara bakslag í heilsu Ingibjargar. Óska henni og fjölskyldunni velfarnaðar, góðrar heilsu og mikillar blessunar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar sólarkveðjur:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:30

2 identicon

Ég er sammála þér Hólmfríður. Það er eftirsjá af Ingibjörgu Sólrúnu. Það er alveg rétt hjá þér. En það kemur maður í manns stað. Það er eitt sem er á hreinu. En ég sem samfylkingar maður er náttúrulega mjög ósáttur við það að hún sé hætt. Mjög ósáttur. En svona er þetta nú bara. Gangur lífsins.

En takk fyrir góða færslu og haltu áfram að skrifa svona góða punkta.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:44

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég vona að Ingibjörgu batni og að hún sé sátt við ákvörðun sína. Tek hér undir orð Valgeirs og tel ég að Jón Baldvin gæti fyllt skarð hennar ágætlega.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 110221

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband