Vil sjá Dag B Eggertsson sem næsta leiðtoga Samfylkingar.

Vil byrja á að senda árnaðaróskir til Ingibjargar Sólrúnar. Lít svo á að hún sé að taka sér hlé frá stjórnmálum og skil það vel.

Ég sé Dag B Eggertsson fyrir mér sem næsta leiðtoga Samfylkingarinnar. Hann er að mínu áliti einn af þeim fáu sem getur vel aðskilið menn og málefni.

Hann virðist líka horfa vandlega fram í tímann þegar verið er að ræða þjóðmálin. Hann er afar vel máli farinn, rökfastur og kurteis maður með ríka réttlætiskennd og sterkur málsvari jafnaðarstefnunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það eru spennandi tímar framundan hjá Samfylkingunni má segja þrátt fyrir þau leiðinlegu tíðindi að Ingibjörg sé hætt.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 23:01

2 identicon

Það kemur maður í manns stað. Það er eitt sem er á hreinu. Það koma alltaf góðir menn í mann stað. En ef ég á að vera hreinskilinn að þá vil ég sjá Jóhönnu sem næsta formann Samfylkingarinnar og ef ekki hún að þá Dag B. Eggertsson.

Hafðu það sem best í nótt Hólmfríður mín.

Kær kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins hætti hún "opinberlega" þó svo að hún hafi verið hætt fyrir löngu síðan í rauninni og með þessu hátterni sínu hefur hún unnið ómælt tjón.

Jóhann Elíasson, 10.3.2009 kl. 10:08

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég get með engu móti tekið undir þessa fullyrðingu þín Jóhann Elíasson, um "ómælt tjón" sem Ingibjörg Sólrún hefur valdið. Hún hefur hins vegar á stjórnmálaferli unnið mörg og mikil afrek á stjórnmálasviðinu og þau verða ekki frá henni tekin. Hún er kannski ef sterk persóna fyrir íslenska pólitík og hefur oft sagt óþægilega hluti fyrir einstaka stjórnmálamenn. Hún gengur vonandi vel að ná góðri heilsu svo hún geti komið að nýju ínn vettvang þjóðmálanna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 23:06

5 identicon

Fríða, hver eru þessi afrek hennar? enhagskerfi Íslands féll meðan hún var í stjórn og segir núna að ríkisstjórnin hafi vitað um ástandi um hálfu ári áður en ekkert var aðhafst, Ingibjörg er einn ofmetnasti stjórnmálamaður sem uppi hefur verið á Íslandi. Ég vona hinsvegar að hún ná skjótum og fullum bata.

steini (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

232 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 110270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband