Eva Joly mætt til að skúra.

Það er ekki laust við að hún minni mig á magnaða útgáfu af Soffíu frænku eða Þuríði formanni. Hún er gustmikil kona sem tala beint um hlutina, hefur ekki eytt tíma sínum í að spegla sig og kemur til dyranna eins og hún er klædd.  Mér lýst vel að þá ráðagerð að fá hana til að stjórna þrifunum sem framundan eru. Sé hana fyrir mér með grænsápu í annarri hendinni og lísól í hinni. Allt drifið út á hlað og dustað vel svo óværan fjúki af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður.

Alveg er þetta magnað.

Áður en að ég var kominn að þinni síðu

kommentaði ég hjá Hildi Helgu og sagði þar

að við værum búin að fá almennilega Hreingernigarkonu.!

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 02:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svona er þetta stundum, við höfum fengið sömu tilfinninguna fyrir þessari mögnuðu konu. Hún ber það með sér að hún þvær vel í hornin og er eins og sköpuð í þetta hlutverk.  Takk fyrir skemmtilegt komment. HB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.3.2009 kl. 02:45

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Mér líst afskaplega vel á þessa konu og held að hún eigi eftir að skúra vel út í öll hornin fái hún tækifæri til. En ef íhaldið kemst til valda með stuðningu Framsóknar eftir kosningarnar þá verður hún látin fara. Og einhver í líkingu við Óskar Bergsson eða Ástu Möller fær kústinn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.3.2009 kl. 10:02

4 identicon

Það var nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til þess að fara yfir öll þessi mál. Klíkuskapurinn er svo svakalegur að það gengur ekki að það sé Íslendingur, klíkuskapur og fjölskylduveldi er okkar vandi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Eva á allan minn stuðning og einkar mikilvæg að hlutlaus manneskja stjórni þeirri umfangsmiklu rannsókn sem nú fer í hönd.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta vekur upp von að við náum fram réttlæti. Þetta var góður leikur að fá hana með okkur í þetta verk.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110321

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband