Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.3.2009 | 12:59
Hvað merkir orðið FULLVELDI ??
FULLVELDI - þetta orð er mikið notað í umræðum í dag og þá gjarnan af þeim sem eru andsnúnir ESB. En hvað er FULLVELDI - það er sama og hafa fullt vald á einhverju - að eitthvað sé í lagi eða í góðu jafnvægi.
Ef þjóð hefur fullt vald á peningastefnu sinni, þá hlýtur það að merkja að peningastefnan sé líkleg til að gera þegnana fullvalda, að þeir hafi möguleika á að valda fjármálum sínum. Það er að fjárhagsleg heilsa sé til staðar í samfélaginu.
Lánsfé sé að kjörum sem venjulegt fólk ræður við og hefur því möguleika á að búa sér heimili, fæða sig og klæða, mennta börnin, njóta frístunda, búa við jöfn og stöðug lífskjör, samfélagsþjónusta sé til staðar og svona mætti lengi telja.
Við íslendingar erum ekki fullvalda þjóð nú í dag, en við getum náð okkar fullveldi til baka með því að ganga til liðs við bandalag annarra fullvalda þjóða í Evrópu, sem í daglegu tali er kallað ESB
Við þurfum sem fyrst eftir kosningar að leita eftir þeim kostum og göllum sem innganga í bandalagið með fullvalda þjóðum - ESB muni þýða fyrir okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2009 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 00:37
Niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja
Niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja er mikið rædd núna og gjörningurinn er kallaður ýmsum nöfnum. Niðurfelling um 20% er sem stendur algengasta heitið. Hagsmunasamtök heimilanna leggja til að verðbætur verði færðar aftur til 01.01.08.
Lilja Mósesdóttir tala um að lækka hvert húsnæðislán um 4 milljónir. Þar mundi heimili köldum hagvaxtarsvæðum á landsbyggðinni bera mun meira úr býtum en heimili á þenslusvæðum. Það eru margar hliðar á málinu og vert að velta upp öllum flötum sem hægt er.
Það má samt ekki eyða og löngum tíma í vangaveltur því boltinn stækkar með hverjum deginum sem líður. Ég legg til að fólk taki þessa hluti til alvarlegrar skoðunar án allrar tilfinningasemi og finni leið sem gagnast sem allra flestum, gerið gagn og er einföld og fljótvirk í framkvæmd.
19.3.2009 | 19:38
Formannsframboð Jóhönnu angrar andstæðinga ríkisstjórnar
Ég er ánægð með formannsframboð Jóhönnu og veit að sú gjörð hennar á eftir að angra marga andstæðinga Samfylkingarinnar og andstæðinga núverandi ríkisstjórnar sömuleiðis.
Þegar rök eru ekki lengur til staðar er farið út í að fordæma einstaklinga fyrir eitthvað sem erfitt getur verið að festa hönd á.
Það sem mér dettur helst í hug þegar verið er að hnýta í IGS, er að fólk sé þarna svo sterkan ofjarl sinn, að það grípur til ófrægingar til að verja sjálft sig eða upphefja.
Þannig gagnrýni finnst mér fremur léttvæg, en það eru bara svo margir sem lepja sömu klisjurnar upp hver eftir öðrum þangað til einhver óútskýrður trúverðugleiki skapast á fullyrðingunum
19.3.2009 | 18:00
Jóhanna Sigurðardóttir verður í forystunni !!!
Þær gleðilegu fréttir voru að berast, sjá hér að Jóhanna Sigurðardóttir taki þeirri áskorun frá fjölmörgum að gefa kost á sér í formannskjör í Samfylkingunni.
Þetta eru afskaplega góðar fréttir fyrir jafnaðarmenn á Íslandi í dag. Jóhanna nýtur mikils trausts í samfélaginu og kemur til að með að auka verulega líkur á því að samskonar stjórnarmynstur geti haldið velli eftir kosningar.
Slíkt er gríðarlega mikilvægt svo hægt sé að halda áfram því starfi sem hafið er og freysta þess að byggja upp nýtt samfélag úr þeim brotum sem áratugalöng Íhalds og Framsóknar hefur skilið eftir sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2009 | 02:35
Bann við nektarstöðum
Það væri stór áfangi í baráttunni fyrir fullum mannréttindum kvenna á Íslandi ef nektardansstaðir væri algjörlega bannaðir. Barátta fyrir þessu banni hefur verið háð af Stígamótum og fleirum um árabil.
![]() |
Ísland ríður á vaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 20:44
Byggjum upp Háskólasjúkrahúsið
Hefur þú lesandi góður, unnið á Heilbrigðisstofnun. Húsakostur LSP er orðinn vægast sagt afar lúinn og var byggður fyrir áratugum þegar sjúkrarúm og annar tækjabúnaður var mun smærri í sniðum. Þú ættir að prófa að hlynna að mikið veikum einstaklingi í svona þrengslum. Það er mjög erfitt og slítandi, að þurfa stöðugt að smeygja sér og troða milli rúms og veggjar.
Að reyna að sofa sem inniliggjandi manneskja í 5 manna stofu þegar tveir hrjóta einn stynur og annar talar upp úr svefni. Einu sinni var ég lögð inn á LSP við Hringbraut og var að bíða eftir minniháttar aðgerð. Var lögð inn á þröngan gang þar sem hægt var með góðum vilja að ganga við fótagafla rúmanna, sem var raðað svo þétt, að ætti að hlynna að manneskju í næsta rúmi, var rassinn á starfsmanninum aðeins feti frá mínum rúmstokk.
Hús eitt og sér bjargar kannski ekki mannslífum, en góð vinnuaðstaða, gott aðgengi stuðlar að betri aðhlynningu, heilbrigðara starfsfólki, lægri launakostnaði vegna veikinda þeirra. Fyrir nú utan hvað sjúklingum líður betur í þægilegu umhverfi, þar sem hægt að að nota öll hjálpartæki rétt þar sem svigrúm er nægt og fleira og fleira.
![]() |
Háskólasjúkrahús á áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 06:56
Meira um 20% niðurfellingu skulda
Þjóðin situr víst og reiknar í gríð og erg þessa dagana. Ástæðan hugmyndir um niðurfellingu 20% skulda heimila og fyrirtækja. Ég hef reynda ekki reiknað neitt, en segi enn og aftur að ef allar þær forsendur sem TÞH er með í sínum útskýringum eru réttar, þá er rétt að skoða málið. Ef forsendurnar standast ekki í raun og veru þá er málið dautt. Hef fengið útskýringar í löngu málu sem snúast aðallega um tilfinningar, en ekki bláköld rök svo ég er enn skotin í hugmyndinni.
16.3.2009 | 20:44
Niðurfelling 20% skulda er allrar skoðunar verð
Var að hlusta á Tryggva Þór Herbertsson í Kastljósinu og þar fannst mér hann færa góð og skiljanleg rök fyrir 20% niðurfellingu skulda. Hann útskýrði þar á mög einfaldan og skýrann hátt hvernig þessi niðurfelling er framkvæmd.
Mér finnst reyndar með ólíkindum að flokkssystir mín Sigríður Ingadóttir sem var með Tryggva í þættinum skyldi ekki taka meira undir með honum þar sem þarna virðist vera á ferðinni leið sem er vel fær, virðist geta fækkað til muna þeim sem fara í þrot og þar með þeim sem þurfa sér meðferð.
Marinó G Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna hefur á bloggi sínu fjallað um þessa leið, ásamt fleiru sem varðar þessi mál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
16.3.2009 | 17:49
Kostnaður við Stjórnlagaþing
Ég mundi ekki hafa áhyggjur af reikningskúnstum Íhaldsins varðandi stjórnlagaþingið. Auðvitað er það ekki ókeypis frekar en annað, en til að rétta af lýðræðiskúrsinn á Íslandi er ekki hjá því komist að fara í þetta verk. Ráðherraræðið er svo gríðarlegt að það er bara með ólíkindum. Hugsa sér að einn maður hafi vald til að ákvarða fiskveiðiheimildir fyrir heilt ár. Sú ákvörðun fer ekki til umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi áður en veiðiheimildir eru gefnar út hverju sinni. Að slíkt vald sé falið einum manni er með ólíkindum. Hann talar um ráðleggingar vísindamanna og mikilvægi þess að vernda fiskistofnana og allt það. Alþingi tekur ekki þessa ákvörðun, heldur ráðherra og hann hefur til þess fulla heimild. Svona er lýðræðið á Íslandi í dag.
15.3.2009 | 22:19
Ráðherravald við kvótaúthlutun
Meira um völd ráðherra. Sjávarútvegsráðherra hefur svo mikil völd að ég veit bara ekki hvort við gerum okkur grein fyrir því hve víðtæk þau eru, eða öllu heldur hvaða afleiðingar ákvarðanir hans hafa. Hverja eru forsendur ákvarðana hans í raun og veru.
Hann vísar í Hafrannsóknarstofnun og segist taka sínar ákvarðanir á faglegum forsendum. En hvað með hagsmuni stórútvegsmanna, er það kannski lánsfjárþörf þeirra eða þörf þeirra fyrir að geta selt veiðiheimildir á enn hærra verði.
Hverjar voru raunverulegar ástæður fyrir niðurskurði aflaheimilda seinast. Verndun þorsk eða þörf á að hækka kvótaverð. Og fóru svo bankamenn um landið og buðu kvótalausum útgerðum öflugra hraðfiskibáta að taka himinhá lán til kvótakaupa. Þetta eru vandaveltur og spurningar, en ekki fullyrðingar um neitt
Endurskoðun stjórnarskrá er nauðsyn og áskorunin er hér www.nyttlydveldi.is
Um bloggið
99 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 110755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar