Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.3.2009 | 00:20
Tímamót í sögu þjóðar
Þessi helgi sem nú er að líða er að eiga sér stað stór tímamót í sögu þjóðarinnar. Jafnaðarmenn eru að taka forystuna í stjórnmálunum og hinn pólitíski hægri vængur er með stýfðar fjaðrir og búinn að missa flugið. Ný forysta jafnaðarmanna er skipuð tveim af sterkustu persónum þeirrar hugsjónar, þar sem saman fara eitilhörð kona með stálvilja, mikla hugsjón og gríðarlega reynslu. Henni til fulltingis er víðsýnn og velmenntaður karlmaður, með gríðarlega leiðtogahæfileika, mikla samskiptahæfileika og feikisterka og réttláta jafnaðarhugsjón.
Markmið Samfylkingarinnar eru að byggja hér upp réttlátt jafnaðarsamfélag sem tekur mið af Evrópska módelinu með sérstaka áherslu á Norðurlöndin. Að ganga til liðs við bandalag fullvalda þjóða í Evrópu og rétta þannig hlut lands og þjóðar eftir frjálshyggjubrölt liðina áratuga þar sem einkavinavæðing, flokksræði og misrétti hafa ráðið för. Ég horfi nú með bros á vör til bjartari tíma og bættra lífskjara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2009 | 01:25
Andstæðingar ESB blogga sigri hrósandi
Það fólk sem nú telur sjálfu sér trú um að ályktun Sjálfstæðisflokksins un Evrópumálin sé sterkt og gott plagg, eru að mínu mati að fagna of snemma. Athygli vekur að báðir formannsframbjóðendur tala nú eins og þeir séu andsnúnir umsókn og það er mikið gleðiefni einhverra.
Landsfundarfulltrúar eru örugglega margir í eldri kantinum og til að ná hylli þeirra í formannskjöri er betra að tala "rétt" Yngri hópurinn veit vonandi betur og tekur hlutunum eins og þeir koma fyrir hverju sinni. Svo má ekki gleyma LÍÚ elítunni sem ræður miklu og það er betra fyrir formannsefnin að hafa þá með sér, en á móti.
Umsókn um aðild að ESB verður lögð inn og formlegar viðræður hafnar innan tíðar. Það er ekki hægt að fresta því lengur, slíkt væri eins og að reyna að fá straumþunga á til að renna upp í móti. ESB er framtíð okkar íslendinga hvað sem afturhaldssinnar segja. Rökin í máli þeirra eru álíka haldgóð og í mótmælum bænda gegn símanum 1906.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2009 | 22:24
Hin græna stóriðja - kanabis
Lögreglu menn landsins sitja ekki með hendur í skauti þessa dagana. Hver græna stóriðjan af annarri er upprætt og ekki virðist enn vera lát á. Þar sem ég er sem betur fer ekki vel að mér um markað fyrir það eitur sem úr þessi fæst, geri ég mér ekki grein fyrir því hvort öll þessi grasiðjuver hefðu skilað "arði" eður ei.
Ég hugsa þó til þess með hryllingi hvað mörg mannslíf hefði verið hægt að eyðileggja með afurðum þeirra plantan sem þarna lentu í höndum lögreglunnar. Ég á sex barnabörn, þar af fjögur sem eru að komast á táningsaldir innan tíðar. Þetta eru mínir dýrmætu eðalsteinar og ég má bara ekki til þess hugsa að þeim verði fórnað á þetta eituraltari. Lögreglan á allan heiður skilið og vinnur frábært starf.
27.3.2009 | 11:42
DA samtökin
Tólf spora kerfið sem upphaflega varð til hjá AA samtökunum, eftir því sem ég best veit, er frábært sjálfshjálparkerfi og hefur verið nýtt til að ná tökum á margskonar fíkn. Það eru góðar fréttir að nú skuli boðið upp á úrræði byggt á sporunum til að ráða við fíkn á borð við skuldir. Ráðlegg öllum þeim sem telja sig eiga erindi í hópinn, að skoða málið. Þarna eru leiðbeiningar til að hjálpa sér sjálfum og ein af grundvallarreglum allra samtaka sem byggja á tólf spora kerfi er, algjör trúnaður.
![]() |
Gegn skuldasöfnunaráráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 23:52
Tími umskipta er núna !
Nú er tími uppgjöra í stóru og smáu, tími rannsókna á því hvað fór úrskeiðis og hverjir brutu af sér. En það eru líka tími umskipta og stefnubreytingar svo uppbyggingin verði vönduð og framkvæmd af sanngirni, réttlæti og framsýni. Grunninn verðum við að treysta og velja svo vel efnið í húsið, fjöl fyrir fjöl svo allt falli vel og verði traust.
Það er afar ósennilegt eftir frjálshyggjuklúður og brask liðinna ára, að þjóðin velji sér áfram fulltrúa þeirrar stefnu til að fara með völdin í landinu. Að þjóðin velji ofurlauna og ójafnaðar fulltrúa með hugarfar frumskógarins í smá letri sinnar stefnu.
Það hljóta að verða jafnaðarmenn sem veljast til ábyrgðar, til að leggja línur framtíðar, til að rannsaka, endurskoða, byggja upp og rétta hlut hinna ofurseldu og skuldsettu.
26.3.2009 | 23:31
ESB og fullveldi
ESB er bandalag fullvalda ríkja. Ísland er ekki fullvalda ríki nú um þessar mundir. Við erum frekar langt frá því að hafa fullt vald yfir okkar fjármálum, yfir okkar gjaldeyrisviðskiptum, yfir okkar hagkefi o. s. frv. Fullveldi okkar og sjálfstæði mundi aukast til muna við inngöngu í ESB.
Félagslegur jöfnuður mun aukast, réttarstaða launafólks styrkjast enn frekar, möguleikar til atvinnu uppbyggingar um land allt munu eflast til muna með því að Ísland mun njóta sérstakra styrkja sem veittir eru á harðbýl svæði norðan 62. breiddargráðu.
Fullveldi og sjálfstæði er ekki fólgið í einangrun lands og þjóðar, heldur í samstarfi við aðrar fullvalda og sjálfstæðar þjóðir sem styrkja hver aðra, veita hver annarri aukið frelsi og friðvænlegri framtíð. Með auknum stöðugleika mun öll áætlanagerð heimila og fyrirtækja loks verða marktæk, lífskjör munu batna og jöfnuður aukast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2009 kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 23:20
Landsfundur framundan
Landsfundur Samfylkingarinnar framundan, mikilvægir dagar fyrir þjóðina. Það fólk sem kemur saman og ræðir um framtíð okkar allra, ber mikla ábyrgð. Mér finnst frábært að geta tekið þátt í starfi jafnaðarmanna á Íslandi og að fá tækifæri til leggja mitt mörkum til að móta framtíð afkomendanna.
24.3.2009 | 18:25
Fyrirtæki sem ekki fresta launahækkunum
Vilhjálmur Egilsson talar um að verið sé að grafa undan samkomulaginu um frestun launahækkana. Það er ætíð svo að kjarasamningar segja til um að ekki megi greiða lægri laun en það sem um er samið. Fyrirtækjum er frjálst að gera betur og það er vissulega gott að einhver fyrirtæki séu í þeirri stöðu að frestun er óþörf. Þrýstinginn skapaði fyrirtækið HB Grandi sjálft með því að ákveða um arðgreiðslur.
![]() |
Samningur SA og ASÍ í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 15:01
Afnám uppáskrifta lána hjá Nýja Kaupþingi.
Verið er að stíga stórt skref inn í nútíma viðskiptahætti með afnámi sjálfsskuldaábyrgða og fasteignaveða þriðja aðila vegna lána til einstaklinga. Greiðslugeta viðkomandi lántakanda er metin og lán veitt í samræmi við það. Þessi breyting á örugglega eftir að þrengja verulega lánamöguleika einstaklinga, en á móti eru þá líkur á að vanskil minnki. Það sem gerir málið erfitt er að stöðugleiki er ekki fyrir hendi í fjármálum og því erfitt að reikna greiðslugetu lántakenda til lengri tíma.
![]() |
Afnema ábyrgð þriðja aðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.3.2009 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2009 | 18:19
BYGGÐASTEFNA - HARÐBÝL SVÆÐI.
Þetta orð BYGGÐASTEFNA heyrist ekki mikið þessa dagana, en byggðastefna íslenskra stjórnvalda hefur verið nokkur skrykkjótt í gegnum árin. Þá er rétt að huga að byggðastefnu ESB sem okkur getur staðið til boða
Ísland er allt fyrir norðan 62. breiddargráðu og sem ESB kallar HARÐBÝLT SVÆÐI. Almenna byggðastefna ESB er að byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi í dreifbýli. Svo sérstakur stuðningur við HARÐBÝL SVÆÐI.
Með fjölbreyttri atvinnustarfsemi er átt við landbúnað annað sem íbúar hafa hug á að stunda.
Það er mín skoðun að byggðastefna ESB muni styrkja mjög búsetu um allt landið og jafna verulega þann mikla aðstöðumun sem nú er
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
99 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 110755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar