Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru ?

Hegðun Sjálfstæðismanna á Alþingi Íslendinga er með slíkum eindæmum að að fólki blöskrar. Þeir eru með málþóf út í eitt og segja svo um leið að ekki sé hægt að ræða vanda heimila og fyrirtækja, vegna aðgerðarleysi stjórnarinnar. Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru.

Ég mundi segja hagmunagæslu - veruleikafyrt - trúfélag. Svo eru þeir skelfingu lostnir, sjá að spilaborgin þeirra skelfur og skjögrar og gera BÓKSTAFLEGA ALLT til að hún hangi uppi. Hafa sennilega haldið í vetur að með því að þegja um vandann og bíða aðeins, mundi hann  líða hjá eins og vond kveisa. Svo væri bara hægt að halda leiknum áfram.

Málið er bara ekki svona einfalt og nú er búið að mennta þjóðina svo vel að hún getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Nú er ekki hægt að segja fólki hvað sem er eins og hefur verið gert um áraraðir. Blaðran er sprungin.


Frumvarp um Stjórnlagaþingið mjakast áfram

Mikið er ég glöð yfir að önnur umræða um frumvarp ríkistjórnarinnar um Stjórnlagaþingið sé hafin. Það eru mikil og góð tíðindi að nú eigi að efna  til Stjórnlagaþings til að endurskoða og eða semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Það eru stór tímamót í sögu okkar að þetta mikilvæga mál sé komið í farveg. Mér að meinalausu mega sjálfsstæðismenn tala lengi um málið, ég þarf ekki að hlusta og ég hygg að þingsalur verði nokkuð fámennur undir öllum langlokunum. 

Mikilvægast er að málið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok. Þá er mikill sigur unnin yfir valdablokkum, hagsmunaklíkum og gamaldags ráðherraræði. Ég mun fagna vel og innilega þegar þetta mál er í höfn. Góðir hlutir gerast hægt.


mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatton-Rockall svæðið

Á áttunda áratugnum var Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður Sjálfstæðismanna og hefja baráttu okkar Íslendinga fyrir hafrétti á Hatton-Rockall svæðinu. Mörgum fannst þetta örugglega langsótt og fjarlægt. Nær væri að hugsa um eitthvað hér á Norðurlandi vestra, en fjallahrygg neðansjávar í órafjarlægð.

Það er reyndar löngu ljóst að Eykon var að vinna til framtíðar og enn er málið í vinnslu. Hver væri staðan okkar núna gagnvart svæðinu, ef ekki hefði verið byrjað svona snemma. Mig skortir kunnáttu til að svara því, en finnst ærin ástæða til að minna á þessa framsýni Eykons. Hann hélt helta tölu um málið til að útskýra þetta fyrir ungri konu á Hvammstanga, sem hafði jú meiri áhuga fyrir ýmsu öðru. Hann náði þó að vekja eitthvað og æ síðan hef ég spert eyrun þegar svæðið er nefnt.


Hagsmunasamtök heimilanna hafa áhrif.

Þvílík snilldar hugmynd að stofna Hagsmunasamtök heimilanna og enn meiri snilld hvað forsvarsmenn þeirra hafa verið málefnalegir frá upphafi. Mesta snilldin er þó að mínu dómi fólgin í því að forysta samtakanna skuli EKKI hafa fallið í þá gryfju að bjóða fram til Alþingis.

Þarna eru á ferðinni þverpólitísk samtök sem hafa það stóra og göfuga markmið að gæta hagsmuna heimilanna í landinu. Þau eru líka farin að hafa veruleg áhrif og ég veit fyrir víst nefndir Alþingis voru farnar á leita álits hjá samtökunum í janúar. Skráið ykkur í þessi samtök, þau eru fyrir okkur öll www.heimilin.is

 


Rannsóknarblaðamennska á hægri væng.

Blaðamenn hægri elitunar eru teknir til við að "fletta ofan af" misheppnuðum stjórnmálamönnum á miðjunni og vinstri vængnum. Silkihanskarnir hafa verið teknir af og hnúajárnin sett upp í staðinn, sannleikanum hent út í hafsauga. Hver hefur eitthvað með hann að gera eins og staðan er í dag. Þá eru tekin fram hin breiðu spjótin og reynt að stinga, saka um eitthvað sem er kunnulegt í eigin ranni. Varhugaverð persóna, nóg af þeim hjá Íhaldinu. Ófagleg vinnubrögð, spilling, ósannsögli, að vera ekki starfi sínu vaxinn og klúðra málum, allt vel þekkt vinnubrögð í hægri kantinum. Margur heldur mig sig. Þjóðin er sem stendur að synda í mistakasúpu sjálfstæðismann og það er því mjög við hæfi að íhaldið líti vel eftir og gagnrýni af krafti þá sem eru að leita að handfestu í grautnum.


Hann ber mikla ábyrð

Hann var við stjórnvölinn í ríkisstjórn og utan ríkisstjórnar. Hann réði ferðinni og allt var gert eins og hann vildi. Hann lítillækkaði fólk og hæddi, angraði og mæddi eftir því sem honum datt í hug hverju sinni. Hann hefur kostað okkur ómælda fjármuni og gerir enn. Hver þorði að andmæla og segja eins og var. Ef einhver gerið svo var honum eða henni refsað með stæl.

Og enn er klappað fyrir honum. Hann vekur aðdáun og fólk hyllir hann. Bráðum fara treflarnir fyrir augunum að gisna og grímurnar að falla. Við munum hreinsa til og auka lýðræðið, ganga til liðs við meiri jöfnuð með inngöngu í ESB. Við munum skapa nýtt samfélag þar sem jafnaðarstefnan varðar veginn. Þannig munum við bæta fyrir þann skaða sem unninn hefur verið, græða sárin sem hafa opnast, byggja upp það sem hefur hrunið og horfa fram á veginn.


Hvers vegna er Íhaldið á móti Stjórnlagaþingi ?

Er krafan um Stjórnlagaþingið komin frá vinstri mönnum. Er það hin sanna lýðræðisást sem er megin ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn gera allt sem þeir geta til að hindra framgang málsins á Alþingi.

Krafan um að efnt verði til Stjórnlagaþings er svo sannarlega þverpólitísk og algjörlega hafinn yfir allt þras og mas um dót og drasl - hægri og vinstri.

Þarna er á ferðinni eitt brýnasta málið sem fjallað er um í dag. Það að Sjálfstæðismenn skuli þvælast svo fyrir hefur ekkert að gera með hægri stöðu þeirra í stjórnmálum.

Nei þar er um hreina HAGSMUNAGÆSLU að ræða, hagsmunagæslu fyrir flokkseigendur, ættir, kvótaeigendur og aðra sem komið hafa sér fyrir í kerfinu, hvort  sem um er að ræða atvinnuvegina eða ríkisjötuna.


Evrópusinnar að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Las um það hér á netinu að úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum hefði fjölgað nokkuð eftir Landsfund flokksins, vegna niðurstöðunar í Evrópumálunum 

Þessar fréttir koma mér ekki á óvart. Það hefði vakið mér meiri furðu ef hinn almenni flokksmaður hefði tekið ákvörðun landsfundar án viðbragða.

Almenningur á Íslandi er vel upplýstur um ástand mála og einnig um sitt nánasta umhverfi í Evrópu. Afkoman skiptir líka öllu og sá tími er liðinn að fólk sé tilbúið að fórna hverju sem er til að geta viðhaldið einhverjum gömlum klisjum.

Munurinn á okkur hér á Íslandi og almenningi í fátækari löndum er menntun, mikil og almenn þekking á málefnum umheimsins og meiri kjarkur til að hugsa og tjá sig.

Sá tími er einfaldlega liðinn að "leiðtogar" geti sagt fólki hvað sem er án gagnrýni. Þeir sem halda að hægt sé að leiða lýðinn áfram án athugasemda, eru ekki með á nótunum.


Viðræður um fækkun kjarnavopna

Gleðifrétti hér á ferð og það er ekki við öðru að búast að Obama en að hann framfylgi stefnu friðar og sátta. Eitt mikilvægasta verkefni samtímans er eyða tortryggni, skapa sátt milli þjóða og koma á mjög mikilli samvinnu á heimsvísu um okkar stærst viðfangsefni að lifa af.


mbl.is Viðræður um fækkun kjarnavopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaðurinn og ESB

Hér er vitnað í skýrslu sem unnin var af Evrópusetri Háskólans á Bifröst í apríl 2008 fyrir Neytendasamtökin og heitir Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?

Í  kafla um Landbúnaðar og byggðastefna ESB segir;

Þegar kemur að samningum um landbúnaðarmál á alþjóðavettvangi þar með talið á vettvangi ESB, hefur sú breyting orðið að nú er litið svo á að hlutverk landbúnaðarins sé mun víðfeðmara heldur en aðeins að framleiða matvöru. Landbúnaður snýst nú einnig um vernd menningarverðmæta, umhverfismál, dýravernd, byggðaþróun, heilbrigðismál og öryggismál í matvælaframleiðslu. Taka þarf tillit til allra þessara þátta þegar samið er um landbúnaðarmálefni á alþjóðavettvangi.

Þarna eru mun fleiri þættir taldir sem flokkast sem landbúnaður og er það vel.

Umræða um og andstaða við landbúnaðarstefnu ESB felst í að landbúnaður á Íslandi verði lagður í rúst. Þar er um að ræða miklar rangtúlkanir og vanþekkingu. Auðvitað verða einhverjar breytingar, ekki nokkur ástæða til að neita því. En hver segir að þær verði til hins verra þegar grannt er skoðað. Ég vil leyfa mér að fullyrða að breytingarnar verði til mikilla bóta fyrir allt atvinnulíf út um land. Vísa ég þar til túlkunar ESB um HARÐBÝL SVÆÐI, sjá hér úr kaflanum;

Landbúnaður og matvörumarkaður í Finnland, Svíþjóð og Noregi.

þar segir; Í aðildarsamningum Norðurlandanna; Svíþjóðar, Finnlands og Noregs (Norðmenn felldu síðar aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu) féllst Evrópusambandið á að skilgreina landbúnað norðan 62. breiddargráðu sem heimskautalandbúnað. Viðurkenningunni fylgdi heimild til stjórnvalda í þessum ríkjum að styrkja innlendan landbúnað norðan 62. breiddargráðu umfram það sem tíðkast á öðrum svæðum innan ESB.

Það skal tekið fram að Ísland er allt norðan 62. breiddargráðu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband