Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað kostar að halda ekki Stjórnlagaþing ??

Sjálfstæðismenn fara hamförum gegn frumvarpi um Stjórnlagaþing, sem formenn allra hinna flokkanna á Alþingi hafa lagt fram. Hugmyndaflugið og rökin eru reyndar fremur léttvæg, því afar erfitt getur reynst að finna eitthvað sem mælir gegn auknu lýðræði á Íslandi.

Nú hefir Birgir Ármannsson komið fram með það hugarfóstur sitt, að Stjórnlagaþingið verði svo kostnaðarsamt, geti kostað 1,5 miljarða. Hvaða upphæðir og útreikningar liggja þar til grundvallar, veit ég ekki.

Mig langar hins vegar til að spyrja hvað þetta talnaspaka fólk heldur að það muni kosta að ganga ekki í þetta mikla þarfa verk. Heldur þetta fólk virkilega að þjóðin sætti sig við áframhaldandi flokksræði og ráðherraofríki. Við stjórnarfar Danaveldis frá ofanverðri 19. öld með konungs - ofurvaldi sem nú er skipt milli ráðherra í ríkisstjórn Íslands eins og tertu í barnaafmæli.

Lesið ykkur til um Stjórnlagaþing á www.nyttlydveldi.is þar sem vönduð lögfræðileg rök fyrir nauðsyn þess eru lögð til grundvallar. Þar er líka hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að efna til Stjórnlagaþings.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign.

Þannig hljóðar fyrsta setning fyrstu greinar frumvarps til stjórnskipunarlaga sem komið er fram á Álþingi okkar íslendinga. Þarna er verið að gera tillögu um að festa í Stjórnarskrá að auðlindir okkar skuli vera þóðareign. Síðar í sömu grein frumvarpsins segir:

Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.


Kastljós kvöldsins 03.03.09.

Í Kastljós kvöldsins komu fram tveir ungir menn og sögðu frá svo frábæru starfi er hafið er til að móta framtíðarsýn fyrir samfélagið okkar. Ég sat algjörlega heilluð meðan þeir lýstu á sinn hógværa hátt hvaða frábæru möguleikar væru í stöðunni. Að móta nýja og nútímalega samfélagsgerð. Ég óska því fólki sem að þessu stendur innilega til hamingju og alls hins besta.


Hvernig ríkisstjórn eftir kosningar !!

Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa undanfarin ár gengið til kosninga með opinn faðminn gagnvart samstarfi við aðra í myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Nú tel ég að kjósendur vilji geta valið sér stjórnarmynstur í kjörklefanum. Eins og allir vita er val á þingmönnum afar takmarkað í kjörklefanum eins og kosningareglur eru nú. Ég tel raunar að það sé ekki trúverðugt að breyta þeim reglum korteri fyrir kosningar og muni í raun litlu skila, nema ef til vill því að tefja skipan Stjórnlagaþings.

Ég tel afar brýnt að núverandi stjórnar flokkar gefi út skírar línur hvað þetta varðar og það mætti Framsókn gera líka, ef flokkurinn vill láta taka mark á sér. Núverandi stjórnarflokkar geta hugsanlega náð meirihluta, ef eindregin yfirlýsing um áframhaldandi samvinnu liggur fyrir. Til að Samfylkingin sé trúverðug þá er brýn nauðsyn að útiloka stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokk eftir kosningar.

Til að við fáum að kjósa á mun lýðræðislegri hátt til Alþingis í framtíðinni er nauðsynlegt að skora á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna.

Burt með gamaldags flokkaveldi.Nýtt lýðveldi  -  skrifa undir áskorun  HÉR

 


Hvernig framtíð viljum við ??

Við þurfum ný gildi og nýtt samfélagsform. Samfélag sem byggir á virku lýðræði, virkum jöfnuði og virkum mannréttindum. Ég segi virku og meina það.

Ég vil að lýðræðið virki þannig að ákvarðanir séu teknar af fólkinu í landinu á sem breiðustum grundvelli hverju sinni og einræðisvald ákveðinna embætta eins og ráðherra í ríkisstjórn, heyri sögunni til.

Ég vil að þegnarnir geti verið öruggir um sína afkomu á hverju sem gengur í þeirra lífi. Geti gengið að einföldu félagslegu kerfi ef atvinnumissir, veikindi eða önnur áföll verða, en þurfi ekki að klofa yfir misstórar gaddvírsflækjur til að leita réttar síns eins og nú er.

Ég vil að mannréttindi séu virt á þessu landi, fyrir þegna þessa lands og þegna annarra landa sem óska eftir búsetu hér. Þá er ég að tala um einfaldar og skýrar reglur, en ekki þann flókabendil sem nú er í gildi og fólk af öðrum þjóðernum hefur liðið mjög fyrir.

Grunnurinn er það sem byrja skal á þegar byggt er nýtt samfélag.

Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna.

Burt með gamaldags flokkaveldi.

Nýtt lýðveldi  -  skrifa undir áskorun  HÉR

 


Endurskoðun stjórnarskrár - höldum vöku okkar !!

Kosningabarátta - Seðlabanki - þingstörf - landsfundir. Atburðarásin er hröð og margt að gerast á sama tíma sem er einstakt í sögu þjóðarinnar. Okkur hættir til að gleyma einu í og öðru í erli daganna.

Eitt er það sem alls ekki má fall í skuggann og þar er krafan um að efna til Stjórnlagaþings og endurskoða Stjórnarskrána.

Ég sá í Bakþönkum Fréttablaðsins að Davíð og Halldór hefðu gefið stjórnarskránni langt nef með ákvörðun um stuðning við Íraksstríðið. Ráðherravald á Íslandi í dag samsvarar valdi Danakonungs á 19. öld, samkvæmt stjórnarskránni segir Eiríkur Tómasson lögfræðiprófessor. Því miður - þeirra er valdið.

Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt með gamaldags flokkaveldi.

Nýtt lýðveldi  -  skrifa undir áskorun  HÉR

 


Kristinn H - framboðsfréttir - sagan rakin

Kristinn H er mikill og fjölhæfur stjórnmálamaður sem á fá sína líka. Hann er heldur ekki að tvínóna við hlutina. Gekk úr Frjálslynda flokknum snemma í vikunni (ekki nógu frjáls þar). Á fimmtudag er hann orðaður við póstmanninn Bjarna Harðarson, hér en vildi ekki staðfesta (enn spurning um frelsi). Undir kvöldmat sama dag - komin á biðilsbuxur til Samfylkingar. Undir miðtætti er því tilhugalífi (með Össuri) lokið hérna  Eftir nótt sem ekki verður rakin er hann genginn í Framsóknarflokkinn og er þar enn þegar síðast var vitað. Nú syngur hann væntanlega "ég er frjáls"


Ingibjörg áfram við stjórnvölin - Jóhanna forsætisráðherraefni !

Fagna mjög ákvörðun Ingibjargar og Jóhönnu, hún er rökrétt og skynsamleg eins og þeirra var von og vísa. 

Ingibjörg er í veikindafríi og mun ná sér að fullu. Stjórnmálamaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er öflug og mikill leiðtogi. Hún gerði að vísu þau mistök að halda stjórnarsamstarfinu of lengi áfram með Íhaldinu í vetur, en slíkt verður ekki endurtekið.

Framundan er gríðarleg vinna við uppbyggingu og endurskipulagningu.


Áfangi á leiðinni - mikil verk að vinna.

Loks hefur verið skipt út í Seðlabankanum og þar með orðið við kröfum  mikils meiri hluta þjóðarinnar og aðila hjá Alþjóðasamfélaginu. Verkefnin ærin að byggja á rústum og byrjum á grunninum.

Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt með gamaldags flokkaveldi.

Nýtt lýðveldi  -  skrifa undir áskorun  HÉR

 

Meðan verið er að raða steinunum í grunninn, vinna aðrir að gerð hluta af byggingunni, hver á sínu svið. Við skulum skipa okkur til verka þar sem við kunnum best og bretta upp ermar.

 

Við viljum ríkisstjórn lýðræðis, félagshyggju og jöfnuðar  eftir kosningar.

 


Þinn tími er núna Jóhanna

Til hamingju við öll með að Seðlabankafrumvarpið er komið úr Viðskiptanefnd. Ég vissi að þér tækist þetta og að okkur tækist þetta.Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

98 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband