Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hagsmunasamtök heimilanna - Sláum skjaldborg um heimilin okkar.

Var að lesa frábæra ræðu Marinós L Njálssonar stjórnarmanns í Hagsmunasamtökum heimilanna, sem hann flutti á Austurvelli í dag. Ræðuna má lesa hér  Hvet alla að lesa fleiri færslur Marinós um peningamálin í landinu og leiðir til að koma almenningu - okkur til hjálpar. Hann hvetur okkur öll til að ganga til liðs við Hagsmunasamtökin og tek ég heils hugar undir þá hvatningu.

Göngum til liðs við Hagsmunasamtök heimilanna – Skráning hér


Tónlistarhúsið - verkinu framhaldið!

Ég fagna því að vinnu við byggingu Tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn skuli fram haldið. Þar er verið að setja umtalsverða fjármuni í uppbyggingu, sem ella hefði farið í að greiða atvinnuleysisbætur til hundraða einstaklinga. Auðvitað verður að koma til meira fjármagn, en á það ber að líta að Tónlistarhúsið er stærsta einstaka framkvæmdin sem stendur, sem við getum kallað uppbyggingu á Menningartengdri Ferðaþjónustu.

Tónlist er stór partur af okkar menningu og þarna er verið að gera þeim parti mjög hátt undir höfði, sem er afar verðugt. Þeir sem koma hingað til að sækja viðburði í Tónlistarhúsinu, munu skila umtalsverðum gjaldeyri inn í hagkerfið okkar. Við skulum bera höfuðið hátt og nýta okkar menningu til að laða að okkur ferðamenn. Ferðaþjónustan er okkar vaxtabroddur, við skulum nýta hann á vandaðan hátt.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 


Nýtt lýðveldi

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 


Stjórnlagaþing - Nú er tími aðgerða

 Ástæða er til að óttast að bakslag sé komið í áform stjórnarflokkanna um að efna til Stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá og kosningareglur

Verði ekki boðar til Stjórnlagaþings nú eru líkur á að tækifærið glatist og komi ekki aftur fyrr en manngerðar hamfarir dynja á ný yfir þjóðina. Umdiskriftir verða afhentar fulltrúum stjórnvalda í byrjun mars n.k. Þá hefur Alþingi enn tíma til að samþykkja frumvarp um Stjórnlagaþing.Við höfum þann tíma til að tryggja að Stjórnlagaþing verði að veruleika.


Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.


STJÓRNLAGAÞING - ÞAÐ HEFUR ENGINN EINKARÉTT Á ÞVÍ.

Margir vildu Lilju kveðið hafa. Það má ekki gerast að þetta þjóðþrifamál, að efna hér til Stjórnlagaþings,  sé tafið.  Það lýsir ákveðnum barnaskap sem stjórnmálamenn gera sig því miður oft seka um, að þeir þrír flokkar sem nú eru við völd, skuli ekki geta lagt fram eitt frumvarp um málið. 

ÞAРHEFUR ENGINN EINKARÉTT Á ÞESSU MÁLI.

ÞETTA ER BARÁTTUMÁL OKKAR ALLRA SEM VIÐ SKULUM SAMEINAST UM.

 


Raunverulega skuldastaða eða KREPPUKLÁM

Miklar tröllasögur hafa gengið um netið og meðal fólks um GRÍÐARLEGA MIKLAR SKULDIR þjóðarinnar og þann ógnar skuldaklafa sem á okkur hvílir.

Hlustaði með mikilli athygli á Tryggva Þór Herbertsson í Kastljósinu í kvöld. Hann fór vel yfir málið og niðurstaðan er sú að nettó skuldir vegna kreppunnar eru tæpir 466 milljarðar íslenskrar króna miðað við að bandaríkjadollar sé verðlagður á 127 krónur.

Þetta nemur 33% af vergri þjóðarframleiðslu. Tryggvi Þór var spurður útí þær gríðarlegu tölur sem væru í umræðunni. Hann kallar þetta KREPPUKLÁM og segir að það virðist keppikefli að segja sem allra mestar ýkjusögur um ástandið.


Endurskoðun stjórnarskrár - tökum öll höndum saman!!

Mikil umræða er nú um stundir um nauðsyn þess að endurskoða Stjórnarskrá og kosningareglur. Þar hafa ýmsir aðilar úttalað sig og í grunninn er þeirra málflutningur samhljóða. Aðferðirnar til að ná þessu fram eru aðeins mismunandi og helgast af því að annarsvegar eru þetta stjórnmálaflokkar sem hafa aðganga að Alþingi og geta lagt þar fram frumvarp til laga.

Svo eru áhugahópar um málið sem vinna í grasrótunni. Lýðveldisbyltingin sendi nú fyrir eða um helgina, spurningalista til starfandi stjórnmálaflokka. Þar hefur verið unnin mikil málefna vinna og rætt um að bjóða fram til Alþingis. Mun það ráðast endanlega af þeim svörum sem fást frá flokkunum.

Hópur sem kallar sig Nýtt lýðveldi vinnur einnig að málinu. Sett var upp heimasíðan www.nyttlydveldi.is sem opnuð var 22. jan. s. l. Þar geta kjósendur skrifað undir áskorun til stjórnvalda að hrinda málinu í framkvæmd. Sá hópur áformar ekki framboð til Alþingis.

Við sem stöndum að undarskriftasöfnuninni skorum á alla sem eru sammála okkur um þetta mál að skrifa undir. Það skal tekið fram að hver og einn getur valið hvort nafn birtist á síðunni. Það koma að sjálfsögðu öll nöfn fram á endanlegum listum sem afhentir verða stjórnvöldum.

Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.


Nýtt lýðveldi - Eiríkur Tómasson prófessor í stjórnskipunarrétti !!

Nýtt efni er nú komið á vefsíðuna www.nyttlydveldi.is . Þar skrifar Eiríkur Tómasson prófessor í stjóraskipunarrétti ítarlega grein um nauðsyn þess að við endurskoðum grunnreglur í okkar stjórnskipan. Grein Eiríks hefst á þessum orðum.

"Franski stjórnspekingurinn Montesquieu benti á þá sögulegu staðreynd í riti sínu, Andi laganna, sem út kom árið 1748, að þeim, sem færu með opinbert vald, hætti til að misnota það. Til þess að ekki færi illa yrði af þeirri ástæðu að dreifa ríkisvaldinu milli ólíkra valdhafa sem ættu með því að hafa hemil hver á öðrum."

Eiríkur er einn okkar færast sérfræðingur á þessu sviði svo það er vel þess virði að lesa orð hans og taka þau til vandlegrar íhugunar.

Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

 

 


Nýtt lýðveldi - undirskriftasöfnun

Kynning á vefsíðu www.nyttlydveldi.is með áskorun til undirskrifta, sem opnuð var 22.01.09.

Í þessu bréfi eru talin nokkur atriði sem geta hvert um sig, verið góður útgangspuntur til að skrifa um á netinu eða í blaðagreinum. Sett fram til kynningar og til að auðvelda umfjöllum um málið. Hvað er Stjórnlagaþing?
  • Borgarar koma saman og setja grundvallar reglur fyrir land/ríki – stjórnarskrá.
  • Hefð fyrir slíku frá 18. og 19. öld þegar lýðræði var að þróast.
Hvað er helst að hjá okkur?
  • Stjórnkerfið hefur brugðist
  • Eftirlit slakt
  • Almenning skortir samband við stjórnvöld og möguleika til áhrifa við ákvarðanatöku
  • Ákvæði núgildandi stjórnarskrár um aðskilnað framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds eru ekki virt sem skyldi
  • Löggjafinn er lítils megandi andspænis framkvæmdavaldinu
  • Lítið samráð/samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi
  • Stjórnarskrárbreytingar hafa ávalt fallið i skugga almennra kosninga
  • Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til og alltaf mistekist.
  • Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
Atriði í Stjórnarskrá þarf að skerpa og auka þannig lýðræðið:
  • Fullan aðskilnað milli framkvæmdavalds, löggjafavalds og dómsvalds
  • Skýrari valdsmörk forseta
  • Efla samráð og samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi
  • Rýmka þarf ákvæði um að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • Ákvæði um utanríkismál mjög gamalt og þarf að laga að nútímanum
  • Alþingi skorti áhrif á ákvarðanir ráðherra, samanber stuðning við Íraksstríðið.
  • Ekki er ákvæði um framsal valds til ríkjasambanda (ESB)
  • Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðens getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkum sem þar eiga fulltrúa
 Krafan er núna um beint lýðræði
  • Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar
  • Stjórnarskráin er 135 ára að stofni til um þessar mundir
  • Í 105 ár, frá Heimastjórn 1904, hefur stjórnskipulag lítið breyst með nánum tengslum þings og ráðherra/ríkisstjórnar.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Æskilegt að kjósa til Stjórnlagaþings samhliða Alþingiskosningum nú í vor!

Æskilegt að kjósa til Stjórnlagaþings samhliða Alþingiskosningum nú í vor! Þetta sagði Eiríkur Tómasson í fréttum Úrvarps í kvöld. Ég er algjörlega sammála lagaprófessornum í þessu máli. Það er ekki eftir neinu að bíða. Verið er að vinna í undirbúningi málsins og með því að kjósa til Stjórnlagaþingsins samhliða Alþingiskosningum, spara það peninga sem ekki er of mikið til af um þessar mundir. Við erum að hefja endurreisn samfélagsins og endurskoðun stjórnarskrár og kosningaregna er mikilvægur þáttur þeirrar vinnu.

Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

98 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband