Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.2.2009 | 00:51
Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi.
Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi.
Svona byrjar frábær grein Njarðar P Njarðvík sem birtist í Fréttablaðinu snemma í janúar. Hann kom svo í Silfri Egils og lýsti hugmyndum sínum. Þær hrífa landsmenn, hann segir að það sem okkur vantaði mest sé nýtt lýðveldi. Semja nýjar grunnreglur fyrir stjórnskipan Íslands.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
13.2.2009 | 13:43
Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Við íslendingar viljum aukið lýðræði eða öllu heldur við viljum skapa virkt og gegnsætt lýðræðisríki á Íslandi. Nú er tækifærið og við skulum endilega nýta það. Mikil umræða er um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Fram er komið frumvarp um málið. Þá koma efasemdaraddir, þetta er of dýrt. Það kerfi sem nú er, hefur kostað okkur ómælt fjármagn, landið er í skuldafeni. Er of dýrt að gera úrbætur. Þetta er álíka og að tíma ekki að setja gips á brotinn fót, en nota bara kústskaft og snæri.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 22:12
Hvað er Stjórnlagaþing ??
"Borgarar koma saman og setja Stjórnlög/skrá, grundvallar reglur fyrir land/ríki og hefð er fyrir slíku frá 18. og 19. öld þegar lýðræði var að þróast". Þannig svarði Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands spurningu fréttamanns hér að ofan í Kastljósi 5 febr. s.l. Björg vinnur nú að skoðun á því mögulegum breytingum á Stjórnarskrá á vegum ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt þeim frumvörpum til laga um stjórnlagaþing sem fram hafa komið, er ákvæði um að hvorki þingmenn og ráðherrar geta tekið sæti á þar. Þetta er talið nauðsynlegt til að stjórnmálaflokkar taki ekki Stjórnlagaþing yfir og þar verði fyrst og fremst hugað að hagsmunum flokka en ekki fólksins í landinu.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá Íslands. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
12.2.2009 | 17:08
Neikvætt fyrir Ísland að Davíð sitji áfram
Ekki er hann eftirsóttur listinn sem Davíð Oddsson er á hjá Time og félagskapurinn nokkuð vafasamur. Nú geta Sjálfstæðismenn talað um einelti á heimsvísu og þá er við fleiri að eiga en Jóhönnu og co. Og hvað er nú til ráða, senda Hannes Hólmstein af stað með patentskýringuna um dauðu peningana í sjónum, nei annars hún er bara svo hallærisleg.
![]() |
Davíð Oddsson á vafasömum lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 23:56
Endurskoðum Stjórnarskrá Íslands !!
Mikil umræða um aukið lýðræði hefur farið fram í samfélaginu undanfarnar vikur og það er vel. Við viljum að Stjórnaskráin okkar verði endurskoðuð. Hún er barn síns tíma og margt hefur breyst.
Þegar Ísland gerðist stuðningsaðili innrásarinnar í Írak, var sú ákvörðun tekin af tveim ráðherrum án aðkomu Utanríkismálanefndar og Alþingis. Það var deilt í vetur um yfirlýsingar stjórnvalda vegna átakanna á Gaza. Hvers vegna geta ráðherrar einir tekið svona ákvarðanir ???
Það vantar ákvæði í stjórnarskrána sem tryggir Alþingi aðkomu að slíkum ákvörðunum. Fylgjum eftir kröfunni um skipan Stjórnlagaþings og endurskoðun Stjórnarskrár Íslands. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
8.2.2009 | 17:56
Davíð segir ekki af sér.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2009 | 16:19
Vinnunefnd um stjórnarskrárbreytingar.
![]() |
Undirbúa stjórnlagafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 16:52
"Bessastaðabandalagið" og Seðlabankinn !!
Ingimundur Sigfússon sem beðist hefur lausnar í Seðlabankanum, er örugglega vænsti maður og óska ég honum alls hins besta. Það er nú svo að þegar grípa VERÐUR til slíkra aðgerða eins og núverandi stjórn er að gera, þá getur fólk eins og Ingimundur orðið fyrir barðinu á slíku.
Jóhanna er þegar komin á spjöld sögunnar fyrir skörulega framgöngu sem fyrstu kvenforsætisráðherra á Íslandi. Það var hátíðisdagur á mínu heimili og öruggleg mörgum öðrum, þann 1. febrúar sl þegar stjórnin tók við. Nú eru þáttaskil á Íslandi og nýtt lýðveldi að fæðast.
Það er auðvitað sárt fyrir Sjálfstæðismenn að nú verði farið að kroppa í valdahrauka þeirr út um allt samfélag. Það hefur ekki bara verið EINKAVINAVÆÐING í banka og fyrirtækjaeign, heldur í stjórnkerfi og stofnunum landsins þvers og kruss. Auðvitað eru SUMIR með próf upp á vasann en örugglaga ALLIR með gott flokksskýrteini.
Þar er bæði hæft og vanhæft fólk eins og gengur, en þægðin verður að vara til staðar og það skiptir öllu.
Munið www.nyttlydveldi.is
5.2.2009 | 22:37
Jökulhlaup hugans - Nýtt Lýðveldi
Næsta sunnudag eru 4 vikur frá því Njörður P Njarðvík kom í Silfri Egils og kynnti sínar hugmyndir um Nýtt lýðveldi á Íslandi. Þessi flekklausi prúði fræðimaður og mannvinur sagði í fáum orðum frá þeim leiðum sem hann telur bestar. Kjósa til Stjórnlagaþings sem endurskoði stjórnarskrá og kosningalög. Egill Helgason sagði fátt, en glampinn í augunum túlkaði vel hans viðhorf.
Seinna um daginn var bloggið orðið logandi, allir hrifust af hugmyndun Njarðar. Ellefu dögum síðar opnaði netsíða þar sem kjósendur geta skrifað undir áskorun til stjórnvalda að hrinda hugmyndum Njarðar í framkvæmd. Núna, 2 vikum seinna eru 6.855 nöfn komin undir þessa áskorun.
Verið er að undirbúa framboð (eftir því sem ég best veit) Lýðveldibyltingin kallast sá hópur.
Málið er komið í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, gera á ákveðnar breytingar fyrir kosningar og frumvarp væntanlegt um málið. Í Kastljósinu í kvöld fór Björg Thoroddsen lögfræðingur yfir málið, en hún er að vinna í því.
Þvílík undur og stórmerki eru að gerast á Íslandi núna. Það má í raun líkja áhuga og framkvæmdum við þetta mál, við hugarfarslegt jökulhlaup. Áhuginn, eldmóðurinn, orkan og bjartsýnin sem brýst nú fram er með slíkum ólíkindum að ég leyfi mér að kalla það KRAFTAVERK.
Kristinn Pétursson á Bakkafirði hefur gagnrýnt stjórnun fiskveiða og kvótaúthlutanir um árabil. Hann þekkir sjávarútveg og fiskvinnslu af eigin raun og hefur ritað fjöldann allan af greinum um þessi mál. Þar er fjallað um margra hliðar þessa málaflokks á málefnalegan og rökvissan hátt.
Ég "óttast" að Kristinn Pétursson viti MJÖG VEL hvað hann er að tala um. Hann hefur um árabil fylgst grannt með í sjávarútvegi og þekkir hann út og inn. Hann er bara að benda á hluti sem hafa fengið og fá enn mjög litla athygli hjá þeim hluta þjóðarinnar sem er að vinna við allt aðrar greinar. Sá hluti hefur því miður litið á gagnrýni á fiskveiðistjórnun og gjafakvótann, sem LANDSBYGGÐAVÆL sem allir væru orðnir dauðleiðir á.
Ég skora hér með á áhugamenn um efnahagslega hagsmuni þjóðarinnar að taka málefni sjávarútvegsins, fiskveiðistjórnunar, kvótaeigendur og kvótabrask - til rækilegrar skoðunar. Þar mun Kristinn Pétursson geta veitt margvíslegar athyglisverðar upplýsingar, ásamt mörgum öðrum.
Um bloggið
97 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar