Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bálreiðir Sjálfstæðismenn

Mér finnst Þorgerður Katrín vera magnaður stjórnmálamaður og skiptir þar engu hvað flokki hún tilheyrir. Hún missti sig bara svo rækilega í dag og var greinilega fjúkandi reið, fannst flokknum sínum misboðið. 

Sjálfstæðismenn eru ævareiðir og lái þeim hver sem vill. Þeir voru í ríkisstjórn með traustum meirihluta og gátu haft frumkvæði í að bregðast við vandanum. En, þeir nýttu ekki þetta tækifæri og nú eru þeir í stjórnarandstöðu, þeir sem eiga svooo mikil ítök í öllu kerfinu, hvað klikkaði æ æ.

Samfylkingin missti þolinmæðina og "sprakk í tætlur" - hafði skoðanir og vildi aðgerðir, var óþæg. Hvaða sjálfstæðismaður með  pott þétt ítök út um allt getur þolað svona lagað. Samúð mín er ekki föl til þeirra við þessar aðstæður. Þeir eiga þetta skilið og hana nú. 

Ég óska Geir Haarde góðs bata.

Munið www.nyttlydveldi.is


Hannes Hólmsteinn ásakar ríkisstjórn um valdarán í Wall Street Journal

Kafli úr grein Hannesar Hólmsteins.

Ég skrifaði grein í Wall Street Journal í dag um stjórnarskiptin á Íslandi. Þar benti ég á, að hin nýja stjórn er minnihlutastjórn, sem komst til valda í skjóli ofbeldis, eftir götuóeirðir. Þrátt fyrir svo hæpið umboð ætlar hún að ráðast á sjálfstæði Seðlabankans og reka Davíð Oddsson, sem ekkert hefur til saka unnið annað en vara nánast einn Íslendinga við hinum öra vexti bankana fyrir hrunið, jafnt opinberlega og í einkasamtölum. Fjármálaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum 1998, svo að Davíð varð að láta sér nægja viðvaranir, ekki athafnir.

Þarna kemur fram afar þröngt sjónarhorn manns sem við vitum að er mjög langt til hægri og það að auki góður vinur og mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar.

Það gerir ekki svo mikið til þó H.H. skrifi svona í blöð hér heima þar sem fólk þekkir hann. Það er hinsvegar graf alvarlegt að hann skuli leyfa sér að fara með svo grófar ásakanir og ósannar fullyrðingar í erlenda fjölmiðla. Þar þekkja ekki lesendur Hannes Hólmstein og geta þess vegna trúað þessu. Líklegt má telja að einhver góður penni með staðgóða þekkingu á málum hér, skrifi í blaðið og skýri málið.

Aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir eru margþættar og þetta er skipulagsbreyting sem núverandi stjórnarflokkar telja óhjákvæmilega og hefur ekkert með stjórnarmenn SI persónulega.

Þetta er álíka og þegar aldurhniginn sveitungi keyrir hér um svæðið eins og hann sé nær einn í heiminum. Nágrannarnir þekkja hann, en ókunnir ökumenn vit ekki um hættuna.

 


Upplýsingar til fólksins

Ánægjulegt að upplýsingagjöf frá ríkisstjórnar til almennings er opin og skýr. Haldið því endilega áfram með sama hætti.


mbl.is Áréttar að innistæður séu tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV - sjónvarp, brást áhorfendum á sunnudaginn

Ríkissjónvarpið hefur örugglega gengið fram af mjög mörgum með því að rjúfa útsendingu fundar þegar ný ríkistjórn var að kynna stefnumálin og ráðherralistann. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur margoft lagt áherslur á skyldur ríkisútvarpsins til að koma mikilvægum skilaboðum til þjóðarinnar. Þetta er auðvitað alveg rétt og RUV hefur þessar skyldur og þiggur til þess fé af fjárlögum.

Á sunnudaginn brást það þessum skyldum sínum gjörsamlega, því hvað er mikilvægara fyrir þjóðina en að heyra boðskap nýrrar ríkisstjórnar. Mér finnst ekki skipta máli hvorum væng stjórnmálanna ráðherra tilheyra.

Það skiptir ekki máli hvort þjóðin er á barmi gjaldþrots, stjórnarmyndunin er talinn heimsviðburður vegna jafnréttis, fyrsti kvenforsætisráðherra að taka við völdum eða að Heimastjórnin íslenska væri 105 ára.

Þó ekkert af þessum merkisatburðum hefðu ekki verið til staðar, hefði samt átt að senda fundinn allan út beint og láta íþróttaleikinn bíða. Það er í mínum huga kristaltært.

Minni á www.nyttlydveldi.is


Alla hugmyndir vel þegnar.

Það er með ólíkindum hvað fólk er upplekið ef því að gera aðra að andstæðingum sínum, eða að þeim sem haldið er með fram í rauðann dauðann.

Tillögur Dorrit forsetafrúar eru allrar skoðunar verðar. Hún er hugmyndarík og djörf og við verðum að nýta allar góðar hugmyndir. Fortíðin er liðin og henni verður ekki breytt, mér finnst kjánalegt að velta sér svo upp úr atvikum í fortíðinni að það trufli nútíðina. Hvað gerði þessi og hvað gerði hinn og hvað með það.

Ég er ekki hissa á að erlendir ferðamenn skuli vilja skoða hvernig við beislum orkuna okkar. Náttúrufegurð í nálægð þessara mannvirkja er líka mikil og þar eru örugglega miklar andstæður fyrir augu þeirra sem ekki hafa séð áður. Það fer líka allt eftir því hvernig leiðsögn er veitt á þessum svæðum.

Við búum í einstöku landi, með einstakri náttúrufegurð, með einstaka orkugjafa, sem við höfum virkjað með einstöku hugviti.

Minni á www.nyttlydveldi.is

 


Ný ríkisstjórn í morgunsárið

Vonir um velgengni miklar
Og velferð í kvennahöndum
Íhald á önglinum spriklar
Það eyngist í fortíðarböndum.

Merkisatburður - góður dagur.

Góður dagur er að kvöldi og miklir atburður átt sér stað í dag.

  • Heimastjórnin 105 ára.
  • Fyrsta íslenska konan orðin forsætisráðherra.
  • Þriðja ríkistjórn í heiminum með jafnt kynjahlutfall.
  • Frjálshyggjan flutt úr Stjórnarráðinu.

Næstu dagar og vikur verða tími mikilla breytinga á Íslandi, breytinga sem verða til hagsbóta fyrir hinn almenna íslending. Fólk eins og þig og mig sem ekki erum í hlutabréfa eða kvótabraski. Fólk sem ekki er á ofurlaunum eða undir væng vina og frænda í "réttum" flokki.

Ég er glöð fyrir hönd okkar allra, um leið og ég finn til samúðar með þeim sem hafa flækt sig í margskonar netum spillingar, í fjármálum, vinaráðningum, fyrirgreiðslupólitík áranna og fleiru sem ég hef kannski ekki hugarflug til að láta mér detta í hug.

Nú ætla ég að horfa fram og vera með í að byggja upp nýtt þjóðfélag. Þetta stóra gjaldþrot okkar allra er kannski ekki svo slæmt eftir allt saman. Við fáum tækifæri til að skapa nýtt upphaf, nýtt lýðveldi og við skulum öll einbeita okkur að því.

Rannsóknarnefndirnar sjá um fortíðina og ég treysti því alveg að það verði vel gert. Ég ætla ekki að eyða orkunni í reiði, það er svo margt annað við hana að gera núna.

Minni á www.nyttlydveldi.is

 


Sundrungin sem beðið er eftir !!

Sjálfstæðismenn reka nú mikinn hræðsluáróður vegna stjórnarmyndunarviðræðna sem í gangi eru. Það er þeim auðvitað mikið áhyggju efni ef stjórnin nær góðum gangi og farið verður að skoða undir yfirborðið á því samtryggingarkerfi eða krosseignatengslum sem liggja munu um allt í raunverulegu baklandi flokksins. Sú fyrirtækjasamsteypa sem byggð hefur verið upp gegnum árin, er áhugavert skoðunarefni. Ég mun fylgjast náið með því sem koma mun fram í stjórnartíð Jóhönnu.


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki svona einfalt Geir

Málflutningur Geirs H Haarde er nokkuð sérkennilegur eftir að flokkur undir hans forystu ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Hann er að bera saman tvö ólík stjórnmálaöfl sem eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.

Sjálfstæðisflokknum hefur undanfarin ár, eftir að Davíð kost til valda, verið haldið saman með þvílíku ógnarvaldi að þar hefur fólk orðið að sitja og standa eins og foringjanum og hans baklandi þóknaðist.

  1. Er það lýðræði.
  2. Er það flokksræði.
  3. Er það einræði.

Svari hver fyrir sig en ég tel að þarna sá einhver blanda af stjórnarháttum no 2 og 3.

Sjálfstæðismönnum bregður því í brún þegar samstarfsaðilinn fer í lýðræðislega vinnu innan flokksins. Á þeirra máli heitir það sundrung og að flokkur sé í tætlum. Í Samfylkingunni er sundrungin og tætingurinn ekki meiri en svo, að þegar Ingibjörg Sólrún kemur heim af skurðarborðinu í Svíþjóð, er gengið undir hennar stjórn í það verk að kanna forsendur stjórnarsamstafsins á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem flokksmenn höfðu komist að eftir samræður við grasrótina og innan þingmanna hópsins.

Tætlurnar sem Geir talar um, eru sem sagt sterkur lýðræðislegur flokkur með skýra stefnu og vill ganga til verka sem kallað er á úr öllu samfélaginu. Flokkur sem vill nú ganga til verka undir stjórn reyndasta þingmanns á Alþingi, konu sem hefur um árabil vakið athygli og notið virðingar fyrir mikinn dugnað og heiðarleika í störfum sínum.

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir tekur stóru skófluna og byrjar að moka áratuga skít, er von að Íhaldið kveinki sér og svo gæti farið að þjóðin verði bara að halda fyrir nefið sökum ólyktar. En Jóhanna þekkir kerfið og veit hvar á að stinga skóflunni í hauginn.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfumst í augu við framtíðina

Margir eru óttaslegnir núna vegna þess að gera þarf margskonar breytingar í samfélagsgerðinni og bera ýmsu við. Ég fagna því hinsvegar að okkur skuli í raun gefast þetta stórkostlega tækifæri sem skapast hefur nú í kreppunni, til að að endurmeta alla hluti uppá nýtt.

Viðhorfið til umheimsins, sækja um aðild að ESB, endurskoða stjórnskipanina, fjármálakerfið, forgangsröðum samfélagins og ekki hvað síst að leysa upp gamlar valdaklíkur að baki gömlu stjórnmálaflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Það er mikið hreinsunar og endurreisnar tímabil að hefjast og við skulum öll taka þátt í því. Þetta er svona eins og að taka á sjúkdómi sem lengi hefur mallað, en ekki verið horfst í augu við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband