Ekki svona einfalt Geir

Málflutningur Geirs H Haarde er nokkuð sérkennilegur eftir að flokkur undir hans forystu ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Hann er að bera saman tvö ólík stjórnmálaöfl sem eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.

Sjálfstæðisflokknum hefur undanfarin ár, eftir að Davíð kost til valda, verið haldið saman með þvílíku ógnarvaldi að þar hefur fólk orðið að sitja og standa eins og foringjanum og hans baklandi þóknaðist.

  1. Er það lýðræði.
  2. Er það flokksræði.
  3. Er það einræði.

Svari hver fyrir sig en ég tel að þarna sá einhver blanda af stjórnarháttum no 2 og 3.

Sjálfstæðismönnum bregður því í brún þegar samstarfsaðilinn fer í lýðræðislega vinnu innan flokksins. Á þeirra máli heitir það sundrung og að flokkur sé í tætlum. Í Samfylkingunni er sundrungin og tætingurinn ekki meiri en svo, að þegar Ingibjörg Sólrún kemur heim af skurðarborðinu í Svíþjóð, er gengið undir hennar stjórn í það verk að kanna forsendur stjórnarsamstafsins á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem flokksmenn höfðu komist að eftir samræður við grasrótina og innan þingmanna hópsins.

Tætlurnar sem Geir talar um, eru sem sagt sterkur lýðræðislegur flokkur með skýra stefnu og vill ganga til verka sem kallað er á úr öllu samfélaginu. Flokkur sem vill nú ganga til verka undir stjórn reyndasta þingmanns á Alþingi, konu sem hefur um árabil vakið athygli og notið virðingar fyrir mikinn dugnað og heiðarleika í störfum sínum.

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir tekur stóru skófluna og byrjar að moka áratuga skít, er von að Íhaldið kveinki sér og svo gæti farið að þjóðin verði bara að halda fyrir nefið sökum ólyktar. En Jóhanna þekkir kerfið og veit hvar á að stinga skóflunni í hauginn.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þeir eru hlaupandi um í húsinu sem þeir læstu að sér og kveiktu svo í. Það væri ekki hægt að bjarga þeim þótt maður vildi.

Mitt komment um málið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 16:12

2 identicon

Þeir hafa gert margt mjög gott en þeir hafa líka gert MARGT mjög ljótt og dapurlegt. Eins og það að láta fólk borga fyrir sína heilbrigðisþjónustu. Það finnst mér alveg til háborinnar skammar. Það er nú bara svo.

Hafðu það rosa gott Hólmfríður mín. Þetta er flott blogg hjá þér.

P.s. Vantar ekki sendiráð í Víetnam og á Indlandi?

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband