Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.1.2009 | 07:14
Gott innlegg i ESB umræðun.
Fagna því að sjá þetta viðhorf Evrópu sambandsins gagnvart umsókn Íslands í sambandið. Olli Rehn hefur áður komið því á framfæri og fjölmiðlar hér heima gert því skil. Gott mál.
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 17:18
Jóhanna byrjar strax að hreinsa út
Hún mun ekki bíða með hlutina frekar en Obama, tekur stóru skófluna og byrjar að moka. Fyrsta verkið er mikið fagnaðarefni og vona að þau verði fleiri sem eru þessari þjóð að skapi
TIL HAMINGJU JÓHANNA OG GANGI ÞÉR VEL - ÞINN TÍMI ER KOMINN.
Ég skora á ykkur öll að fara inn á www.nyttlydveldi.is og styðja við þetta mikilvæga mál.
![]() |
Býst við stjórn á laugardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 12:57
Krafan um nýja stjórnarskrá er mjög býn.
Krafan um nýja stjórnarskrá er afar brýn og hefur ekki fallið úr gildi eða á henni slaknað. Hún snýst um ákveðin markmið til að skapa framtíðina. Þó takist að mynda aðra ríkistjórn, eru eftir sem áður til staðar allir þeir ágallar á stjórnskipan okkar sem hefur leitt okkur á þann stað sem við stöndum nú. Flokksræðið hefur ekki breyst, Alþingi er sama afgreiðslustofnunin og áður og svona mætti lengi telja.
Ríkisstjórnin sem virðist vera í burðarliðnum er að koma inn í samskonar starfsumhverfi og sú síðasta, hvað varðar stjórnsýsluna. Og hún mun ekki gera breytingar á stjórnsýslunni, stjórnarskránni. Hún mun takast á við vanda líðandi stundar sem er mikill að vöxtum.
Ég skora á ykkur öll að fara inn á www.nyttlydveldi.is og styðja við þetta mikilvæga mál.
28.1.2009 | 11:51
Erfðaprinsinn kominn "heim"
Þar kom að því að erfðaprinsinn í Framsókn færi að kalla eftir hlut sínum. Guðmundur Steingrímsson er örugglega vænsti maður, enda var hann í Samfylkingunni þar til fyrir nokkrum vikum. Hann tók svo hatt sinn og staf einn daginn og hélt úr í "heim" eða öllu heldur hann snéri aftur "heim"
Nú er hann kominn í faðm Framsóknarmanna og vill fá sætið sem pabbi og afi "áttu" hér áður. Þarna rísa flokkshefðir í hæðir eða falla í lægðir. Mér finnst þessi endurkoma GS í gamla flokkinn hans pabba og hans afa, vera að enduróma afar gamla hugsum. Hugsun sem inniheldur eign einhvers á valdi og erfðaréttinn í sinni þrengstu mynd.
Ég ætti sennilega að dusta rykið af þeirri staðreynd að afi minn, Tryggvi Bjarnason í Kothvammi í V Hún, sat 2 sumur á Alþingi fyrir Bændaflokkinn 1913 og 1914. Ég hlýt þá að enga rétt á eins og einum vetri á þingi. Það er bara verst að ég veit ekki í hvaða flokki þessi erfðaréttur liggur. Verð sennilega að fá mér lögfræðing í málið.
Enn og aftur, ég er ekki að gagnrýna GS persónulega nema síður sé, heldur þessa gömlu hugsun.
Minni á www.nyttlydveldi.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 16:59
Hvað er Stjórnlagaþing ??
Þessari spurningu velta margir fyrir sér núna. Hér er vísað í Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um stjórnlagaþing. Þetta frumvarp segir vel til um hvað felst í þessu hugtaki.
Minni á www.nyttlydveldi.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 16:43
Endurskoðun sjávarútvegsstefnu nauðsynleg
Það er nokkuð ljóst að ráðherra sjávarútvegsmála, hver sem hann verður, hefur nóg í að líta. Kerfið hvað varða úthlutun aflaheimilda og stjórnun fiskveiða við Ísland er komið á fótum fram. Þar verður að fara fram heildarendurskoðun eins og á stjórnarskrá og regluverki varðandi kosningar til Alþingis.
Í málefnum sjávarútvegsins er grunnurinn ramkakkur og brýn þörf að semja nýjan. Tilfærsla fjármagns í þjóðfélaginu er mjög til umræðu nú um stundir og er það vel. Kvótakerfið hefur á öllum sínum gildistíma, orsakað slíka flutninga í stórum stíl.
Minni á www.nyttlydveldi.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá hópur fólks sem stendur á bak við kröfuna um Nýtt lýðveldi á Íslandi, er ekki byggður upp sem stjórnmálaafl, með það að markmiði að bjóða fram til Alþingis.
Hópurinn myndaðist mjög hratt, eftir að hafa hlýtt á Njörð P Njarðvík í Silfri Egils 11. janúar s. l. og/eða lesið grein hans í Fréttablaðinu skömmu áður. Þetta voru hugmyndir sem við vildum sjá verða að veruleika, við höfðum verið að íhuga og okkur þótt sem þarna væri komin góð og fær leið til að byggja nýjan grunn undir samfélagið hér á Íslandi.
Það kemur svo í hlut Ólínu Þorvarðardóttir að fara lengra með hugmynd hópsins og vefurinn www.nyttlydveldi.is opnaði nú fyrir helgina, Þar geta allir ritað nafn sitt og kennitölu undir Áskorun sem er á vefnum. Þar er líka að finna greinina eftir Njörð P Njarðvík sem varð tilefni til þess að kom í Silfrið til Egils Helgasonar. Þökk sé þeim báðum fyrir.
Það eru mjög margir fleiri í samfélaginu sem aðhyllast þessa hugmynd, sem betur fer. Starfandi stjórnmálaflokkar og hópar fólks sem hyggja á framboð til Alþingis.
En hópurinn sem stendur að undirskriftasöfnunin var strax í upphafi sammála um að fara ekki framboðsleiðina og það viðhorf hefur ekki breyst.
Nú að kveldi 25 janúar kl 24.00 hafa 4.913 ritað nöfn sín undir Áskorunina á 3 sólarhringum.
Þetta er frábær byrjun, höldum öll ótrauð áfram að leggja grunninn að nýju lýðveldi fyrir Ísland.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 01:43
Frábært !!!!
25.1.2009 | 00:06
Síðan sem slær í geng !!!
23.1.2009 | 18:13
Skoðið þessa síðu!!!!
Um bloggið
97 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar