Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ingibjörg komin heim.

Það er ótrúleg orkan sem hún hefur þessi smávaxna dugmikla kona. Hún fær stöðugt meira í fangið til að takast á við, nú síðast alvarleg veikindi forsætisráðherra. Bið Guð að hjálpa okkur öllum í gegnum það fárviður sem nú stendur yfir, hjá stjórnmálaforystu persónulega og þjóðinni allri.


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af veikindum forsætisráðherra.

Stjórnmálaástand- og skoðanir skipta ekki máli þegar svona fréttir berast. Ég óska Geir H Harde forsætisráðherra góðs bata og sendi honum og fjölskyldu hans baráttukveðjur. Bið Guð að blessa þau öll og gefa Geir góðan bata.


Hlutverk !!

Að gegna hlutverki, þetta er oft sagt.erum við að gegna hlutverki eða að leika hlutverk. Ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að hlust á konu lögreglumannsins í kvöld. Við lítum á fólk eftir hlutverkum, en gleymum því oft að fólk í hlutverkum eru venjulegar manneskjur eins og við sjálf. Þetta er samt afar furðulegt, og þó Woundering


Mjög þörf áskorun

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér sérlega góða og þarfa áskorun. Þess er vænst að stjórnvöld taki mark á henni og þiggi aðstoð samtakanna sem fram er boðin, ekki veitir af. Vefur samtakanna er; www.heimilin.is


mbl.is Handtökuskipunum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefurinn www.nyttlydveldi.is kominn á netið.

Það er mikið fagnaðarefni að þessi vefur sé orðinn virkur. Ég skora á ykkur öll sem þetta lesið að; skoða vefinn, lesa áskorunina, skifa undir ef þið eruð sama sinnis og kynna hann fyrir öllum sem þið þekkið. Tíminn er dýrmætur, nýtum hann vel.


Hugleiðing um mótmæli og kosningar

Ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og er í flokknum. Er samfærð um að innganga í ESB sé okkar besta framtíðsýn.

Ég hef fram að þessu ekki verið fylgjandi þeirri kröfu að ríkisstjórnin ætti að víkja. Ekki af því að mér finnst hún hafa staðið sig svo óskaplega vel og ekki vegna þess að hún hafi staðið sig svo óskaplega illa.

Heldur vegna þess að ég hef ekki séð neinn skárri kost í stöðunni. Kosningar í beinu framhaldi af hruninu í haust fannst mér fáránleg krafa vegna þess að það vissi í raun enginn neitt og kaosið var ógnvekjandi.

Nú þegar linur eru farnar að skýrast aðeins í mínum kolli og annarra, er ég komin á þá skoðun að utanþingsstjórn eigi að taka við völdum hið fyrsta og boðað verði til stjórnlagaþings þar sem nýjar grunnreglur samfélagsins verði samdar.

Ég hef ekki tekið þátt í mótmælum og hef verið nokkuð vandfýsin á það hvernig þau hafa verið sett fram. Til að byrja með fannst mér skiljanlegt að fólkið sem er svona reitt, kæmi saman og léti reiðina í ljós.

Eftir því sem útifundunum fjölgaði hélt ég að málflutningur mundi þróast úr reiðihrópum í átt til úrlausna. Svo þegar litla telpan kom og flutt reiðilestur með málfari fullorðins, var mér allri lokið.

Pottalætin og jólatrésbrennan í gær og nótt er vissulega nýtt stig mótmælanna og ég er að verða hrædd um mannslíf.

Um fundina innan húss get ég ekki dæmt nema að hluta. Mér fannst þessi Sigurbjörg í raun hafa lokið máli sínu þegar hún var búin að segja frá þessar aðvörun sem hún fékk frá ónefndum aðila.

Það sem ég sá af þeim fundi fannst mér líkast meira framboðsfundi en málefnaumræðu, þó með undantekningum að sjálfsögðu. Ræðumenn virtust uppveðrast full mikið af því klappi sem þeir uppskáru.

Það er afar mikil meðvirkni í þessu öllu, á fundunum, blogginu, í blöðunum og í stjórnmálunum.

Ég bind vonir við að fólkið í landinu sem vissulega vill gera eitthvað í málunum, geti fundið sér farvegi í þeim samtökum/félögum/hópum sem eru að myndast utan um einstaka málaflokka.

Mér finnst það jákvæð þróun og vona að hún skili árangri.

Við þurfum nýtt stjórnskipulag og það tekur tíma að finna þar bestu leiðirnar. Og það eru svo gríðarlega mörg verk sem bíða og í þau þarf að ganga af röggsemi og krafti.

Þar geta hin ýmsu samtök úr grasrótinni lagt lið svo lausnir finnist fyrr og fleiri sjónarmið séu skoðuð.


Obama orðinn Forseti Bandaríkjanna

Horfði á Obama taka við valdamesta embætti í veröldunni. Það var magnað fyrir margra hluta sakir. Hann er af blönduðum kynstofni, á ættir að rekja í nokkur lönd. Hann er sterk persóna sem gefur frá sér látleysi og einfaldleika, en um leið gríðarlegan heiðarleika og traust. Hann er afburða snjall ræðumaður, á gott með að orða hlutina svo skiljist vel og segir mikið í nokkuð stuttu og einföldu máli. Hann virkar sem fulltrúi margra heimshluta, en er um leið leiðtogi í sínu heimalandi. Hann leiðir saman ólíka stjórnmála- og embættismenn til að takast á við vanda sem er margþættur og mikill. Hann er leiðtogi án þess að drottna sem fer ekki oft saman. Ég fagna þessum degi og valdatöku Baracks Obama af heilum hug.


mbl.is Obama: „Við erum reiðubúin að leiða á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tangsl Framsóknarflokksins við atvinnulifið !

Ég tel að það viti allir sem það vilja sjá ,að um áratugaskeið fór Framsóknarflokkurinn og stórfyrirtæki Framsóknarmanna, SÍS og kaupfélögin með mestan hluta viðskipta á landsbyggðinni. Leifar þess eru enn til staðar og má þar nefna gamla Kaupþing, Olíufélagið ESSO nú N1, Samvinnusjóðinn, SÍS, þau kaupfélög sem eftir eru, VÍS, heildsölufyrirtæki BÚR sem flutti/flytur inn fyrir kaupfélögin, Mjólkursamsöluna, hluta sláturhúsa í landinu og fleira.

Ef það er ekki spilling að hafa einokunaraðstöðu í mörgum byggðarlögum áratugum saman, þá kann ég ekki að útskýra það orð. Eitt stórt byggðarlag er enn í slíkri stöðu að þar er Kaupfélagið allt í öllu. Kaupfélagið gerði víst samning við Baug um að setja ekki upp verslun í byggðarlaginu gegn því að fá kjötvörur á góðum prís. Þetta er að sjálfsögðu Skagafjörður en þar ríkir Kaupfélag Skagfirðinga með Þórólf Gíslason við stjórnvölinn. Ég veit ekki um neinn annan stjórnmálaflokk, nema þá Sjálfstæðisflokkinn, með eins mikil og sterk eignatengsl inn í atvinnuvegi landsmanna eins og Framsóknarflokkinn.

 


Ekki opið fyrir aðrar skoðanir !!

Ég ætlaði að blogga við ESB andstæðing í dag og aftur í kvöld og þá komst ég að því að mér var ekki heimilt að setja færslu á þá tilteknu síðu. Þetta skiptir mig svo sem ekki miklu máli, en afskaplega finnst mér þetta kjánaleg og ekki síst vegna þess að ég hef lagt mig fram um að vera kurteis í orðavali, en svona er Ísland í dag!!


Formaður Framsóknar í nokkrar mínútur

Ekki vildi ég vera í sporum Hauks Ingibergssonar núna, eftir að hafa tilkynnt ranglega að Höskuldur Þórhallsson hefði verið kjörinn formaður. Hann gerði hárréttan hlut og sagði strax af sér sem formaður kjörstjórnar, enda voru það einu réttu viðbrögðin í stöðunni. Ég vildi heldur ekki vera Höskuldur Þórhallsson og þurfa að takast á við allan þann tilfinningaskala sem þessu kjöri hefur óneitanleg fylgt. Ég óska Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til hamingju með formannsembættið. Ég taldi raunar að Páll Magnússon ætti meira fylgi, en svona er framsókn í dag.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband