Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rannsóknir í læknavísindum eða vopnatilraunir á Gasa

Ég var við útför frænda míns á föstudaginn. Hann dó úr Alsheimer rétt rúmlega sjötugur. Í gærmorgun þegar ég var að lesa hér á netinu um þessi hryllilegu dráp á Gasa, varð ég allt í einu svo reið. Ég sá fyrir mér hvílíkt tilgangsleysi og heimska er fólgin í endalausri vopnaframleiðslu og skynjaði um leið mannvonskuna sem fólgin er í þeim vopnatilraunum sem farið hafa fram fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef einhverju af öllum þeim fjármunum sem ausið hefur verið á undanförnum áratugum í vopnaframleiðslu og stríðsrekstur, hefði verið varið í auknar rannsóknir á sjúkdómum eins og Alsheimer, væri hann frændi minn og fjölmargir aðrir, ef til vill lifandi og við góða heilsu. Hvílík heimska og hvílikt óréttlæti.


Framsókn vill sækja um ESB.

Tímamótasamþykkt segir Valgerður Sverrisdóttir og það eru orða að sönnu. Einhvernvegin hélt ég að Framsóknarmenn væru þeir síðustu til að samþykkja aðildarumsókn, en mikið er ég glöð að hafa haft rangt fyrir mér. Til hamingju Framsókn, til hamingju Ísland. Smile


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnfundur Samtaka heimilanna

Það er af hinu góða að fólk skuli taka sig saman til að skoða og skilgreina einstaka þætti á þeirri ringulreið sem nú dynur á fólkinu í landinu. Þetta er rétt vinnubrögð, að skilgreina verkefni og vinna að þeim og leita að lausnum. Við þurfum lausnir og mikið af þeim svo hægt verði að koma þjóðskipulaginu á réttan kjöl að nýju, svo ekki sé talað um peningamálin. Gott framtak og gangi ykkur vel.


mbl.is Stofnfundur Samtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig líður fólkinu á landsbyggðinni ?

Lára Hanna spyr eftir fundinn í Háskólabíó.  Hvernig líður fólkinu á landsbyggðinni ?

Það er nú það, við erum ekki oft spurð og erum ekki vön að vera í sviðsljósinu. Undanfarna áratugi meðan eignatilfærslan hefur farið fram í samfélaginu, höfum við horft á eftir þúsundum starfa og verði án hagvaxtar að miklu leiti og mismunandi eftir svæðum.

Þessu má líkja við vatnasvæði og við skulum segja að til að byrja með hafi verið vatnsskortur á Reykjavíkursvæðinu. Því varð auðvitað að breyta og farið var að ræsa fram á mörgum stöðum í einu.

Verkþekkinguna vantaði eða ekki var um hana hirt því streymið varð að lokum stjórnlaust og hjá ykkur varð svo mikið vatn að þið höfðuð í raun ekkert við það allt að gera. Því voru búnir til pollar eða lón út um allt og unga fólkið fékk þá til að leika sér með. Það gleymdist að segja því frá tappanum sem var í botninum. 

Leikurinn var villtari með hverju árinu, á síðasta ári fór að leka og tappinn fór úr í haust. Það er enn þá vatn hjá okkur, að vísu lítið en við erum svo vön að við hefðum ekki öll fattað þetta með tappann, ef þið væruð ekki svona dugleg að kvarta þarna "fyrir sunnan". Við erum búin að kvarta í mörg ár með lítilli hlustun, en þegar þið kvartið þá hlusta allir. Þið hafið líka alla fjölmiðlana hjá ykkur og þeir koma strax ef eitthvað gerist.

Hjá okkur þarf mannskaða, óveður með stórtjóni, aflabrest eða skóflustungu með ráðherra og þá er mest talað við ráðherrann. Þá koma fjölmiðlarnir til okkar. Ræðan gæti orðið svo miklu lengri, en læt þetta duga í bili.

Ég er ekki reið eða sár, heldur glöð yfir því að þið eruð vöknuð því á ykkur er hlustað og við munum njóta góðs af því. Nú verður veitukerfið endurskoðað og þá eiga allir að fá það sem þeim ber. Þá er tilganginum náð.


Tllögur Njarðar P Njarðvík.

 

Sá ekki Silfrið í dag, en er búin að horfa á Njörð og mér finnst að nú sé kominn grundvöllur til að stofna hóp/samtök utanum það sem er að mínu mati mergurinn málsins.

Okkur vantar skilmerkilegar og skilvirkar breytingar á vali okkar á þeim sem fara með stjórn landsins. Það tel ég vera mál sem muni svara kröfum margra gangrýnenda vel. Það er jú að stórum hluta stjórnkerfið sem hefur valdið þessum miklu afskiptum stjórnvalda af atvinnu og fjármálakerfi landsins.

Þetta mál þarf að skoða af fullri alvöru og beina kröftum þess hóps/samtaka að þessu máli eingöngu. Hvort niðurstaðan verður það sem Njörður var að tala um í dag er ekki það sem ákveðið verður hér og nú. En breyting í þessa veru er það sem okkur vantar og það klárlega. Það geta svo aðrir einbeytt sér að öðrum málaflokkum, það er af nógu að taka.


Forysta VR að íhuga ölán til félagsmanna

Þetta er vissulega góð hugmynd og allrar skoðunar verð. Það er ein praktísk spurning og það eru láns kjörin, er eitthvað búið að huga að þeim ?
mbl.is Skoða örlán til VR-fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendi ykkur öllum kærleika og ljós

Heart  Sendi öllum þeim sjá þessa færslu (og hinum líka) kærleika og ljós. Heart

Skipulagsbreytingar í Heilbrigðiskerfinu

Hef ekki kynnt mér tillögurnar ýtarlega en við fyrsta yfirlestur eru þær skynsamlegar og praktískar. Vinsælar verða þær ekki og það hefði ekki skipt neinu máli hverjar þær hefðu orðið.
Það er eins og að ætla sér að slátra heilagri indverskri kú að ætla að breyta einhverju í því kerfi. Þar eru kóngar og drottningar á hverju horni og allir verja sitt vígi sem mest þeir mega.
Bara það að færa starfsemi milli hæða og endurskipuleggja eina litla 30 rúma stofnun úti á landi með stækkun og endurgerð á húsi, getur verið stórmál. Ég þekki slíkt af eigin raun og tel mig því vita nokk um hvað málið snýst. Það skal tekið fram að þessar breytingar tókust sérlega vel, svo ekki sé meira sagt. Nú er þessi stofnun sérlega notaleg og þægileg í alla staði, aðstaða vistmanna fyrir og eftir breytingar er eins og svart og hvítt.


Árni Matthísen og afrekin !!

Að mínu mati hefur ráðning Þorsteins Davíðssonar augljóslega verið ófagleg frá upphafi. Mat Umboðsmanns Alþingis er einungis staðfesting á því sem þegar lá fyrir. Matsnefndin gaf út umsögn um málið sem var mjög afgerandi og í raun einstök.

En hvað með frásögn Sigurðar Einarssonar hjá Kaupþingi í Markaðnum hjá Birni Inga í okt eða nóv.  Þar sagði SE  frá ítrekuðum beiðnum Árna Matthisen til SE um að draga til baka beiðni um að Kaupþing fengi heimild til að gera upp í erlendri mynt, því ella mundi ráðherra þurfa að úrskurða í málinu.

Þar var ÁM að fría sig við að úrskurða vegna ákvörðunar Seðlabankastjórna sem var vægast sagt mjög hæpin. Að ráða "soninn" fyrir vin sinn finnst mér smámál (þó stórt sé) miðað við þá ábyrgð sem því fylgir að hindra fjármálastofnanir á Íslandi í að gera upp í erlendri mynt. Og þá er ég að tala um ástandið hér hjá okkur í dag.

Það var á SE að skilja að ÁM hefði nánast "grátbeðið" um að þessi kaleikur um að úrskurða í málinu væri frá sér tekinn. Þetta kom fram og fékk enga athygli fjölmiðla þá.


ESB og landsbyggðin

Ég tel að landsbyggðinni væri í það heila betur borgið inna ESB en utan. Það mundu sennilega koma inn aðrar áherslur í einhverjum sviðum og það eru hlutir sem alltaf eru að gerast. Það skyldi þó aldrei vera að sveitir landsins kæmumst út úr moldarkofahugsuninni sem mér finnst að enn sé til staðar að sumu leiti. Nýir atvinnuhættir að einhverju leiti eru af hinu góða. Lágir vextir og afnám verðtryggingar mundu stórbæta afkomumöguleika allra, bæði í sveit og borg og það finnst mér vera stóra málið. 


mbl.is Um hvað yrði samið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband