"Bessastaðabandalagið" og Seðlabankinn !!

Ingimundur Sigfússon sem beðist hefur lausnar í Seðlabankanum, er örugglega vænsti maður og óska ég honum alls hins besta. Það er nú svo að þegar grípa VERÐUR til slíkra aðgerða eins og núverandi stjórn er að gera, þá getur fólk eins og Ingimundur orðið fyrir barðinu á slíku.

Jóhanna er þegar komin á spjöld sögunnar fyrir skörulega framgöngu sem fyrstu kvenforsætisráðherra á Íslandi. Það var hátíðisdagur á mínu heimili og öruggleg mörgum öðrum, þann 1. febrúar sl þegar stjórnin tók við. Nú eru þáttaskil á Íslandi og nýtt lýðveldi að fæðast.

Það er auðvitað  sárt fyrir Sjálfstæðismenn að nú verði farið að kroppa í valdahrauka þeirr út um allt samfélag. Það hefur ekki bara verið EINKAVINAVÆÐING í banka og fyrirtækjaeign, heldur í stjórnkerfi og stofnunum landsins þvers og kruss. Auðvitað eru SUMIR með próf upp á vasann en örugglaga ALLIR með gott flokksskýrteini.

Þar er bæði hæft og vanhæft fólk eins og gengur, en þægðin verður að vara til staðar og það skiptir öllu.

Munið www.nyttlydveldi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ingimundur Friðriksson er góður að gera þetta. Hann stendur sig alveg frábærlega. Nú þarf Davíð Oddsson bara að fara sömu leið og hann. Ég tek það fram að ég hef ekkert út á Davíð Oddsson að setja sem persónu. Hann er örugglega vænsti maður svona innst við beinið. En hann hefur kannski ekki reynslu í seðlabankann. Það er kannski málið.

En ég sendi þér mínar bestu óskir um að kvöldið verði þér gott Hólmfríður mín.

Smælum framan í heiminn, þá gerir hann það sama við okkur.

Með bestu kveðju. Og knúsi knússs.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki að gagnrýna Davið sem persónu og heldur ekki hina bankastjórna. Hafðu það sem allra best fríðabjarna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hugsa að mamma hans Ingimundar Friðrikssonar myndi lemja þig fyrir að segja hann Sigfússon.  En þetta sýnir kannski að hann er sá eini af seðlabankastjórunum sem er með einhvern snefil af sómatilfinningu.

Jóhann Elíasson, 7.2.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki er ég viss um það Jóhann en rétt skal vera rétt og Friðriksson er hann. Þarna kom upp óvart nafn frænda mins Ingimundar Sigfússonar Í Heklu. Bið ég alla velvirðingar á mistökunum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Hólmfríður ég var full harðorður þarna.

Jóhann Elíasson, 7.2.2009 kl. 23:32

6 identicon

Ég er farin að halda að DO hljóti að vera veikur ég trúi varla að nokkur maður geti setið svona á þrjóskunni einni saman. Ég vona bara að þetta endi ekki með einhverri skelfingar uppákomu, það yrði sorglegt.

Hafðu það gott mín kæra.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:52

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jóhann góð kveðja og batnandi mönnum er best að lifa. Það er vissulega veikleikamerki hvernig hann DO hagar sér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 23:56

8 identicon

Ingimundur var tilneyddur. Ég á erfitt með að sjá nýtt lýðveldi skapast með Samfylkinguna við stjórn. Samanber fréttir af Lúðvíki og hans bisnessviti í gær. En Jóhönnu treysti ég og hef aldrei skilið hvað hún er að gera i þessum flokki. Samfylkingin er ekki alslæm en er eins og þverskurður af þjóðfélaginu, allt það versta og brot af þvi besta þar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

237 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 110246

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband