20.4.2009 | 00:45
Fíkniefni
Lögreglan hefur náð miklum árangri í að taka fólk sem er í fíkniefnaviðskiptum. Hassræktun og smygl sem sífellt verður umfangsmeira. Það er sorgleg staðreynd að svo margt fólk sé ofurselt þessu eitri að markaður virðist vera fyrir svo gríðarlegt magn sem raun ber vitni. Nú síðast er það skúta við Austurland með stóra sendinu eftir því sem talið er.
![]() |
Skútan fundin - 3 handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 14:58
Vantar ráðningu á draumi frá í nótt
Mig dreymdi í nótt að ég væri með örsmáan fálka í opinni glerkrukku af lægri gerðinni og ég var að færa krukkuna í útréttri hendi minni, með fálkanum í, milli staða í herbergi. Fálkinn hreyfði sig ekki, en var þó lifandi því hann deplaði augunum. Ég bjóst við að hann tæki flugið þá og þegar, en af því varð ekki. Hann var mjög fallegur en óskaplega smár.
17.4.2009 | 03:26
Við verðum að sækja um aðild að ESB stax eftir kosningar
Þessi blákalda staðreynd blasir við okkur og það sögðu þrír valinkunnir sjálfstæðismenn í Markaðnum hjá Borni Inga í kvöld. Það þýðir vist ekki lengur að berja hausnum við steininn og segja ég vil ekki ég vil ekki. Ég tek orð þessara manna algjörlega trúanleg. Andstæðingar aðildar eru á svo miklum villigötum og eru að kalla yfir okkur svo mikla eymd og fátækt að við getum vart gert okkur mynd af því í hugum okkar. Staðreyndirnar tala sínu máli hvert sem litið er. Sannleikurinn verður napur þegar búið verður að stilla upp hinum raunverulegu afarkostunum sem við höfum ein á skerinu kalda.
17.4.2009 | 01:03
Fagna ákvörðun Obama
Obama forseta bandaríkjanna hefur með eftirminnilegum hætti komið nafni sinu á spjöld sögunar í mannréttindamálum með þessari ákvörðun sinni að opna leyniskjöl um pyntingar CIA. Sérstaka athygli vekur sú ákvörðun hans að starfsmenn CIA skuli ekki sóttir til saka þar sem þeir hafi veið að hlýða skipunum yfirboðara. Það er trúlega tekið nokkuð hart á því hjá CIA að óhlýðnast skipunum.
![]() |
Skýrt frá aðferðum CIA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 21:38
Fagna nýjum lögum sem banna ofbeldi gegn börnum.
Það er kominn tími til að sporna við ofbeldi í heiminum. Fyrsta skrefið er að hætta að beita börn ofbeldi eins og hefur tíðkast um allan heim frá örófi alda og tíðkast enn víðast hvar í heiminum. Ofbeldi gegn börum virðist líka vera inn hér á landi ennþá ef marka má skrif þín Hrannar og komment hér á síðunni. Ég fagna þessum lögum og tel þau merk í sögu mannréttinda á Íslandi. Ég vildi óska að þessi lög hefðu verið kominn til sögunar þegar ég var að ala upp mín börn og það viðurkennist hér að ég beitti þau ofbeldi samkvæmt skilgreiningu þessara nýju laga. Ég hefði betur vitað meira um barnauppeldi en ég gerði þá. Enn og aftur, ég fagna þessum lögum.
16.4.2009 | 14:41
"Strandveiðar" nýr flokkur fiskveiða.
"Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, áformar að koma á nýjum flokki veiða, "strandveiðar", þar sem heimilaðar verða frjálsar handfæraveiðar við ströndina. Ráðstafað verði 8.127 tonnum af óslægðum botnfiski til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári."
Á þessum orðum hefst nú frétt á www.visir.is Þetta er að mínu mati stórfrétt og mikið gleðiefni fyrir eigendur báta með krókaleyfi.
16.4.2009 | 11:54
Jóhanna Sigurðardóttir áfram forsætisráðherra = kjósa Samfylkinguna
Mikill meirihluti kjósenda vill Jóhönnu Sigurðardóttir áfram sem forsætisráðherra. Til þess að Jóhanna hafi sem sterkast bakland til leiða okkur út úr vandanum, er nauðsynlegt að kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn stendur heilshugar við hliðina á sínum dugmikla formanni. XS
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 21:45
Íhaldið furðar sig á fylgishruni !!
Þegar eitthvað hrynur, þá eru væntanlega fyrir því einhverjar ástæður. Undirstaðan getur verið veik, gölluð eða skökk. Byggingin getur hafa verið reyst af vanþekkingu, hönnun verið ábótavant eða efnisvalið ekki rétt. Svo hafa kannski verið byggðir kvistir og útskot, viðbyggingar og aukahæð ofan á allt saman. Svo hefur líka komið fyrir að byggt sé á sprungusvæði.
Húsvörður sem ráðinn er rétt áður en byggingin hrynur og hefur hvergi komið að uppbyggingunni, er væntanlega ekki ábyrgur fyrir öllu verkinu. Viðhaldið hefur líka verið óvandað og flausturslegt, þó reynt væri að mála yfir sprungurnar og láta allt líta vel út. Húsvörðurinn er að vinna með aðalarkitekt og byggingarmeistara og það getur verið miklum erfiðleikum bundið fyrir húsvörðinn að fá arkitektinn og byggingameistarann til að ráðast í viðamiklar endurbætur.
Meira að segja eftir að allt hrynur á húsvörðurinn erfitt með að fá hinn til að hlusta og hefjast handa. Þolinmæði húsvarðarins þraut og hann fékk með sér smið til að taka til hendinni. Það er sko ekkert skrítið þó fólkið vilji frekar fylgja húsverðinum og smiðnum, en þeim sem byggði upp það sem hrundi eins og spilaborg. Mér finnst afar rökrétt að fylgið við arkitektinn og byggingameistarann minnki verulega, sérstaklega þar sem hann hagar sér eins og fíll í glervörubúð og böðlast áfram með frekju og látum.
Húsvörðurinn og smiðurinn eru á fullu að taka til, kanna skemmdir og reyna með öllu móti að koma molunum saman svo úr verði heillegt hús. Íbúarnir eru á svo miklum hrakhólum að það má engann tíma missa. Þó þvælist arkitektinn og byggingameistarinn fyrir eins og hann lifandi getur og er svo hissa á að kjósendur séu ekki glaðir með að fela honum verkið áfram. Er í lagi með hann??
15.4.2009 | 12:27
Er runnin reiðin
Það er langt síðan ég hef orðið verulega reið eins og í gær vegna Stjórnlagafrumvarpsins. Ég ætla hins vegar ekki að láta Íhaldið ráða því hvernig mér líður. Mér leið nefnileg ekki vel í gærkvöldi og hef því ákveðið að vera ekki lengur reið. Ég er samt ósátt við málþóf og Sjálfstæðismanna og viðbrögð stjórnarflokka við því.
Nú er ég ekki lengur reið og er mjög sátt við mig sjálfa og það er aðalmálið.
14.4.2009 | 19:46
Nú er ég bæði sár og reið
Það er alveg með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi getað kúgað meiri hluta Alþingis Íslendinga með þessum hætt. Og að meirihlutinn hafi látið undan Íhaldinu með það að fella kaflann um Stjórnlagaþingið út úr Stjórnarskrárfrumvarpi stjórnarflokkana. Og enn strönglar Íhaldið um kaflann um eignarhald ríkisins á auðlindum. Hvað ætlar þetta íhaldslið að ganga langt.
Þessi flokkur sem hefur stjórnað landinu með hagsmuni flokksgæðinga í huga um árabil, hindrar nú framgang þess að auka lýðræði á Íslandi með því að leggjast gegn því að Stjórnlagaþing endurskoði stjórnarskrána okkar. Hvernig má það vera að þetta sé að gerast á 21. öldinni í elsta lýðræðisríki veraldar. Ég skammast mín í hrúgu fyrir að hafa á árum áður tilheyrt þessum gjörspillta söfnuði einkahagsmunagæðinga sem kallar sig Sjálfstæðisflokk.
![]() |
Stjórnlagaþingið út af borðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
151 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar