14.4.2009 | 17:31
Segir samfylkingu vera að einangrast í ESB umræðunni
Mér finnst aðalmálið að Jón Bjarnason skuli virkilega halda að þjóðin verði á móti aðild þegar búið er að ná samningi við ESB og hann verður kynntur fyrir þjóðinni. Veruleikinn okkar núna er það slæmur að það má vera arfaslakur samningur sem ekki er betri en nútíðin. Framtíð okkar er best borgið innan ESB hvað sem Jón Bjarnasons VG segir.
14.4.2009 | 17:06
Menntamálaráðherra kynnir möguleika á sumarnámi
Virkilega góð ákvörðun ríkisstjórnar að koma til móts við námsmenn varðandi sumarnám. Leita verður allra leiða að gefa fólki færi á að nýta orku sína og tíma til uppbyggingar nú meðan atvinnuleysið varir.
![]() |
600 milljónir til sumarnáms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 17:32
Hvað ætlar þú að kjósa 25 apríl nk?
Ég er svo heppin að vita alveg hvað ég ætla að kjósa. En það eru margir núna sem ekki vita hvað gera skuli í kjörklefanum. Og þá er að spyrja sig að því í einlægni hverskonar þjóðfélag vil ég byggja upp.
Ég vil efna til Stjórnlagaþings og tel það vera eitt af grundvallarmálum dagsins í dag. Við þurfum og viljum stóraukið lýðræði. Tilheyri hópi fólks sem stendur að undirskriftasöfnun undir áskorun til stjórnvalda um að efna til Stjórnlagaþings www.nyttlydveldi.is
Ég vil auka hér jöfnuð i samfélaginu og þar eru margar leiðir færar, gegnum skattakerfið, gegnum kjarasamninga t.d með starfsmati, í gengum lög um jafnrétti kynjanna, kerfi almannatrygginga og fleira og fleira.
Ég vil að þjóðin eignist aftur fiskimiðin og nýtingu okkar staðbundnu stofna verði stjórnað af fagmennsku, en ekki eftir pöntun hagsmunahópa.
Ég vil að Ísland sæki um aðild að ESB sem fyrst, til að sjá með eigin augum hvað er þar í boði, þjóðin kjósi svo um samninginn. Ég vil skipta út krónunni, afnema verðtryggingu og að vextir séu hér lágir og stöðugir.
Ég sé hag okkar best borgið innan ESB og þá ekki síst hinum dreifðu byggðum. Landið er allt norðan 62. breiddargráðu og telst því harðbýlt svæði. Það færir okkur rétt til að styrkja sjálf atvinnu í dreifbýli, til viðbótar við stuðning frá sambandinu. Ég tel að bændum muni vegna betur innan ESB en utan. Landbúnaður hjá ESB er ekki bara kindur og kýr.
Ég vil að gert verði heilstætt regluverk um meðferð peninga í viðskiptum á Íslandi og þá helst í sem mestu samræmi við reglur í löndunum í kring um okkur. Ég vil að hægt verði að lækka vöruverð í landinu, sérstaklega á landbúnaðarvörum.
Afstaða mín í umhverfismálum er að verða grænni með árunum, þó ég sé ekki alfarið á móti einu eða neinu í þeim efnum. Varlega skal þó ganga um náttúru landsins.
Læt þennan lista duga í bili en auðvitað eru margir málaflokkar ótaldir.
Ég ætla að kjósa Samfylkinguna
13.4.2009 | 15:44
Minnistruflanir Sjálfstæðismanna
Ég mundi hafa af því verulegar áhyggjur, væri ég flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum, (sem ég er ekki sem betur fer) að hafa þetta blessað fólk við stjórnvölinn, hvort heldur er í Reykjavíkurborg, í framkvæmdastjórn flokksins eða á hinu háa Alþingi fyrir hans hönd.
Og í hverju væru áhyggjur mínar fólgnar, jú þeir muna bara ekkert stundinni lengur. Það er auðvitað mjög bagalegt þegar prókúruhafi flokksins man ekki stórar peningahreyfingar á reikningum flokksins. Þegar borgarstjórinn (VÞV) gleymir eins og skot samningum sem búið er að gera og GÞÞ man heldur ekki hverja hann bað um að betla pening fyrir þrem árum. Og þaðan af man hann hverju betlið skilaði í kassann. Þetta er nú ungur maður og í fæði hjá einum helsta heilsuræktarfrömuði landsins.
Er það kannski ástæðan fyrir því að þingmenn flokksins hafa beðið svo oft um orðið nú undanfarið á Alþingi. Þetta er sko ekkert málþóf, vesalings fólkið er bara strax búið að gleyma því sem sagt var í gær, svo ekki sé talað um í fyrradag og er alltaf að tala um það sama aftur og aftur. Er að tala um málið í "fyrsta sinn" dag eftir dag.
Sem betur fer er forseti Alþingis búinn að ákveða að stoppa þessa biluðu plötu og hefur lýst því yfir að þing verði rofið í vikunni. Hann er líka Samfylkingarmaður og ekki smitaður af þessu minnistruflunum, sem betur fer. Vonandi verður endurnýjað vel í þingmannaliði Íhaldsins og gengið úr skugga um minnis heilsu fólks áður en það sest á þing.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2009 | 13:30
Mín skoðun og þín skoðun
Við höfum öll skoðanir og það er okkar réttur að hafa þær. Rétt skoðun er ekki til, en sumar skoðanir eru hagstæðari en aðrar, eru að okkar mati réttlátri, skynsamlegri, gáfulegri en aðrar, eða hvað við viljum kalla hlutina. Meðan skoðunum okkar er ekki beitt til að kúga annað fólk, til að hafa vald yfir öðru fólki eða misbeitt með öðrum hætti, eru þær ekki til skaða.
Okkar aðal lærdómur í lífinu felst í að virða skoðanir annarra, án þess að láta þær stjórna okkur. Við hlustum og íhugum rök þess sem rætt er við og viðkomandi gerir slíkt hið sama. Ef við þurfum að ná samkomulagi við einhvern um eitthvað, þá verður að finna leið sem báðir/allir geta samþykkt. Fari svo að samkomulag náist ekki, er það meiri hlutinn sem sker úr og tekur ákvörðum.
Þetta vita nú allir, segir þú réttilega. En hvernig gengur þér eða mér að fara eftir þessu og það er stóra málið, að virða í ALVÖRU skoðanir annarra. Hér á blogginu talar fólk (ég örugglega líka) um skoðanir annarra eins og heimsins mesta rugl og vitleysu. Einstaklingar eru ataðir auri með skömmum og skætingi. Þannig er það líka oft í okkar daglega lífi. Við getum hæglega verið ósammála við einhvern án þess að vera ókurteis eða reið, svo einfalt er það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2009 | 13:16
Mannréttindi
Ungur maður frá Írak segir að við vitum ekkert um mannréttindi. Sennilega er þetta rétt hjá honum og hann hefur kynnst því á eigin skinni hvernig það er að hafa ekki mannréttindi. Að vera fótum troðinn í beyttustu merkingu þess orðs. Að mega hvergi vera frjáls að lifa sínu eigin lífi. Ég hef bara ekki ímyndunarafl til að skynja þær tilfinningar. Hvaða reglur væru brotnar með því að leyfa honum að setjast hér að og fleira fólki sem hefur unnið það afrek að geta flúið úr vonlausum aðstæðum heima fyrir og í það sem þau töldu vera frelsi. Hvað gerið fólk svo hættulegt að það geti ekki fengið leyfi til búsetu. Spyr sú sem ekki veit, en ekki vísa í einhvert regluverk sem einhverjir hafa einhvern tímann samið. Mig vantar svar frá þinni eigin samvisku.
12.4.2009 | 07:02
Rödd kvenna
Ég verð sérlega glöð þegar ég hitti litlar telpur sem hafa hljómmikla rödd og ákveðið fas. Þar er ég að hitta raddir kvenna framtíðarinnar. Við íslenskar konur höfum náð langt með okkar rödd og á okkur er hlustað. Það eru svo margar konur um allan heim, sem ekki heyrist í því miður. Það kemur því í hlut okkar sem þorum og getum talað og höfum rödd sem heyrist í, að vekja athygli annarra kvenna á þeirra eigin kjörum, að þær geti gert eitthvað sjálfar til að bæta líf sitt og veita þeim aðstoð og hvatningu. Litlar telpur með ákveðið fas og hljómmikla rödd eru konur framtíðarinnar
11.4.2009 | 22:20
Hugleiðing á Páskum
Undanfarna daga höfum við orðið vitni að sjálfsskapaðri niðurlæginu Íhaldsins. Þessir atburðir eru því miður vitni um vinnubrögð sem hafa að því er virðist, viðgengist í samfélagi leyndarhjúpsins. Nú er mál að linni og við förum að huga að framtíð okkar og hvaða stefna verður tekin í því efni. Við þurfum að ákveða hvort og þá hvað við kjósum 25. apríl n.k. Ég hef þegar tekið mína ákvörðun og hún byggist á því hvað ég vil fyrir okkur öll. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna.
Ég vil; - auka jöfnuð í samfélaginu - treysta félagslega kerfið - endurskoða stjórnarskrána - sækja um aðild að ESB - skipta út krónunni fyrir evru - afnema verðtryggingu - lækka vexti - lækka vöruverð - skapa stöðugleika - endurheimta fiskveiðiréttinn til þjóðarinnar - efla byggð og auka fjölbreytni í atvinnu um allt land - styrkja menntun og menningu - efla nýsköpun - búa afkomendum okkar gott samfélag með frjálslyndri jafnaðarstefnu.
Þetta og margt, margt fleira eru ástæður þess að ég kýs Samfylkinguna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 18:17
Krossgötur stjórnmálanna
Það eru margir sem standa þessa dagana á pólitískum krossgötum. Á það jafnt við um þá sem vinna við stjórnmál og almenna kjósendur. Síðan í haust hefur hver brotsjórinn eftir annan dunið á þjóðinni. Bankakreppa, gjaldeyriskreppa, tapað hlutafé, tapaðar innistæður, atvinnumissir, verðhækkanir og svona mætti lengi telja.
Stjórnmálaáhugi helltist yfir þjóðina í svo stórum stíl að slíkt hlýtur að jaðra við heimsmet. Fólk fór út á götur og mótmælti, stofnaðir hafa verið hagsmunahópar um ýmis mál. Stjórnmálaflokkarnir hafa lent í margskonar hremmingum. Skipt um forystu í 3 stóru flokkunum, með hvelli í Framsókn fyrir jól og vegna alvarlegra veikinda formanna í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki nú nýverið.
Stjórnarskipti um mánaðarmótin jan - febr. Skipt um yfirstjórn í Seðlabanka efir langt og strangt þóf. Uppákomur Davíðs Oddsonar af og til í vetur, nú síðast á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Málþóf á Alþingi af hendi Sjálfstæðismanna vegna stjórnskipunarlaga.
Páskarnir framundan og þá kæmi pása fyrir kosningabaráttuna, en þá kom Stóri hvellurinn nú í Dymbilvikunni. Stórir fjárstyrkir til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 frá tveim aðilum og annar úr Baugsarmi samfélagsins. Sagt er að miklir átakaeldar logi í flokknum og nokkrir forsvarsmenn hans orðnir margsaga.
Traustið var lítið í samfélaginu og ekki batnar það nú. Páskafríið fer í það hjá mörgum stjórnmálamanninum á hægri vængum, að bjarga því sem bjargað verður, ef það er nokkuð. Leyndin er á undanhaldi vegna hneykslismála sem skilja eftir stór og mikil sár. Kjósendur vita vart lengur hvert ferðinni er heitið á kjördag.
Á kjörstað eða ekki, og ef farið er í kjörstað hvað er skásti kosturinn. Auðvitað á þetta ekki við um alla kjósendur, en sennilega eru þeir fleiri núna en oft áður, sem eru í þessari stöðu og lái þeim hver sem vill.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 22:35
Vandi Sjálfstæðisflokksins er stór.
Það virðist nokkuð ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma hefur vitað um þessa styrki, annað er bara ekki möguleiki. Fjármál eins fyrirtækis hljóta að vera á vitund forsvarsmanna þess. Að halda öðru fram er bara hrein fyrra.
Hver það var sem tók upp símann eða skrapp í fyrirtækin til að biðja um peningana, er ekki aðalmálið. Stjórnin hefur orðið að samþykkja að veita fénu viðtöku og fá um leið að vita hvort einhver skilyrði fylgdu þessu framlagi. Í raun eru skilyrðin í mínum huga meira mál, en sjálfur styrkurinn.
Hafi flokkurinn tekið við fénu með loforði um stuðning við eitthvað mál, veita því hlutleysi eða koma í veg fyrir framgang þess, er verulega alvarlegt mál. Að ákvarðanir séu ekki teknar á faglegum forsendum, heldur gegn greiðslu eru mútur á mannamáli og slíkt er saknæmt.
Í mínum huga er því stóra spurningin þessi; Voru þessir styrkir skilyrtir á einhvern hátt og ef svo er, hver var ástæða styrkveitinganna og hver samþykkti að taka við fénu og verða við þeirri bón sem að baki lá. Eða voru þessir peningar greiddir til flokksins eingöngu til að rétta hann við fjárhagslega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
151 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110692
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar