Minnistruflanir Sjálfstæðismanna

Ég mundi hafa af því verulegar áhyggjur, væri ég flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum, (sem ég er ekki sem betur fer) að hafa þetta blessað fólk við stjórnvölinn, hvort heldur er í Reykjavíkurborg, í framkvæmdastjórn flokksins eða á hinu háa Alþingi fyrir hans hönd.

Og í hverju væru áhyggjur mínar fólgnar, jú þeir muna bara ekkert stundinni lengur. Það er auðvitað mjög bagalegt þegar prókúruhafi flokksins man ekki stórar peningahreyfingar á reikningum flokksins. Þegar borgarstjórinn (VÞV) gleymir eins og skot samningum sem búið er að gera og GÞÞ man heldur ekki hverja hann bað um að betla pening fyrir þrem árum. Og þaðan af man hann hverju betlið skilaði í kassann. Þetta er nú ungur maður og í fæði hjá einum helsta heilsuræktarfrömuði landsins.

Er það kannski ástæðan fyrir því að þingmenn flokksins hafa beðið svo oft um orðið nú undanfarið á Alþingi. Þetta er sko ekkert málþóf, vesalings fólkið er bara strax búið að gleyma því sem sagt var í gær, svo ekki sé talað um í fyrradag og er alltaf að tala um það sama aftur og aftur. Er að tala um málið í "fyrsta sinn" dag eftir dag.

Sem betur fer er forseti Alþingis búinn að ákveða að stoppa þessa biluðu plötu og hefur lýst því yfir að þing verði rofið í vikunni. Hann er líka Samfylkingarmaður og ekki smitaður af þessu minnistruflunum, sem betur fer. Vonandi verður endurnýjað vel í þingmannaliði Íhaldsins og gengið úr skugga um minnis heilsu fólks áður en það sest á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi ákvörðun Forseta þingsins mun ríða BIrgi Ármannssyni að fullu.

Finnur Bárðarson, 13.4.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Aumingja BÁ, ég segi nú ekki annað og það eftir þessa miklu hamfarapáska.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband