Hvað ætlar þú að kjósa 25 apríl nk?

Ég er svo heppin að vita alveg hvað ég ætla að kjósa. En það eru margir núna sem ekki vita hvað gera skuli í kjörklefanum. Og þá er að spyrja sig að því í einlægni hverskonar þjóðfélag vil ég byggja upp.

Ég vil efna til Stjórnlagaþings og tel það vera eitt af grundvallarmálum dagsins í dag. Við þurfum og viljum stóraukið lýðræði. Tilheyri hópi fólks sem stendur að undirskriftasöfnun undir áskorun til stjórnvalda um að efna til Stjórnlagaþings www.nyttlydveldi.is

Ég vil auka hér jöfnuð i samfélaginu og þar eru margar leiðir færar, gegnum skattakerfið, gegnum kjarasamninga t.d með starfsmati, í gengum lög um jafnrétti kynjanna, kerfi almannatrygginga og fleira og fleira.

Ég vil að þjóðin eignist aftur fiskimiðin og nýtingu okkar staðbundnu stofna verði stjórnað af fagmennsku, en ekki eftir pöntun hagsmunahópa.

Ég vil að Ísland sæki um aðild að ESB sem fyrst, til að sjá með eigin augum hvað er þar í boði, þjóðin kjósi svo um samninginn. Ég vil skipta út krónunni, afnema verðtryggingu og að vextir séu hér lágir og stöðugir.

Ég sé hag okkar best borgið innan ESB og þá ekki síst hinum dreifðu byggðum. Landið er allt norðan 62. breiddargráðu og telst því harðbýlt svæði. Það færir okkur rétt til að styrkja sjálf atvinnu í dreifbýli, til viðbótar við stuðning frá sambandinu. Ég tel að bændum muni vegna betur innan  ESB en utan. Landbúnaður hjá ESB er ekki bara kindur og kýr.

Ég vil að gert verði heilstætt regluverk um meðferð peninga í viðskiptum á Íslandi og þá helst í sem mestu samræmi við reglur í löndunum í kring um okkur. Ég vil að hægt verði að lækka vöruverð í landinu, sérstaklega á landbúnaðarvörum.

Afstaða mín í umhverfismálum er að verða grænni með árunum, þó ég sé ekki alfarið á móti einu eða neinu í þeim efnum. Varlega skal þó ganga um náttúru landsins.

Læt þennan lista duga í bili en auðvitað eru margir málaflokkar ótaldir.

Ég ætla að kjósa Samfylkinguna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég get tekið undir margt sem þú segir Hólmfríður en ég vil ekki inngöngu í ESB. Ég vildi geta sagt heilshugar hvað ég ætla að kjósa,en því miður. Ég veit að ég fer allavega á kjörstað en hvar krossinn verður settur veit ég ekki enn. Ef það verður þá kross!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Kjartan Birgisson

Ég ætla ekki að kjósa Samfylkinguna. Ég vill ekki að bændur og aðrir sem eru tengdir landbúnaði verði einhverjir ölmusumenn og þurfalingar sem bíða eftir aurum frá ESB til hokra á. Hvernig finnst þér reynsla Grænlendinga vera sem bótaþegar frá danska ríkinu, ömurleg framtíðarsýn.

Kjartan Birgisson, 13.4.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hugsa að ég haldi mig við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þó ég hafi haft mínar efasemdir um það eftir hrunið. Flokkurinn hefur þó brugðist vel við þeim vanda sem hér hefur skapast og ég treysti honum vel til að stuðla aftur að góðæri á landinu. Ég hugleiddi lengi vel að kjósa Borgarahreyfinguna en ég tel þá hafa farið alltof geyst í gagnrýni sinni á stjórnarkerfið en þó óska ég þeim góðs og myndi gleðjast yfir að þau næðu fólki á þing.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það verður þungur róðurinn, að fólk GETI treyst stjórnmálamönnum, eftir allt það sem hefur gengið á.  Í fyrsta skipti eftir að ég fór að kjósa get ég ekki gert upp hug minn og reikna ég með að skila auðu.  Enginn sem nú er í framboði hefur getað sannfært mig um það að HANN/HÚN eigi skilið atkvæðið mitt.

Jóhann Elíasson, 13.4.2009 kl. 19:51

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nokkuð til í þessu hjá Jóhanni. Óneitanlega renna á mann margar grímur

Finnur Bárðarson, 13.4.2009 kl. 19:53

6 identicon

Ég held að besta ríkisstjórn sem við getum haft eftir n.k. kosningar sé Ríkisstjórn Samfylkingar og VG. Það er eiginlega ekkert annað í spilunum. Ég meina jú jú sjálfsagt eru einhverjir sem vilja Sjálfstæðisflokk og Framsókn áfram en ég veit ekki. Ég held að það verði erfitt fyrri D að halda vell í næstu kosningum. Það er mín skoðun.

En eigðu gott kvöld Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bændur fá ekki réttar upplýsingar um ESB og svo er með marga fleiri. Þess vegna er svo mjög nauðsynlegt að sækja um og fá upplýsingar um hvað raunveruleg í boði fyrir einstaka hópa og okkur sem þjóð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 21:53

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kjartan vil benda þér á reynslu fóks sem býr í dreyfbýli norðast í Finnlandi og Svíþjóð. Aðstæður á Grænlandi eru ekki sambærilegar á nokkurn hátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 110268

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband