10.4.2009 | 00:57
Minnisleysi ekki trúverðugt
Sjálfstæðisflokkurinn fékk afar óheppilegt mál í fangið nú rétt fyrir kosningar. Meintar mútugreiðslur frá FL grup og óútskýrðan stuðning frá Landsbankanum, kannski "þakklætisvott" fyrir aðstoð við reyfarakaup á banka. Svo bætist það við að prókúruhafi flokksins á þeim tíma virðist ekki hafa fylgst með á tékkheftinu, hvað þá meir, auk þess sem þingmaður og fyrrverandi ráðherra á góðum aldri er búinn að missa minnið.
Ósköp sem á einn flokk er lagt í sömu vikunni. En það er einn ljós puntur í málinu, flokkurinn hefur á þessum tíma notið krafta frábærra flokksmanna til fjáröflunar. Bara einhverjir óbreyttir af götunni sem löbbuðu inn til Sigurjóns í Landsbankanum og Hreiðars Más hjá FL gurp og sögðu rétt si svona. Heyrðu manni, flokkinn minn vantar pening, átt þú pening til að redda málinu. Ekkert mál sögðu Sigurjón og Hreiðar Már. Þessir óbreytti sögðu 25 millur við Sigurjón, ókey sagði Sigurjón, læt millifæra í hvelli. Takk sögðu þeir óbreytti. Þeir prófuðu svo að segja 30 millur við Hreiðar Má og hann sagði ókey, redda því. Þetta er auðvitað leyndó sögðu S og H og þeir óbreyttu kinkuðu kolli, stungu höndum i vasana og löbbuðu út. Málið dautt, nema hvað einhver kjaftaði í Agnesi og af því hún er landsfræg blaðurskjóða, þá kjaftaði hún. Æ Æ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2009 | 23:41
Skattkerfið - tæki til að jafna kjörin
Bjarni Benediktsson nýkjörinn formaður hjá Íhaldinu vill engar skattahækkanir, puntur. Þar höfum við það. Skattbreytingar geta verið með ýmsu móti eins og dæmin sanna. Tólf ára stjórn D og F hækkaði skatta á fólki með miðlungs tekur og þar undir, en lækkað þá hjá þeim tekjumeiri. Þannig jókst ójöfnuður i tíð þeirrar ríkisstjórnar verulega. Tekjutengingum var beitt af hörku og enn jók það mismuninn milli þeirra ríku og hinna efnaminni.
Núverandi ríkisstjórn vill nota skatta til tekjujöfnunar og nú hrópar Íhaldið "ekki skattahækkanir" Þeir vita sem er að nú á að leiðrétta aðeins meira af ójöfnuðinum og það vilja þeir ekki. Þetta ásamt málþófi, Baugspeningum og fleiru kemur þeim ekki vel þessa dagana þegar atkvæðaveiðar standa sem hæst. Þetta þætti vond beita til sjós að setja úr öngla með einhverri óværu sem fældi þann gula.
7.4.2009 | 17:55
Mikilvægu málin
Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána úr bréfi Íhaldsins Vissulega mikilvægt mál. Frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík úr bréfi Íhaldsins Má alveg bíða næsta þings. Breytingar á tekjuskattslögum (vaxtabætur) úr bréfi Íhaldsins Mikilvægt mál. Þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum úr bréfi Íhaldsins Má alveg bíða næsta þings. Frumvarp um stjórnskipunarlög og breytingar á Stjórnarskrá Íslands Stjórnarfrumvarp Mjög mikilvægt að afgreiða það á þessu þingi.
7.4.2009 | 17:46
Eru Sjálfstæðismenn að þreytast á þvaðrinu
Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur sent forseta Alþingis bréf, þar sem stendur m.a. "Við erum tilbúin til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en þær verða að vera vel undirbúnar og vandaðar." Spurningin er, hvað telja þeir vera "nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni". Ekki kemur það fram í bréfinu og ekki heldur hvað marga áratugi þeir telja sig þurfa til undirbúnings. Ég leyfi mér að skora á meirihluta Alþingis að kvika hvergi með þá ákvörðun að frumvarpið fái afgreiðslu í þinginu. Meiri hluti er fyrir því og það er ekkert í núverandi Stjórnarskrá sem gefur minnihluta Alþingis færi á að knýja fram breytingar á málum.
6.4.2009 | 23:33
Að borga eða borga ekki.
Athyglisvert að hlusta á Dr. Michael Hudson í Silfri Egils. Hann er með afar einfaldar skýringar á málunum og segir okkur að borga ekki skuldir okkar. Við munum einfaldlega ekki geta það. Við höfum lent í þvílíku útsogi fjármagns frá landinu að aldan sem fylgir á eftir muni draga okkur á kaf.
Sama er uppi á teningnum með lántakendur innan lands, þeir séu í slíkum skuldavafningum að þar verði að fella niður að hluta svo fólk geti rekið sín heimili og fyrirtæki með skikkanlegum hætti. Þarna er okkur sagt á mannamáli að peningastefnan hér hafi verið svo kolröng ekki verði hjá því komist að höggva á hnútinn, stokka spilin og byrja að nýju.
Sumum finnst þetta trúlega uppgjöf og vilja rembast við að greiða skuldir sínar eins og okkur hefur öllum verið kennt frá blautu barnsbeini. En er það mögulegt, erum við borgunarmenn, eða er þessi maður og nokkrir fleiri að vaða reyk og fara með stóryrði sem standast ekki.
Ekki ætla ég að dæma um það og hef ekki kunnáttu til þess, en af hverju er þessi hópur að fara með rangt mál, erum við búin að reikna dæmið og erum við fær um það. Eða getur verið að búið sé að reikna, en niðurstaðan sé svo sláandi að það megi ekki birta hana. Hver veit.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2009 | 00:29
Ný hugsun og nýtt upphaf.
Í alheiminum er til nóg handa öllum og skortur er ekki til. Í hugum okkar hefur á löngum tíma þróast sú ranghugmynd að til þess ég að hafa nóg, verði að gæta þess að næsti maður fái aðeins minna en maður sjálfur. Þetta er á peningamáli kallað samkeppni og fyrir slíkri hugsun hefur verið rekinn mikill áróður.
Franska byltingin var leiðrétting á miðskiptingu og hafði mikil áhrif til aukins lýðræðis. Margar byltingar hafa verið gerðar og þó ekki sé sjáanlegur árangur þeirra allra, hafa þær flestar snúist um miskiptingu í einhverri mynd.
Spilaborgin mikla þar sem auðmenn veraldar auðguðust sífellt meira og meira, byrjaði að molna, skjálfa, skjögra og hristast. Ágirndin jókst og áformin urðu villtari og trylltari með hverju andartaki. Innantómar sálir biðu algleymis sem ekki kom og gullið varð að skrani.
Jafnaðarstefnan er hin nýja hugsun sem flæðir yfir heiminn. Ekki svo að skilja að jafnaðarstefnan sé ný - hún er aldagömul og hefur orsakað margar styrjaldir í gegnum tíðina. Nú eru ný viðhorf til jafnaðarstefnunnar og hún er INN eins og það er kallað. Það er ný hugsun og nýtt upphaf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.4.2009 | 22:01
Obama með nýja sýn
Það er hrein unun að hlusta á Obama forseta Bandaríkjanna tala um málefni veraldarinnar. Hann er maður nýrra tíma og nýrrar sýnar og gefur vonir til framtíðar. Hvílíkt lán fyrir heimsbyggðina að hafa slíkan mann í þessu mikilvæga embætti
3.4.2009 | 21:56
Jóhanna Sigurðardóttir góð að vanda.
Jóhanna Sigurðardóttir var góð í kosningasjónvarpi RUV eins og vænta mátti. Hún talaði af mikilli festu og lét hvorki stjórnendur þáttarins eða BB taka af sér orðið þegar hún talið um óþægileg mál eins og skýrslu um þeirra sem draga undan skatti.
Þar liggja 30 til 40 milljarðar eða álíka og talað er um að draga þurfi saman í fjárlögum næsta árs. BB reyndi líka hvað hann gat að kæfa það sem Jóhanna hafði að segja um skattabreytingar ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar. En JS kláraði mál sitt með festu og án þess að fipast.
3.4.2009 | 13:29
Afleiðingar gjaldeyrishafta verða lökustu lífskjör í Evrópu
Þessa nöturlegu setningu sagði Margeir Pétursson í Markaðnum hjá Birni Inga í gærkvöldi. Og staðreyndin er því miður sú að mínu mati að þetta mat MP er ekki hrakspá, heldur einfaldlega bláköld staðreynd. Þó okkur vegni vel í augnablikinu, er framtíðin kolsvört, ef ekki verið leitað allra leiða til að halda viðskiptasamböndum opnum.
Það er óskaplega erfitt að útskýra fyrir ungu fólki nú á tímum hvað verið er að tala um. Ég á til dæmis í fórum mínum nótur fyrir byggingarefni í hús frá 1947 til 48. Þá varð að sækja um innfluttningaleyfi fyrir ÖLLU, nöglum, skrúfum, timbri, málningu, þakpappa, þakjárni og hverju sem var. Og það var ekki hægt að velja viðartegund, og ekki nú aldeilis. Það var flutt inn ódýrt timbur sem fólk gat fengið og annað ekki.
Svo var úthlutað vissu magni af vörum á hvern einstakling og gefnir út skömmtunarseðlar. Varð að afhenda þannig seðil þegar keypt var einhver vara sem var innflutt. Fataefni var mjög vandfengið og annað eftir því. Andstæðingar þess að sækja um aðild að ESB ættu endilega að taka það gleðilega verkefni að sér að kynna þessa framtíðarsýn sem víðast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2009 | 23:55
Málþóf íhaldsins og mælendaskráin full
Þeir ætla sér að stagla í nótt ef ekki vill betur til. Jóhönnu beygja þeir ekki og hélt að þeir vissu það, minnsta kosti þeir eldri. Þeir um það.
![]() |
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
150 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar