Afleiðingar gjaldeyrishafta verða lökustu lífskjör í Evrópu

Þessa nöturlegu setningu sagði Margeir Pétursson í Markaðnum hjá Birni Inga í gærkvöldi. Og staðreyndin er því miður sú að mínu mati að þetta mat MP er ekki hrakspá, heldur einfaldlega bláköld staðreynd. Þó okkur vegni vel í augnablikinu, er framtíðin kolsvört, ef ekki verið leitað allra leiða til að halda viðskiptasamböndum opnum.

Það er óskaplega erfitt að útskýra fyrir ungu fólki nú á tímum hvað verið er að tala um. Ég á til dæmis í fórum mínum nótur fyrir byggingarefni í hús frá 1947 til 48. Þá varð að sækja um innfluttningaleyfi fyrir ÖLLU, nöglum, skrúfum, timbri, málningu, þakpappa, þakjárni og hverju sem var. Og það var ekki hægt að velja viðartegund, og ekki nú aldeilis. Það var flutt inn ódýrt timbur sem fólk gat fengið og annað ekki.

Svo var úthlutað vissu magni af vörum á hvern einstakling og gefnir út skömmtunarseðlar. Varð að afhenda þannig seðil þegar keypt var einhver vara sem var innflutt. Fataefni var mjög vandfengið og annað eftir því. Andstæðingar þess að sækja um aðild að ESB ættu endilega að taka það gleðilega verkefni að sér að kynna þessa framtíðarsýn sem víðast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Meðan krónan og ESB snúast um trúarbrögð þá er ég hræddur um að Margeir hafi lög að mæla. Ef þetta er það sem þjóðin vill þá veskú

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki tilbúin og mun flytja af landinu ef þetta verður veruleikinn, það er alveg á hreinu. Ég tek ekki þátt í "hetjuleik"  Bjarts í Sumarhúsum og félaga hans, takk fyrir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 16:10

3 identicon

Mér finnst bara fáránlegt afhverju við göngum ekki í ESB og tökum jafnframt upp Evruna sem gjaldmiðil. Þetta eru mál sem við þurfum að ráðst í en það er ekkert gert. Mér finnst þetta bara fáránlegt, afhverju ekki er dryfið ín þessu.

Takk fyrir góða pistla og útskýringar.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:42

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er eitt af stóru verkefnunum eftir kosningar að sækja um aðild og kanna möguleika okkar þar. Valgeri, þú ert kominn á gott skrið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110321

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband