21.4.2009 | 10:54
"Ég var búinn að segja það"
Að standa við orð sín og vera viss um eigin vilja og skoðun. Þetta er mjög mikilvægt að börn læri og fullorðnir taki líka mark á skoðunum barna. Ég var að tala við dóttir mína í síma og spurði eftir tæplega 4ra ára dóttursyni mínum, hvort hann vildi tala við ömmu. Sá stutti var annað að gera og allt í góðu með það.
Áður en við mæðgur kvöddumst spuri ég aftir um piltinn, hann vildi ekki heldur tala við ömmu þá og var enn upptekinn. Hann svarði að bragði "Nei, ég var búinn að segja það" Og skilaboðin voru skýr, amma átti að taka mark á því sem hann var búinn að segja. Ég gladdist í hjartanu yfir því hvað skoðun hans var einbeitt og að hann vildi að tekið væri mark á orðum sínum.
20.4.2009 | 23:03
Evrópustefna Samfylkingar á hreinu
Kvartað hefur verið um að Samfylkinguna vanti framtíðarsýn, en nú liggur hún fyrr og ljóst að Evrópumálin verða úrslitamál varðandi stjórnarsamstaf eftir kosningar. Ég fagna því að þessi endregna afstaða liggi fyrir og kjósendur gangi ekki að því gruflandi hvað spil eru á hendi.
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2009 | 20:35
Sammála - undirskriftasöfnun gengur vel
Var inn á www.sammala.is og þar voru 7.500 undirskriftir komnar og er það mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem viljum fara þessa leið og það strax eftir kosningar.
20.4.2009 | 20:18
Árni Páll Árnason afdráttarlaus um aðildarviðræður.
Gott að heyra Árna Pál koma með afdráttarlausa yfirlýsingu varðandi það forgangsverkefni að sækja um aðild að ESB. Þetta kom frá í kosningasjónvarpi stöðvar 2 í kvöld.
20.4.2009 | 17:08
Þeir sletta skyrinu .............
Nú er kosningabaráttan farin að harðna óþyrmilaga og búið að draga fram skyrfötuna. Ekki er ég samt viss um að fatan sú safni atkvæðum og þá ekki vitað til hvaða framboðs þau ættu að renna. Eins er með auglýsingar sem skrumskæla stefnumál annara flokka. Stjórnmálfræðingar segja reyndar að rangtúlkanir virki og þeir eru víst með próf uppá að vita svoleiðis. Það hljóta að vera framboð í algjörri örvæntinu sem beyta rangtúlkunum (sem kallast að ljúga á mannamáli) Og þá dettur manni ekkert annað í hug en Íhaldið eða einhverjir sem telja bráðnauðsynlegt að efla það. Þar er líka mesta fylgistapið og ekki skrítið og heldur ekki leiðinlegt.
20.4.2009 | 13:48
Jóhanna er mikill skörungur
Þarna er komin sú framtíðarsýn fyrir okkur Íslendinga sem er að mínu áliti sú besta í stöðunni í dag. Að sækja um aðild að ESB og komast í bandalag annarra sjálfstæðri ríkja Í Evrópu með traustan gjaldmiðil, mikinn stöðugleika og stórlækkaðan kostnað fyrir heimilin í landinu. Við erum búin að prófa auðhyggjuna með gríðarlegum launamun, fátæktargildrum launafólks og bótaþega og komið er nóg af slíku. Jafnaðarstefnan virðist verða ofan á eftir kosningar á laugardaginn og það er vel. Það verður mun auðveldara að fara í gegnum næstu ár með jöfnuð að leiðarljósi en auðhyggjuna sem hefur reynst okkur svo hroðalega. Svo bíður Evrópa handan við hornið með sterkan gjaldmiðil, enga verðtryggingu, lága vexti og lækkaðan rekstrarkostnað heimilanna. Sérstaklega verður hagkvæmt fyrir landsbyggðina að ganga til til við ESB og þá gríðar sterku byggðastefnu sem þar er rekin, sérstaklega fyrir harðbýl svæði norðan 62 breiddargráðu en landið okkar er allt þar fyrir norðan.
![]() |
Fjármál flokkanna verði skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 11:09
Frábært frábært
Lögregla að uppskera sem aldrei fyrr í fíkniefnaleit sinni. Innflytjendur eru stórtækir og miklu er til kostað, enda gróðavonin risasrór. Hin hliðin á sama peningnum er samt ekki eins glæsileg og það er öll eymdin, sorgin, þjáningin og niðurbrotið sem þessi efni valda. Öll fallegu börnin okkar sem breytast í fárveika einstaklinga á stuttum tíma og enda mög hver afar ung á götunni, í fangelsi eða kirkjugarðinum. Fólk á öllum aldri ánetjast og gott líf verður rústir einar á stuttum tíma.
![]() |
Fíkniefni af ýmsu tagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 10:55
Má ég færa þér rós frá Jóhönnu !!
Fór á laugardaginn í rósadreifinu fyrir Samfylkinguna og mikið naut ég þess í botn. Það er svo mikill boðskapur í einni rós. Kærleikur og umhyggja fylgir rósinni, mér er ekki sama um þig og það fá allir að njóta. Skoðanir skipta ekki máli, það eru allir jafnir. Þannig hugsar Jóhanna og þannig er stefna Samfylkingarinnar byggð upp. Að allir eigi sama rétt og eiga skilið það sama og aðrir. Ég fékk mörg bros, mörg takk fyrir og glaðlegt viðmót. Þarna var heil og sönn jafnaðarmennska á ferð.
20.4.2009 | 10:36
Vald Björns Bjarnasonar
Merkilegt að lesa skrif Björns Bjarnasonar um aðild að ESB og ægivald Íhaldsins. Ekki veit ég í hvaða hugarheimi BB dvelur, en ég er þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur sá valdaflokkur sem hann var fyrir 01.02.09.
Þá var flokkurinn í ríkisstjórn og með flesta þingmenn allra flokka. Þingmannafjöldinn er að vísu enn til staðar, en trúlega verður nokkur grisjun um næstu helgi. Fari þingmannafjöldi Íhaldsins niður fyrir 21 þá sé ég ekki hvernig þeir geta stöðvað afgreiðslu mála í Þinginu, jafnvel þá aukinn meirihluta þurfi til að samþykkja mál. Tuttugu þingmenn duga ekki því það er minna en þriðjungur þingheims.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 10:24
Sammála
Já ég er svo sannarlega sammála því að við eigum að lýsa því yfir strax eftir kosningar, að við hyggjumst sækja um aðild að ESB. Þetta virðist vera eina færa leiðin fyrir okkur í stöðunni og sá sem er í sjálfheldu, hlýtur að reyna þá leið sem virðist fær, annað er bara ávísun á að verða í sjálfheldunni til frambúðar. www.sammala.is
Um bloggið
151 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar