Góðan daginn allir jafnaðar og vinstri menn. Til hamingju með daginn, nú verður tekið til óspilltra málanna og farið að vinna. Glæsilegt.
Komur um allan heim, til hamingju með glæsilegan stórsigur kvenna í kosningunum á Íslandi. Nú munu gildi kvenna vega til jafns við karlana. Stórglæsilegt.
25.4.2009 | 00:39
Lausnapakkinn
Hef eins og aðrir hlustað á frambjóðendur og heyrt ýmsar tillögur vegna peningavanda heimila og fyrirtækja. Ég held að gera mætti góðan lausnapakka úr þessu öllu. Byrjum á tillögunni með að færa vísitöluna aftur til 01.01.08.
Þar mætti leita samkomulags við fjármálastofnanir um að koma til móts við skuldara og skipta hækkunum á milli aðila, næst að semja við fjármálastofnanir um að lækka afborganir um allt að 50% í X tíma og ef það dugar ekki einstökum aðilum að afskrifa hluta skulda. Fjármálaráðgjöf og greiðsluaðlögun væri svo fyrir þá verst settu.
Sótt verði um aðild að ESB strax í sumar og þegar hægt væri síðan að tengja krónuna við evruna þá munu forsendur skuldar breytast það mikið að aðgerðarpakkinn mundi fjara út nokkuð hratt eftir það. Allar tillögurnar og hugmyndirnar gæti því orðið að einum aðgerðarpakka fyrir þjóðina. Það væri bara nokkuð góður sumargrautur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2009 | 22:36
Hræðsluáróður Framsóknar
Örvænting er mikil og gripið er til ýmissa ráða. Hræðsluáróður Framsóknar er ljótur leikur og stangast á við glænýja yfirlýsingu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Ég hallast að því að Gylfi viti mun betur hver staðan er í raun og veru, auk þess sem hann er ekki á atkvæðaveiðum og því mun trúverðugri en nýr flokksformaður Framsóknar, með fullri virðingu fyrir þeim síðarnefnda
![]() |
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 14:43
Til hamingju Hjörleifur
Það er vissulega ekki á færi okkar íslendinga almennt að lesa bækur á Kínversku. Það er því mikið ánægjuefni að til skuli vera íslendingur sem er svo snjall að þýða úr þessu framandi tungumáli að hann hlýtur íslensku þýðingarverðlaunin. Til hamingju Hjörleifur og til hamingju Ingibjög Sólrún með hann bónda þinn.
![]() |
Hjörleifur fékk íslensku þýðingarverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2009 | 14:23
Sumargrautur með lummum og kaffi
Var að koma úr hádegismat í Laugarbakkaskóla. Þar var framborinn sumargrautur, þ.e. hrísgrjónagrautur með að án rúsína. Kanilsykur útá síðan kaffi og lummur. Þarna er verið að endurvekja gamlan íslenskan sið. Sumardagurinn fyrsti var mikill hátíðisdagur hér áður fyrr og það var siður að húsfreyjur geymdu grjón og sauðakjöt til sumardagsins fyrsta.
Þó matarskortur hefði verið nokkur eð mikill á útmánuðum, skyldu allir fá fylli sína á sumardaginn fyrsta. Soðið var sauðakjöt, gerður grautur, hellt uppá kaffi eins og hver vildi og bakaðir háir staflar af lummum. Brennivín var líka framborið og átt hver bóndi rétt á potti af brennivíni út á sinn reikning, hver sem skuldastaða hans var. Fólkið klæddist sparifötum og vann bar það alnauðsynlegasta, gefnar voru sumargjafir og þessi dagur var jafn aðfangadegi jóla í hugum margra.
Suðakjöti og brennivíni var sleppt í þessum sumarmálsverði, en verið var í leiðinni að kynna hugmyndir að nýtingu húsnæðis Laugarbakkaskóla, þegar skólahald verður allt flutt til Hvammstanga. Ekki er búiðað tímasetja þann flutning, en sú ákvörðun tengist því að búið verði að finna húsnæðinu framtíðaverkefni. Þær hugmyndir eru í smíðum, en ekki verður farið út í þær hér á þessu stigi.
23.4.2009 | 07:44
Sumarið við sjónarrönd
Vaknaði síðri hluta nætur við heilmikið gæsakvak. Glugginn á svefnherberginu var opinn og á stóru túni handan götunnar voru þær í hundraðatali þessar elskur að leita á vornálinni. Auðvitað hreinsa þær sinu í leiðinni og skila svo áburði eins og vera ber. Svo um 7leitið fór ég með litla hundinn minn út að pissa og þá heyrði ég vængjaspil hrossagauksins í suðri. Sólin er komin upp og Eiríksjökull sýnir sinn hvíta koll í suðrinu inn í blámóðu dulúðarinnar. Hvílík dásemd.
22.4.2009 | 18:09
Rannsóknarsetur formlega opnað við Selasetur Íslands á Hvammstanga
Var viðstödd merkilegan viðburð nú í dag þegar verið var að opna formlega rannsóknarsetur við Selasetur Íslands á Hvammstanga. Við það tækifæri voru undirritaðir 2 samstafssamningar.
Annar samningurinn er á milli Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands um rannsóknarsamstarf á sviði náttúrutengdar ferðaþjónustu. Per Åke Nilssen er starfsmaður Hólaskóla með aðsetur og sinnir rannsóknum á Hvammstanga, auk þess að sinna ákveðinni kennsluskyldu við Hólaskóla.
Hinn samningurinn er á milli Veiðimálastofnunar og Selaseturs Íslands um rannsóknir á sel. Sandra M Granquist er starfsmaður Veiðimálastofnunar með aðsetur og sinnir rannsóknum á Hvammstanga. Kynnt voru 2 verkefni sem hefjast nú 1. júní n.k. Annað varðar áhrif umferðar ferðamanna við sellátur og hitt varðar áhrif sela á viðgang laxa. Selirnir liggja nefnilega undir ámæli vegna meintara átu á laxi.
Einnig var kynnt álþjóðlegt samstarfsverkefni The Wild North sem Selasetur Íslands er í forsvari fyrir. Þess má geta að n.k. laugardag 25.04 eru 4 ár frá stofnfundi Selaseturs Íslands og setrið var síðan opnað 14 mánuðum síðar, 25.06.06.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2009 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2009 | 13:44
Jóhönnu tekst það !!
Hún er eingri/eingum lík hún Jóhanna, lætur ekki deigann síga frekar en fyrri daginn. Henni mun takast að leiða okkur út úr ógöngunum og inn í ESB og þar með til baka inn í alþjóðasamfélagið, því þar eigum við svo sannarlega heima.
![]() |
Til Evrópu með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 13:38
Björgun eða höft !!
Hlustaði á panelumræðum á fundi Samfylkingarinnar um leiðir jafnaðarmanna í atvinnu- og velferðarmálum, þar sem fjallað var um ávinning af umsókn um aðild að ESB og fleira. Sjá hér
Ég er algjörlega sammála því sem þarna kemur fram. Kristínu hjá Auði Capital kallar hina leiðina (ekki ESB) jafngildi sjálfsmorði og því verður að forða. Vilhjálmur Þorsteinsson talar um kalda vatnið sem renni milli skinns og hörunds, ef ekki verði bugðist við og aðildarviðræður hafnar .
Ég ætla ekki að búa hér á þessu landi mikið lengur ef ekki verður farið í þessar viðræður í sumar, það er bara svo einfalt. Ég er tæplega 65 ára og hvað með allt unga fólkið með börnin, það fer og hvað verður þá eftir. Jú þrákálfar sem berja hausum við grjót, gamalt ósjálfbjarga fólk og einhverjir sem ekki teysta sér að taka sig upp og flytja.
Verið er að þrugla um hluti eins og rétt gengi í gjaldmiðilsskiptum og einhverja hugmyndafarsa. Hvað er fólk að hugsa, mín upplifun er að við séum að sigla inn í þröngan fjörð með háum fjöllum á alla vegu. Fjörðurinn mun síðan lokast, sambandið við útlönd rofnar og að nokkrum tíma liðnum verðum við komin á einskonar Breiðavík þar sem alskyns ómanneskjulegar reglur gilda. Matur lítill og einhæfur, allt skammtað og skorið við nögl. Ekki má fara neitt og engar heimsóknir mögulegar, úff. Ég vil ekki þetta, en þú ?????????????
Nei við erum á strandstað og björgun er möguleg. Við eigum auðvitað að skoða hvort leiðin er fær og hvað það kostar okkur. Ég er reyndar ekki í nokkrum vafa um að leiðin er fær og mun aldrei kosta okkur svo mikið að hún borgi sig ekki. En auðvitað gerum við samning á okkar forsendum, höldum sjálfstæðinu og sjálfsforræðinu. Höldum lífskjörunum og sjáum fram á að þau batni á komandi árum. Jöfnuður mun aukast enn frekar og við getum með okkar atorku og dugnaði byggt upp fyrir myndarsamfélag, með auknu lýðræði, jafnræði og sjálfstæði.
21.4.2009 | 12:25
Siv - Ísland ER á harðbýlt svæði, samkvæmt skilgreiningu ESB
Harðbýlt svæði er sama og Heimskauta svæði og nær skilgreining ESB yfir allt landssvæði innan sambandsins sem er norðan 62. breiddargráðu.
Ísland er ALLT NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU.
Siv Friðleifsdóttir framsókn talaði um það á Stöð2 í gærkvöldi, að tryggja þurfi með samningi við ESB að landbúnaður á Íslandi væri skylgreindur sem Heimskautalandbúnaður. Hún veit vel að þessi skilgreining er þegar til staðar inni í reglum ESB og sá samningur mundi þá væntanlega ná til sértækra aðgerða á aðlöðunartíma. Það sem Siv gleymdi að nefna er að byggðastefna ESB er mjög viðamikil og öflug. Skilgreining ESB á því hvað er landbúnaður mun víðari en það sem er í okkar huga.
Hvað varðar sjávarútveginn þá eru fiskistofnar okkar hér við land að verulegum hluta staðbundnir og það hafa stjórnmálamenn sem gerst þekkja, sagt að kæmu alfarið í okkar hlut að veiða. Um flökkustofnana höfum við gert samninga undanfarin ár og breytingar þar eru alltaf að eiga sér stað vegna breyttra aðstæðna í náttúrunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
152 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar