"Ég var búinn að segja það"

Að standa við orð sín og vera viss um eigin vilja og skoðun. Þetta er mjög mikilvægt að börn læri og fullorðnir taki líka mark á skoðunum barna. Ég var að tala við dóttir mína í síma og spurði eftir tæplega 4ra ára dóttursyni mínum, hvort hann vildi tala við ömmu. Sá stutti var annað að gera og allt í góðu með það.

Áður en við mæðgur kvöddumst spuri ég aftir um piltinn, hann vildi ekki heldur tala við ömmu þá og var enn upptekinn. Hann svarði að bragði "Nei, ég var búinn að segja það" Og skilaboðin voru skýr, amma átti að taka mark á því sem hann var búinn að segja. Ég gladdist í hjartanu yfir því hvað skoðun hans var einbeitt og að hann vildi að tekið væri mark á orðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 110255

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband