Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.12.2008 | 00:56
Gunnar Axel á Borgarfundi - Ábyrgðin er stjórmálamanna ! !
Þó ég hafi ekki skoðað málefni fjármálastofnana neitt viðlíka og Gunnar Axel virðist hafa gert, þá var mér nokkuð ljóst í upphafi holskeflunar í haust að ábyrgðin væri fyrst og fremst hjá þeim sem settu leikreglurnar. Ég lét þessa skoðun mína í ljós á blogginu, meðal annars hjá Agli Helgasyni og þar fékk ég þann stimpil að ég væri einföld, glær og annað í þeim dúr. Ég hef þó haldið mig við þessar "einfeldnislegu" skýringar og talið rökin það góð að þau mundu ekki svíkja.
Það er frábært að lesa þennan pistil og haltu áfram að koma þínum málflutningi á framfæri. Þú áttmikið hrós skilið Gunnar Axel.
Ræða Gunnar Axels á Borgarfundinum er hér fyrir neðan
Ræða á borgarafundi 17. desember 2008
18.12.2008 | 00:10
Dómharkan eykst dag frá degi
Það sem fólk kýs að kalla mótmæli er að taka á sig mynd einhverskonar ofsókna. Þessar ofsóknir snúast gegn fólki á mjög ófyrirleitinn hátt. Hvað eru allar kjaftasögurnar að segja okkur, eitthvað sem einhver heldur að geti hugsanlega verið rétt. Við búum í lýðræðisríki og þar er réttarfar sem tekur á þeim afbrotum sem framin eru.
Í lýðræðisríkjum er það ekki dómstóll götunar sem tekur fólk, dæmir það og setur það í nokkurskonar Gapastokk. Þá er komin heimild til að kasta í það öllum þeim skít sem vegfarendum um netheima dettur í hug, svo ekki sé talað um þá sem komast í návígi við viðkomandi persónu/hóp. Þessa hegðun erum við Íslendingar nú að sýna okkar samborgurum og það finnst mér ekki sæma okkur.
Það er virkilega kominn tími til að við stöldrum við og hugsum okkar gang. Er það svona sem við viljum að viðmótið sé við okkur sjálf. Erum við sem manneskjur orðin svo fullkomin að mistök eru ekki lengur heimil. Erum við sjálf svo miklu betri en það fólk sem við erum að fordæma. Þó við séum reið, svekkt og sár, þá lagar svona hegðun og hugsunarháttur ekki nokkurn skapaðan hlut, nema síður sé.
Svona hegðun veldur okkur sjáfum vanlíðan og óþarfa kvöl. Við skulum heldur sameinast um að huga að því fólki sem á í erfiðleikum. Vera góð hvert við annað, hjálpsöm og skilningsrík.
17.12.2008 | 19:59
Obama að leggja nýjar línur.
Það er virkilega áhugavert að fylgjast með undirbúningi Obama fyrir forsetatíð sína í USA. Með skipun hans í embætti eru samkvæmt fréttum um að ræða mikil tímamót og það er vel. Svo bíða Rússar spenntir eftir því hvernig hann bregðist við í eldflaugamálum. Það er mjög hætt við að tónninn verði annar frá USA eftir 20. jan 2009 og kominn tími til.
Þess má vænta að regluverkið í fjármálaheiminum þar vestra verði endurskoðað vel og rækilega og þá ekki síður slakinn í eftirlitskerfinu. Þessi endurskoðun verður líka framkvæmd á heimsvísu og nú er umhverfi þess að setja slíkar reglur svo gjörbreytt. Við erum á mjög stórum tímamótum núna hér á jörð.
Getum við ekki vænst þess í framtíðinni að grunnhugsun í málefnum á heimsvísu muni breytast verulega og þá til hins betra. Mér finnst eins og þessi breyting sé í pípunum og sé í raun byrjuð að þróast. Það er örugglega ekki tilviljun að við Íslendingar skulum lenda í okkar fjármálakrísu og þeim pólitíska viðsnúningi sem verða mun í kjölfarið. Það er kannski réttast að tala um stjórnarfarslegan viðsnúning, þar sem horfið verður frá losaralegri hægri stefnu, til mótaðs samfélags þar sem velferð allra verður gætt í hvívetna. Þar erum við að tala um frjálslynda jafnaðarstefnu þar sem stunduð verða gagnsæ samræðu stjórnmál. Það er og verður gott að búa á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2008 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 23:58
Obama og umhverfismálin - Bush og skókastið !
Nú kveður við nýjan tón í umhverfismálum í Bandaríkjunum.Obama er að velja sé samstafsmenn og nú verða brettar upp ermar trúi ég. Mér finnst í raun táknrænt að Bush skuli enda feril sinn í Írak með skókasti sem sýnir vel þá fyrirlitningu sem hinn múslenski heimur hefur á honum.
Obama mun vafalaust njóta virðingar í starfi, sem er rökrétt afleiðin af því að hann sýnir glögglega að hann ber virðingu fyrir öðru fólki. Virðingarleysi Bush fyrir mannslífum hefur komið fram í margskonar myndum. Hernaður er þar efst á blaði, pyntingar og hvers kyns ofsóknir eru líka allt of stór þáttur í hans stjórnun. Áherslur hans í umhverfismálum hafa líka sýnt ákveðna mannfyrirlitningu og að peningar og mannslíf vega ekki jafnt á hans vogaskálum. Skókastið í Írak segir svo mikið og miklu meira en margar langar greinar.
![]() |
Ný forysta í loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 22:49
Ekki tala illa um peninga !
Mér finnst mikil hræsni í ummælum margra nú um stundir um peninga og þá sem höndla með peninga. Peningar eru ekki slæmir, þeir eru afl þess sem gera skal og af þeim er nóg til í heiminum. Nú sem stendur er einhver ruglingur á flæði þeirra og það er kannski vegna þess að þeir hafa verið notaðir í ranga hluti.
Þá er ég ekki að tala um okkar ungu kappsömu viðskiptaforkólfa, sem hafa að mörgu leiti sýnt mikla snilli og áræðni. Ég er að tala um alla þá peninga sem eru notaðir í heiminum til að kvelja fólk, ofsækja fólk, einangra fólk og framleiða vopn til að ógna, ráða, drepa og kúga.
Hvað er að koma fram núna með uppbygginu í Írak. Þar hefur verið mokað út fé í nafni lýðræðis, sprengja mannvirki og gera við þau. Drepa fólk og halda því í spennitreyju óttans. Hvaða áhrif hefur þessi austur haft á fjármálakerfi Bandaríkjanna. Hvað kostar ógnar- og óstjórnin í Simbabve og mörgum fleiri ríkjum Afríku. Hvað kostar eltingarleikurinn við hryðjuverkamenn og svona mætti lengi telja.
Það verður að hætta að óvinavæða heiminn og fara að friðmælast. Obama er mikil og björt von mannkyns og okkur vantar meira af slíkum leiðtogum. Það er gott og blessað að fara vel með peninga og verður alltaf. En umfram allt, ekki leggja fæð á peninga, við þurfum þá og höfum mikil not fyrir þá.
14.12.2008 | 22:06
Leggið umsóknina fram strax
það er nokkuð ljóst að helstu kanónurnar hjá Íhaldinu eru að guggna í baráttunni gegn ESB aðild. Er þá eftir nokkru að bíða, gefa út yfirlýsingu um áform um aðildarumsókn og sækja svo um. Við munum vonandi fá neyðarmeðferð og geta tengt krónuna við evru á einhvers konar miðgengi, með eins litlum skekkjumörkum og mögulegt er. Við erum að setja fólk og fyrirtæki á hausinn og þá verður að grípa til neyðaraðgerða. Það er ekki nóg að setja á neyðarlög fyrir fjármálakerfið, það þarf neyðarlög fyrir allt samfélagið. Það verður að gera eitthvað róttækt og við höfum ekki tíma til að bíða til loka janúar. Það má ekki taka gjaldmiðil upp einhliða með þeim hætti að skemma möguleika okkar til inngöngu í ESB
14.12.2008 | 00:33
Meira að segja Björn Bjarnason er að linast
Nú þykir mér týra á tíkarskarinu, Björn Bjarnason farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild að ESB. Hann er búinn að nefna einhliða upptöku evru og hvað kemur næst ??
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 14:37
Utanríkisráðherra tekur af skarið
Það er mikið gleðiefni að utanríkisráherra hafi tekið af skarið og lýst þeim raunverulegu kostum sem við stöndum frammi fyrir. Ef andstæðingar aðildar vera ofaná á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þá er það morgunljóst að flokkarnir geta ekki unnið áfram saman í ríkisstjórn. Mér finnst reyndar líklegra að aðildarumsókn verði samþykkt hjá Sjálfsstæðisflokknum, þá er auðvitað framundan að kjósa um hana svo það verður kosið á kjörtímabilinu. Þessi staða finnst mér hafa blasað við um hríð, en það er alltaf betra að segja hlutina upphátt, það hefur Ingibjörg nú gert og það er vel.
![]() |
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2008 | 21:53
Björgvin tekinn á teppið
Menn liggja ekki á liði sínu þessa dagana, gerð var hörð hríð að viðskiptaráðherra í kvöldfréttum ruv sjónvarps og látið að því liggja að hann vissi ekkert um það hvað starfsemi banka gengi út á og þar fram eftir götunum. Það virðist vera nákvæmlega sama hvað hann gerir sem ráðherra eða gerir ekki, allt er eitthvað öðruvísi en það á að vera. Hefur Íhaldið eitthvað að fela sem ekki má tala um og kannski eru þeir bara óvanir því að verið sé að hnýsast í þan sem gert er, ekki vanir því frá Framsókn. Þegjandi samkomulag hefur örugglega veið milli þessara fylkinga íslensk efnahagslífs um að vera ekki að gramsa í neinu. Svo er allt í einu kominn þarna maður, já heill flokkur sem vill skoða og rannsaka. Þá er bara að setja áróðursvélina í gang og sletta í allar áttir.
11.12.2008 | 21:42
Framsókn á grænni grein, eða þannig ????
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
96 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar