Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.12.2008 | 13:53
Undirbúningur hafinn hjá ESB
Gott að verið sé að undurbúa aðildarviðræður okkar Íslendinga hjá ESB. Þá eru líkur á að umsóknarferlið taki ekki mjög langan tíma.
![]() |
ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2008 | 00:07
Eru peningar, bankar, viðskipti og fjárfestingar óheiðarlegt ???
Ég er mjög glöð að sjá þetta framtak hjá Byr að gefa börnum fæddum 2008 kr. 5.000 inn á reikning og finnst það einmitt mjög lofsvert. Er ekki jákvætt að hvetja unga fólkið okkar til að spara og eiga eitthvað í handraðanum þegar þau eru orðin fulltíða fólk.
Ég er því mjög hissa að sjá neikvæða gagnrýni á þetta framtak Byrs hér á netinu og finnst það raunar með ólíkindum.
Ég veit eiginlega ekki hvað er hlaupið í fólk þessa dagana. Það er eins og það séu glæpamenn í öllum hornum. Allt sem heitir peningar, bankar, viðskipti og fjárfestingar er orðið óheiðarlegt.
Þið sem svona hugsið, verðið að staldra aðeins við og gæta að út í hverskonar forað þið eruð komin. Ég tel þennan hugsunarhátt afar óhollan og skaðlegan.
Ég vil að vekja athygli á að ég skrifa undir fullu nafni og stend við þessi orð mín hvar og hvenær sem er.
10.12.2008 | 16:03
Björgvin krefst gagna frá Luxemburg
Viðskiptaráðherra mun að sjálfsögðu krefjast gagna sem til þarf svo rannsaka megi aðdraganda bankahrunsins. Samfylkingin hefur ekkert að fela og vill allt upp á borð. Þeir sem eru að vanmeta Björgvin G Sigurðsson nú munu vafalaust endurmeta afstöðu sína þegar upp verður staðið og öll kurl eru komin til grafar. Þeir sem eru með hreint borð óttast ekki uppgjör, þannig hefur það alltaf verið.
![]() |
Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2008 | 23:51
Kominn tími til að fólk endurmeti kröfur sínar og stöðuna almennt.
Ég sá hér á vefnum áðan að verið sé af stjórnarflokkunum að beina því til fjölmiðla að reyna eftir megni að róa þjóðina. Hvað sem heft er í því (sem ég dreg reyndar í efa), þá er vissulega kominn tími til að fólk dragi aðeins andann og skoði málin heilstætt.
Hvaða líkur eru á því að afsögn ríkisstjórar og nýjar kosningar núna eða fljótlega eftir áramót, bæti stöðuna.
Hvaða líkur eru á því að hinir svokölluðu útrásarvíkingar hafi verið aðalorsök þess hvernig er komið fyrir okkur.
Hvaða líkur eru á því að hægt sé að afnema verðtrygginguna, bara si svona.
Þessar og margar aðrar kröfur sem nú eru gerðar eru ekki líklegar til árangurs, geta gert ástandið enn verra og eru óframkvæmanlegar í okkar lýðræðisríki.
Afsögn ríkisstjórnar nú og kosningar auka einungis vandann og hann er nægur fyrir. Hvaða skoðanir sem fólk hefur í pólitík, er mestar líkur á því að Samfylkingin hafi þingstyrk og styrk innan stjórnarinnar til að knýja fram breytingar svo hægt sé að rannsaka óhindrað stjórnunarferil Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og hvernig ákvarðanir sem hann ber ábyrgð á, leiddu til atburða haustsins.
Útrásarvíkingarnir eru gerðir ábyrgir fyrir bankahruninu með glannaskap í fjárfestingum og óheiðarlegum vinnubrögðum. Bankarnir urðu of stórir og of fljótt, en það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að ákveðnar veilur mynduðust með því að fjármálafyrirtækin fengju að gera upp í erlendri mynt, fengju að stofna úti bú og ég tala nú ekki um ef við hefðum verið komin inn í ESB og með evru. Davíð kom í veg fyrir þetta allt.
Baugur er tekinn og svertur nú sem aldrei fyrr, en er ekki búið að rannsaka Baug árum saman og hvað kom út úr því.
Verðtryggingin er tilkomin vegna þess að krónan er og hefur verið svo veikur gjaldmiðill að ef verðtryggingin hefði ekki verið til staðar þá hefði vaxtabyrgin verið svo gífurleg að slíkt hefði ekki gengið. Til að afnema verðtrygginguna verður að skipta um gjaldmiðil, önnur leið er ekki fyrir hendi, svo einfalt er það.
Nú ætti því að vera krafa fólksins að Davíð sé látinn hætta og ferill hans rannsakaður.
Að sótt verði um aðild að ESB, kannað til þrautar hvar þar er í boði. Jafnframt verði kannaðir aðrir valkostir og þessir hluti vandlega útskýrðir fyrir þjóðinni svo hún geti kosið um þá kosti sem eru í boði.
Þá er um leið hægt að efna til kosninga til Alþingis og þá verður líka um eitthvað að kjósa, velja.
Ég hef það á tilfinningunni að hópur fólks sé beinlínis í því að velta sér úpp úr málaflokkum eins og Baugi, Fons FLgrub, Stím og s.v. fr. til að draga athyglina frá raunverulegum atburðum og stjórnvaldsaðgerðum sem ákveðinn hópur vill ekki láta tala um.
9.12.2008 | 05:34
Fjármálaeftirlitið dæmt óhæft á blogginu og víðar.
Mikil og oft á tíðum óbilgjörn gagnrýni á Fjármálaeftirlitið, gengur hér um bloggheima og hefur gert undanfarandi. Það eru orðnir glæpamenn í hverju horni og engum er treystandi.
Hefur einhver ykkar sem gagnrýnið hvað harðast, haft fyrir því að kynna sér lagaumhverfi Fjármálaeftirlitsins. Þetta er væntanlega stofnun sem fer að þeim lögum sem gilda í landinu.
Mér dettur í hug Samkeppnisstofnun, stundum virðist hún næsta máttlaus þegar verið er að kvarta um ójafna stöðu gagnvart ríkisfyrirtækjum. Er það ekki í samræmi við lagaumhverfi og valdsvið viðkomandi stofnunar.
Ef FME hefði tekið hart á einhverjum sem er ykkur þóknanlegur, hefði þá ekki hljóðið verið annað.
Þið virðist flest vera kóa með Davíð og klíkunni í kring um hann og úttúða Jóni Ásgeiri, sem er mest rannsakaði viðskiptamaður á Íslandi í dag.
Var þá allt dómaragengið tómt spillingarpakk, spyr sú sem ekki veit.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2008 | 23:49
Bílalán með veði og sjálfsskuldarábyrgð
Fjármálaviðskipti á Íslandi í dag eru náttúrlega ekki eins og hjá venjulegu þjóðfélagi eða venjulegu fólki. Það gera gengissveiflurnar, verðbólgan, vertryggingin og vaxtaokrið. Í svona sjúku kerfi gerast hlutir sem við viljum ekki sjá og viljum ekki upplifa. Ég hef ekki sjálf lent í sjálfsskuldarábyrgð vegna bílaláns, en við tókum bát á kaupleigu og sitjum uppi með skuld vegna þess. Í því tilfelli tel ég að við höfum hreinlega verslað á yfirverði. Ef sá sem lánar fyrir bíl vill líka sjálfsskuldarábyrgð, er þá ekki sá hinn sami að segja að lánið sé í raun hærra en verðmæti bílsins verði eftir einhvern tiltekinn tíma, þar sem nýir bílar falla mjög hratt í verði. Nýr bíll getur tæplega talist fjárfesting, heldur ákveðinn munaður sem tíma tekur að vinna sig upp í. Sá sem fer of hratt upp þann stiga, verður hreinlega að taka þá áhættu að ábyrgjast sjálfur hluta af láninu. Ég er ekki lögfræðingur, en þetta eru einhverskonar vangaveltur sem mér finnst flokkast undir heilbrigða skynsemi.
8.12.2008 | 23:02
Verðtryggingin og verkalýðsforystan
Verðtrygging inneigna og skulda er sá skattur sem við íslendingar greiðum fyrir það að vera með krónuna. Vera með örlitla mynt sem ekki stenst samanburð við aðra gjaldmiðla.
Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá verðum við að taka upp aðra og sterkari mynt til að hér komist á jafnvægi á fjármálamarkaði. Besta leiðin til þess er að við göngum inn í ESB. Þá munu gengissveiflur og óðaverðbólga heyra sögunni til. ASÍ hefur verið gagnrýnt fyrir þá samþykkt sem gerð var á þingi þess í haust.
Þar var verið að skora á stjórnvöld að sækja um aðild að ESB til þess að fá upp á borð þá kosti sem væru í stöðunni varðandi inngöngu, gagnvart okkur Íslendingum. Ákvörðun um aðild verður að sjálfsögðu tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki verjandi við þær aðstæður sem eru nú um stundir í samfélagi okkar, að þessi möguleiki sé ekki skoðaður í þaula.
Varðandi launakjör forkólfa Verkalýðsfélaga er það að segja að þau eru örugglega eins breytileg og félögin eru mörg. Ég hef sjálf gengt starfi formanns í slíku félagi og það er gríðarlega mikil ábyrgð og álag sem því fylgir.
Mín laun voru ekki hærri en minna félagsmanna í sambærilegu starfi með svipaðan lífaldur.
Forseti ASÍ hlýtur að eiga rétt á góðum launum, þar sem áreyti er mikið og ábyrgð sömuleiðis.
8.12.2008 | 02:08
Björgvin vanmetinn viðskiptaráðherra
Var að hlusta á Össur og þar talaði hann um það mikla afrek Björgvins G Sigurðssonar viðskiptaráðherra í bankakrísunni að halda kerfinu gangandi og koma í veg fyrir greiðslufall þeirra. Okkur hinum finnst þetta kannski ekki stórt atriði í öllum darraðadansinum, en svona hlutir gera sig ekki sjálfir og fumlaus viðbrögð á ögurstundu er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn.
Björgvin G er og hefur verið afar skýr í sinum málflutningi um þessa atburði og hann mun komast á spjöld sögunnar fyrir vandaða vinnu, heiðarlega framgöngu og röggsamlega stjórn á þessum stóra og vandmeðfarna málaflokki í mestu kollsteypu í lýðveldissögunni.
7.12.2008 | 22:54
Tvöföld þjóðatkvæðagreiðsla um ESB er of tímafrek.
Ég veit að þjóðin tekur um það ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara inn í ESB eða ekki. Ég held að vegna þess ástands sem hér er nú, þá sé einfaldlega ekki tími til að fara í tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Við þurfum sem allra fyrst að mara okkur framtíðarsýn. Ef við mundum ekki samþykkja aðild þegar samningsforsendur lægju fyrir, þá verður að grípa til annarra leiða. Tíminn vinnu ekki með okkur og þjóðin getur ekki beðið mjög lengi. Landflótti er að bresta á, gjaldþrot vofa yfir, óttinn magnast, reiðin sýður og svona mætti lengi halda áfram. Stór hluti þjóðarinnar vill gana inn í ESB, stór hluti vill fá svör við ýmsum spurningum og stór hluti er á móti. Það þarf að upplýsa okkur öll um aðildarkosti og við bíðum eftir að geta tekið afstöðu.
7.12.2008 | 22:30
Össur stóð sig vel á ögurstundu
Er ekki búin að sá Mannamál en er búin að sjá glefsur af því sem fram kom á vísi.is og hér á mbl.is. Þar koma fram upplýsingar sem gleðja mitt Samfylkingarhjarta. Að hann hafi komið í veg fyrir að Davíð stýrði hópi ráðherra og embættismanna sem mundi annast björgunaraðgerðir í bankahruninu og að það hefði verið Össur sem lagði fram bókunina um að Davíð starfaði ekki sem Seðlabankastjóri í umboði Samfylkingarinnar. Greinilegt er að mikið hefur gengið á innan ríkistjórnarinnar á þessum tíma og gerir sjálfsagt ennþá. Það er okkur Íslendingum mikil gæfa að það skuli einmitt vera Samfylkingin sem er með Íhaldinu í ríkisstjórn, en ekki einhver lítill jáflokkur eins og Framsókn sem jafnframt er kolflæktur í þau fortíðarvandamál sem eftir er að greiða úr og læra af. Samfylkingin er öflugur flokkur með kröftuga stjórnmálamenn á Alþingi og í ríkisstjórn. Nú um stundir setjum við undir okkur hausinn og þolum fylgistap í skoðanakönnunum, en vinnum okkur af öryggi og festu í gegn um þau verkefni sem eru á borðinu. Takk Össur og takk þið öll hin í Samfylkingunni.
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
96 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar