Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fólk gleypir heilu smjörklípufjöllin

Það er alveg furðulegt hvernig fólk gleypir heilu smjörklípufjöllin ef þau koma frá Davíð. Aðvaranir um bankahrunið sem hann er að tala um, kannast enginn við og það vill nú svo til að ég trúi ríkisstjórninni betur en honum í þessu málin.

Þegar Geir HH er farinn að andmæla bullinu úr Davíð þá er sá hrokkinhærði búinn að ofbjóða meira að segja besta vini sínum og verndara.

Óskaplegur barnaskapur er þetta allt saman, fólk er enn að tala um að frysta eigur viðskiptamanna án dóms og laga. Og svo er bullað um auðlindaafsal þegar við göngum í ESB.

Við erum með staðbundna fiskistofna og við erum með staðbundnar auðlindir í fallvötnum, hverum, vatni og hvað þetta er allt saman. ESB er ekki ræningjasamfélag og þar er samið um hlutina.

Með inngöngu mundum við sjá á eftir verðtryggingunni, vaxtaokrinu og gengissveiflunum. Vill einhver viðhalda þeim ósköpum.


Geir að opna á ESB

Það er ánægjulegt að Geir skuli vera farinn að tala raunhæft um aðildarviðræður að ESB. Slík breyting á afstöðu hans sýnir betur en margt annað hve aðkallandi það er að fá fram þá kosti sem eru í stöðunni. Vandinn í efnahagsmálum þjóðarinnar, fyrirtækjanna og heimilanna er það stór að það verður að leita allra leið til að finna raunhæfar leiðir til úrbóta. Gagnrýnendur inna Sjálfstæðisflokksins tala um að flokkurinn muni klofna og það má vel vera, en það eru minni hagsmunir fólgnir í því sem fólkið í landinu stendur frammi fyrir.


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg svarar Davíð

Mikið er gott að þessi yfirlýsing skuli koma fram frá ISG. Það er með ólíkindum hvernig Davíð hendir allskyns glósum útí loftið um jafn alvarleg mál og nú eru efst á baugi í okkar samfélagi.

Það vekur furðu margra, og þar á meðal mína að hann skuli enn sitja á þessum háa valdastóli, miðað við framkomu hans undanfarnar vikur og mánuði. Það sem gleður mig hins vegar er, að nú skuli vera búið að opna á uppgjör fyrirtækja í evrum, en það var mikið baráttumál fjármálafyrirtækjanna sem hér störfuðu.

Davíð tók sér það vald að neita þeirri málaleitan og fjármálaráðherra baðst undan því að úrskurða í málinu. Lá eins og lúbarinn hundur við fætur húsbónda síns. Þeir sem hamast nú við að gera Samfylkinguna tortryggilega fyrir setu í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ættu að hafa það í huga að Samfylkingin er flokkur sem ekki kom nærri þeim stjórnvaldsaðgerðum sem skópu það fjármálaumhverfi sem leiddi til hrunsins í haust.

Af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga nú um stundir, eru hann sá flokkur sem helst getur komið skikki á þá gríðarlegu óreiðu sem nú ríkir.

Slíkt er ekki áhlaupsverk og ekki auðvelt þegar samstafsflokkurinn er ekki einhuga í því grundvallarmáli sem umsókn um ESB er nú. Væntanlega verður breyting á því í janúar, annars er úr vöndu að ráða fyrir Samfylkinguna og um leið fyrir þjóðina.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið nóg af Davíð Oddssyni

Davíð Oddsson er fyrir löngu kominn út fyrir öll mörk í því að sanna sitt vanhæfi til starfs Seðlabankastjóra. Nú verður samstarfsflokkurinn að ganga hart eftir afsögn allrar stjórnar Seðlabankans. Trúverðugleiki flokksins í ríkisstjórn er í veði og það sem verra er að nú ber flokkurinn ábyrgð á því að þessi maður haldi áfram að sletta hinu og þessu í hálfkveðnum vísum um um víðan völl. Slíkar slettur frá Davíð eru nú þegar búnar að skaða okkur nægilega og þetta verður að stöðva.


Altaf fleiri og fleiri sem vilja skoða aðild að ESB

Aðstæður í samfélaginu eru svo gjörbreyttar að það má segja að margar greinar stjórnarsáttmálans hljóti að orka tvímælis. Nú eru fleiri og fleiri sem vilja skoða aðildarviðræður til að fá uppá borðið kosti þess og galla. Þjóðin á svo seinasta orðið. VG ætlar að taka þetta mál á flokksfundi um helgina.

Samfélagið allt er að vakna til vitundar um að nú verður að skoða aðildarmöguleikana heilstætt. Það ættu allir að geta sæst á hver sem afstaða þeirra er til aðildar núna þessa stundina.

Þeir sem ekki geta horfst í augu við þá skoðun, eru að hindra lýðræðislega umfjöllun og meðferð málsins


Tillögur óskast fyrir skuldugann almenning

Það er skelfilegt að segja það, en vegna þess hve margir eru í vonlausri stöðu peningalega þá eru meiri líkur til þess, en annars væri að eitthvað verulega róttækt verði gert til að koma málum á réttan kjöl að nýju.

Ég er ekki með lausn en mér finnst ekki ólíklegt að vel sé hægt að finna slíka. Þetta sem er að gerast hér á landi núna í fjármálum hins almenna borgar er svo alvarlegt að það nær ekki nokkurri átt.

Ég skora því á þá aðila sem eru svo reikningsfær og vel að sér um lánamál og hagfræðilausnir að setjast yfir þessi mál og koma með tillögur.

Mér dettur strax í hug Marinó G Njálsson og endilega komið með nöfn sem þið teljið koma til greina.


Mogginn að skipta um hendur

Nú er skörin farin að færast uppí bekkinn, Hreinn Loftsson að íhuga kaup á Mogganum. Heldur er ég hrædd um að brýrnar á Styrmi og Davíð séu farnar að síga. Mér er nú bara nokkuð skemmt við þessar fréttir. Sagði ekki refurinn að vínberin væru súr þegar hann náði þeim ekki.

Hver hefði trúað þessu hér fyrir nokkrum vikum, ekki hún ég. Það er skrítin tík þessi pólitík, ekki síst á lóðaríi


Lýðræðið mun aukast

Það eru gleðifréttir að Hillary Clinton hefur verið valin sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þessi tilnefning er stórt skref í firðarátt fyrir heimsbyggðina. Obama og stjórn hans er svo mikilvæg fyrir okkar tíma að það gengur kraftaverki næst. Heimsbyggðin hefur fylgst með stríðs- og hernaðaráróðri og aðgerðum undanfarin ár, þó steininn hafi tekið úr eftir árásirnar á Tvíburaturnana. Markaðshyggjan hefur líka flætt yfir heiminn án sýnilegra takmarkana og stórskaðað mörg hagkerfi. Nú verður að skoða leikreglurnar uppá nýtt og búa til alþjóðlegan ramma sem tryggi á sem bestan hátt að réttlæti ríki í viðskiptum. Siðareglur mannréttinda og jöfnuðar verða að vera æðri óheftir gróðahyggju. Peningar eru nauðsynlegir og við þurfum öll á þeim að halda.


mbl.is Bill Clinton fagnar útnefningu Hillary
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðist inn í Seðlabankann

Nú eru mótmælin að verða full gróf. Það á að vera nóg að hópast saman fyrir utan þann stað eða stofnun sem mótmælin beinast að og vekja athygli á málstaðnum með spjöldum eða að afhenda mótmælabréf. Ekki að skemma eigur eða skaða fólk


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vargastefnan

Eitthvað eru höfuðborgarbúar að misskilja málið og ekki líst mér á að magna reiðina. Hún er nægileg og vel það, en það sem við þurfum nú er næsta sigið í þessu ferli. Það er að mínu mati að gera áætlun um úrbætur, eða öllu heldur hverju við viljum breyta. Það er ekki nóg að hrópa á torgum, kosningar og ríkisstjórnina burt. Og hvað svo, hver eða hverjir eiga að taka við keflinu og hvað á að gera við keflið.


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

96 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband