Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.11.2008 | 00:32
Launafólk - varist "svarta vinnu" !!
Ég tel mig þekkja nokkuð vel til varðandi Vinnumálastofnun/vinnumiðlanir og vinnubrögð þar. Ef atvinnurekandi fær starfsmann í gegnum vinnumiðlun, er gerður um það sérstakur samningur og þar kemur meðal annars fram hver launakjör viðkomandi skulu vera að lágmarki.
Utanumhald þessara mála er orðið það gott í dag, að þetta er góð leið fyrir báða aðila, starfsmenn og vinnuveitendur.
Ég vil hins vegar vara mjög við svokallaðri "svartri vinnu" og hinni svokölluðu "gerviverktöku". Báðar þessar leiðir eru afskaplega varasamar.
Þar er starfsmaður að semja beint við vinnuveitandann, sem gjarnan notar þau falsrök, að hann sé að borga betur en þeir sem gefa allt upp.
Ég og margir aðrir starfsmenn stéttarfélaga og Vinnumiðlana, höfum séð skelfileg dæmi um fólk sem búið er að vinna á "svörtu" í svo og svo langan tíma.
Þetta fólk er búið að fyrirgera öllum rétti sínum, bæði hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun og hefur ekki í önnur hús að venda en að leita til síns sveitarfélags og hjálparstofnana.
22.11.2008 | 17:13
Jarðsambandið er í gegnum Samfylkinguna
Það er mín bjargfasta skoðun að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé sá stjórnmálamaður sem geti best leitt okkur í gegnum þann brimskafl sem við erum í núna.
Samfylkingin hefur verið í ríkisstjórn í eitt og hálft ár og er þegar byrjuð að moka þann mikla flór óréttlæris sem Sjálfstæðismenn og Framsókn skildu eftir sig, eftir 12 ára samstarf í ríkisstjórn.
Þessi flór nær yfir velferðarkerfið í heild sinni og þar hefur Jóhanna Sigurðardóttir sett af stað gríðarlega vinnu við endurskipulag þess. Sumt er komið til framkvæmda og sumt er enn í vinnslu.
Stjórn peningamála er stór hluti af flórnum sem hefur um árabil verið í höndum Sjálfstæðismanna, með Davíð Oddsson fremstan í flokki. Ingibjörg Sólrún og hennar samflokksmenn hafa fyrir talsverðum tíma kynnt þær hugmyndir að gera þyrfti breytingu á yfirstjórn Seðlabankanns, en ekki náð því fram.
Sjálfstæðismenn með Geir HH í broddi fylkingar, þverskallast enn við að skipta Davíð út, þrátt fyrir að hann sé búinn að sýna af sér þvílík mistök að frægt er orðið um allan heim.
Auðvitað ber Samfylkingin ábyrgð og undan henni hefur ekki og verður ekki vikist. Eitt af því er að standa í fylkingarbrjósti og berjast áfram fyrir því að faglega sé tekið á málum.
Þar er verið að tala um peningamálastefnuna, bankamálin, fyrirtækin og heimilin, atvinnulífið í heild og félagslega þáttinn. Framtíðarsýn fyrir íslenska þjóð i efnahagslegu tilliti og rannsókn á þeim flóknu málum sem urðu til þess að við erum í þessari stöðu. Já flórinn er stór, bæði breiður og langur.
Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem er með markaða stefnu hvað varðar framtíðina í samfélagi þjóðanna og þar á ég við stefnuna í Evrópumálunum.
En hver er strefna hinna flokkanna? Sjálfsstæðislokkur er á krossgötum og mun trúlaga kynna nýja sýn í lok janúar. Framsóknarflokkurinn er tættur og reiður og hvað verður ákveðið þar í janúar, líklega ný framtíðarsýn Frjálslyndi flokkurinn er með allt að því eins margar stefnur og fjöldi þingamanna segir til um. Vinstri grænir eru á móti og verða á móti.
Okkar leið út úr vandanum er ekki auðveld og það vitum við öll. Ég er eins og ég sagði í upphafi handviss um að það er mjög nauðsynlegt að IGS verði í fylkingarbrjósi þeirra sem leiði okkur í gegnum vandann. Við skulun tala saman að leikslokum.
22.11.2008 | 14:26
Aukin aðsókn hjá Hjálparstofnunum
Öllum sem annast aðstoð við fátæka í þessu landi, ber saman um að aðsókn hafi aukist undanfarnar vikur og mánuði.
Þegar kreppir að í þeirri samfélagsgerð sem hér hefur þróast undanfarin ár, kemur það fljótt fram hjá þeim sem aðstoða fólk í vanda.
Í stjóranartíð Sjálfstæðisflokksins undanfarin 17 ár hefur markvisst verið skorið niður í velferðarmálum svo þeir hópar finna svo sannarlega fyrir þeim skerta kaupmætti sem þegar er kominn fram. Þessir hópar hafa verið á mörkum þess að hafa í sig og á í "góðæri" undangenginna ára.
Með Jóhönnu Sigurðardóttir í félagsmálaráðuneytinu, hefur að vísu verið snúið af braut niðurskurðar til bættra kjara. Þessir málaflokkar eru svo yfirgripsmiklir og lagarammi þeirra svo flókinn, að vinna við leiðréttingar er enn í gangi og áhrif hennar ekki komin fram nema að hluta til.
Þessi hópar eru því mjög viðkvæmir fyrir kjaraskerðingum. Þið sem hafið meira á milli handanna, leggið ykkar að mörkum. Það eru sjálfsagt föt inni í skáp sem þið eruð hætt að nota, einhverjir búshlutir sem þið eigið meira en nóg af og nokkrar krónur sem þið getið séð af.
Þó nytjamarkaðir eins og Góði hirðirinn séu með margskonar hluti á góðu verði, þá er til fólk sem ekki hefur einu sinni efni á að versla þar. Og hafið þetta í huga, ekki bara í dag heldur áfram.
Næst þegar tekið er til í geymslunni eða bílskúrnum, fataskápnum eða eldhúsinu. Takið frá það sem ekki er notað og gefið til þeirra sem rétta fátækum hjálparhönd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2008 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
96 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar