Geir að opna á ESB

Það er ánægjulegt að Geir skuli vera farinn að tala raunhæft um aðildarviðræður að ESB. Slík breyting á afstöðu hans sýnir betur en margt annað hve aðkallandi það er að fá fram þá kosti sem eru í stöðunni. Vandinn í efnahagsmálum þjóðarinnar, fyrirtækjanna og heimilanna er það stór að það verður að leita allra leið til að finna raunhæfar leiðir til úrbóta. Gagnrýnendur inna Sjálfstæðisflokksins tala um að flokkurinn muni klofna og það má vel vera, en það eru minni hagsmunir fólgnir í því sem fólkið í landinu stendur frammi fyrir.


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða efnahagslausnir er ESB með uppi í erminni sem okkur mun nýtast sem þú ert að ýja að þarna í þessu bloggi þínu? Skv. upplýsingum þeirra sem best þekkja, þá komum við til með að borga um 12 milljarða inn í klúbbinn umfram það sem víð fáum til baka.

Fólk eins og þú hafið verið með svona upphrópanir þess efnis að ESB verði að koma inn til að leysa úr vandamálum þjóðarinnar, en minna hefur komið fram hvernig ESB ætlar að fara að því. Það fór amk lítið fyrir aðstoð ESB ríkjanna í þessum látum síðustu vikna. Eitt ríkið setti meira segja á okkur hryðjuverkalög, sem kom sér ekkert sérstaklega vel. Engin þjóð gekk fram fyrir skjöldu og bauð fram aðstoð sína. Eina landið sem sýndi einhvern rausnarskap voru Færeyingar.

Stækunnarstjóri ESB hefur marg ítrekað að það verða engir afslættir gefnir á neinum undanþágum hvað varðar auðlindir þjóðarinnar. Þær munu fara inn í sama pott og hjá öðrum þjóðum. Við komum ekki til með að stjórna þeim öðru vísi en gegnum draslið í Brussel.

Mér fnnst svo þessar fréttir eins og um þessa hrikalegu kvótaskerðingu í veiðum á fiski í ESB löndum, lífshættulega mengun í kjöti frá Írlandi, sífellt dvinandi fylgi við ESB aðild í skoðanakönnunum á Íslandi (síðasta könnun mældi einhver 35% fylgjandi aðild, 65% á móti, könnun á bylgjunni í vikunni).

Getur það verið að fjölmiðlar hafi eina ferðina enn látið tilfinningar látið hlaupa með sig í gönur? ekki sagt fréttir, heldur hvað þeim sjálfum finnst prívat og persónulega? það er skúbb en ekki frétt. Það er búið að skúbba ansi mikið undanfarið.

joi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Upphrópanir eru þetta ekki heldur málefnaleg umræða um framtíð þessarar þjóðar sem er best borgið í samfélagi Evrópuþjóða, í bandalagi sem við erum þegar komin inn í að stórum hluta. Gjaldmiðilinn okkar er ónýtur, við erum að einangrast og munum búa við gjaldeyrishöft, óstöðugt gengi, verðtryggingu og vexti sem sveiflast eins og tuska á snúru eftir því sem verðbólgan hoppar og skoppar. Mótrökin gegn ESB eru byggð á óttablandinni þjóðerniskennd,  misslildu sjálfstæði, tröllasögum um auðlindaafsal og álíka fordómum. Framtíð okkar er best borgið innan ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband