Ekki tala illa um peninga !

Mér finnst mikil hræsni í ummælum margra nú um stundir um peninga og þá sem höndla með peninga. Peningar eru ekki slæmir, þeir eru afl þess sem gera skal og af þeim er nóg til í heiminum. Nú sem stendur er einhver ruglingur á flæði þeirra og það er kannski vegna þess að þeir hafa verið notaðir í ranga hluti.

Þá er ég ekki að tala um okkar ungu kappsömu viðskiptaforkólfa, sem hafa að mörgu leiti sýnt mikla snilli og áræðni. Ég er að tala um alla þá peninga sem eru notaðir í heiminum til að kvelja fólk, ofsækja fólk, einangra fólk og framleiða vopn til að ógna, ráða, drepa og kúga.

Hvað er að koma fram núna með uppbygginu í Írak. Þar hefur verið mokað út fé í nafni lýðræðis, sprengja mannvirki og gera við þau. Drepa fólk og halda því í spennitreyju óttans. Hvaða áhrif hefur þessi austur haft á fjármálakerfi Bandaríkjanna. Hvað kostar ógnar- og óstjórnin í Simbabve og mörgum fleiri ríkjum Afríku. Hvað kostar eltingarleikurinn við hryðjuverkamenn og  svona mætti lengi telja.

Það verður að hætta að óvinavæða heiminn og fara að friðmælast. Obama er mikil og björt von mannkyns og okkur vantar meira af slíkum leiðtogum. Það er gott og blessað að fara vel með peninga og verður alltaf. En umfram allt, ekki leggja fæð á peninga, við þurfum þá og höfum mikil not fyrir þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110321

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband