Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Viljum við breytingar og þá hverjar ??

Var að hlusta á viðtalið við Pál Skúlason og fannst það athyglisvert á margan hátt. Hann er heimsspekingur og hefur fylgst með þjóðfélaginu okkar verða að því sem það er. Hann talar um að markaðsmálin hafi verið komin of víða í samfélagið okkar og að misskipting peninganna hafi verið of mikil. Ég get vel tekið undir það og að nú þurfi að byggja upp á nýjum grunni. Þetta eru aðalumræðuefnin í dag og svo sem ekkert nýtt sem þar kom fram.

Hugsun okkar er að breytast, ekki bara hér á Íslandi heldur um heiminn allan. Við skulum endilega vanda okkur vel og ræða um málefnin á skynsamlegan hátt. Við þurfum sjálf að móta það munstur sem við viljum nota. Ekki svo að skilja að nú þurfi að finna upp hjólið, heldur að hugsa svo marga hluti upp á nýtt.

Og spurningarnar eru margar.

Viljum við halda okkar núverandi kjördæmum, gera landið að einu kjördæmi eða fara einhverja allt aðra leið.

Viljum við breyta fyrirkomulagi kosninga og gera hana persónubundnari og þá með hvaða hætti.

Viljum við kjósa okkur forsætisráðherra og að hann velji sér aðra í ríkisstjórn og þá hvernig, úr hópi þingmanna eða með öðrum hætti.

Viljum við gera sveitarstjórnarstigið öflugra og færa því frekari verkefni og þá hver og viljum við breyta tekjuöflun sveitarfélaga.

Viljum við innkalla fiskveiðiheimildir og hafa fiskveiðistjórnun/hafrannsóknir með öðrum hætti.

Þetta eru aðeins sýnishorn af þeim viðfangsefnum sem þarf að skoða og það er alveg tímabært að hefjast handa á einhverju sviði. Til þess að þannig umræður verið gagnlegar og ábyrgar, verða allir sem í þeim taka þátt að að gera það undir fullu nafni. Það er vel hægt að stofna umræðuhópa um ákveðin málefni á netinu og móta síðan samskiptaform í framhaldinu.

 


Viðskiptaráðherra stendur vaktina

Það er ljóst af fréttum Stöðvar 2 að viðskiptaráðherra hefur staðið vaktina. Efnahagsbrotadeildin er farin að rannsaka millifærslur sem þykja grunsamlegar. Þarna sést að verið er að fylgja málum eftir af festu og samkvæmt lögum.

Mikið hefur verið rætt um að sönnunargögn í formi pappíra hafi og muni verða eyðilagðir. Þar sem viðskipti í dag fara fram í tölvum er hættan á að gögn glatist alveg hverfandi.

Hæfir tölvunarfræðingar finna gögn á tölvum þó hinn venjulegi notandi telji sig vera búinn að eyða þeim vel og vandlega. Þetta veit ég að var mikilvægt við rannsókn Olíusamráðsins. Þar fundust tölvupóstar sem olíuforstjórarnir töldu sig vera búna að eyða og sönnuðu að hluta til samráðið.

Pappístætarar eru góðir svo langt sem þeir ná en eru þó ekki lokaeyðsla gagna.

 


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert athugavert við að leita ráða

Það er góður siður að leita ráða og ekkert athugavert við slíkt. Þegar verið er að koma eignum í verð er slíkt bara sjálfsagt og eðlilegt.


mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nætur með Arnarldi

Ég eyddi 2 síðustu nóttum með bókina hans Arnaldar Indriðasonar, Myrká milli handanna. Slíkur lestur verður enn áhrifameiri í myrkrinu og þá er líka betra næði til að lifa sig inn í heim fólksins á blaðsíðunum. Hvílíkt vald á orðum og tjáningu þeirra, á persónusköpun og aðstæðum sem fólk ratar inn í. Þarna er tekið á mannlegum brestum, mölbrotnum sálum, gömlum vondum uppeldisaðferðum, já á svo ótalmörgu á sama tíma án þess að slíkt skyggi hvað á annað. Þessi bók er hrein snilld og gerir lesendur kröfuharðari á aðra höfunda og aðrar bækur.  

Miklar þakkir Arnaldur fyrir þessa stórkostlegu bók.


Gleðileg jól

Kæru lesendur

Mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár til ykkar allra og fjölskylda ykkar. Kærar þakkir fyrir öll skoðanaskiftin á árinu sem er að líða. Megi næsta bloggár vera hressilegt og skemmtilegt með fullt af "gáfulegu" bloggi um landsins gagn og nauðsynjar og allt sem okkur fýsir að blogga um.

Kveðjur Hólmfríður Bjarnadóttir


Og hvað með það ?

Kirkjunnar menn hafa sumir hverjir, nokkuð gott lag á að finna sér ágreiningsefni, sem öðru fólki þykja ekki eins mikilvæg. Mannlegt eðli er á stundum að þvælast fyrir þeim og þá hvað helst ef það tengist eitthvað samlífi fólks. Að láta sér detta í hug að deila um það hvort frelsarinn hafi átt sér konu eður ei. Fyrir mér er það jafn eðlilegt og að nótt fylgi degi að svo hafi ef til vill verið og að þau hafi jafnvel átt afkomendur. Ég hef ekki enn skilið þörfina fyrir að munkar, nunnur eða annað fólk sem helgar sig kristilegu starfi, lifi án samlífs og samskipta við hitt kynið, eða sitt eigið. Heldur ekki að fólk af sama kyni deili lífinu saman.  


mbl.is María Magdalena veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitatap frá höfði !

Ég hef þá reynslu að er ég er vel varin fyrir kuldaá fótum og höfði, þá verð mér ekki svo kalt á öðrum hluta líkamans. Mér finnst sérlaga brýnt að verja höfuð ungra barna vel fyrir kulda og hafa þau vel búin á fótum. Þegar ég var barn var mikill gólfkuldi á heimilinu og í minningunni er mér oft kalt vegna þess. Ég er enginn vísindamaður, en þetta er bara mín reynsla.


mbl.is Höfuðið saklaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar reglur um fjármalaumhverfi í USA

Enn er Obama að koma skikki á málin vestra og ekki veitir af. Hver stórfréttin rekur aðra varðandi breytingar á Bandaríska kerfinu. Væntanlega þýðir þetta allt umbætur fyrir hinn almenna borgar vestra.


mbl.is Vill efla eftirlit með fjármálastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi, er ekki nóg annað að gera á Íslandi í dag ??

Ég verð ekki oft kjaftstopp, en nú er ég það. Var þetta ekki afgreitt mál og er ekki nóg annað í að líta þessa dagana. Er ekki nær að verja peningum samfélagsins í eitthvað þarfara.


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

96 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband