Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.1.2009 | 03:08
Ekki talað við Sarkozy
Ísraelar ætla svo sannarlega að nota "vel" síðustu valdaga Buch og myrða eins mikið og þeir komast yfir á Gasa. Meira að segja Rússar hafa látið segjast eftir að Sarkozy ræddi við þá í haust vegna Georgíu. Olmert hefur ekki tekið sénsinn á því að Sarkozy gæti komið fyrir hann vitinu. Það er hörmulegt til þess að vita að stríðsglæpir geti átt sér stað fyrir augunum á alþjóðasamfélaginu, án þess að til séu ráð til að stöðva slíkt.
![]() |
Olmert hafnaði vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 22:29
Bjarni Ármansson í Kastljósinu.
Horfði á gott viðtal við Bjarna Ármannsson í Kastljósinu. Hann talaði þar af mikill hreinskilni um sinn þátt í ofvexti peningakerfisins og þá þætti sem honum finnst að unnir hafi verið af óvarkárni. Hann upplýsti líka að hann hefði endurgreitt Glitni 370 milljónir sem hefi verið sú upphæð sem hann fékk í sinn hlut við starfslok hjá Glitni. Hann var þarna að gera það sem svo margir hafa krafist, að viðurkenna mistök, viðurkenna ábyrgð og greiða til baka. Eflaust finnst einherjum að ekki sé nóg að gert, en ég tel að hann hafi með grein sinni, Kastljósviðtalinu og endurgreiðslunni, verið að opna á leið fyrir fleiri til að gera hreint fyrir sínum dyrum með einhverjum hætti. Ég tel að Bjarni hafi reyndar verið nokkuð varkár miðað við ýmsa aðra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2009 | 17:00
Ekki verið að loka fyrir almennt nafnlaust blogg á mbl.is
Mikið er ég sammála þeim sem tala um að virða skoðanir annarra. Að virða skoðanir annarra er grunnundirstaða lýðræðis og í raun allra eðlilegra mannlegra samskipta. Hjónabandið, fjölskyldulífið, samskipti á vinnustað, félagslíf, stjórnmál og samfélag. Allt byggist á því sama að virða skoðanir annarra. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, virðist í grunninn vera tilkomið vegna skorts á því að virða skoðanir annarra. Ég er ekki sammála þeim sem telja sig ekki geta komið fram "undir nafni" og skrifað þannig. Ég kýs samt að virða það sjónarmið. En þeir sem nota þennan vettvang (netið) til að ata aðrar auri, hvort heldur sem er með eða án nafns, eiga ekki mína samúð eða skilning. Vöndum okkar skrif og verum málefnaleg.
Það er ekki verið að loka fyrir almennt nafnlaust blogg á mbl.is, heldur einungis að þeir sem vilja blogga um frétt af mbl.is og tengja bloggið við fréttina, verða að gera slík undir nafni. Sjá Fréttablogg og nafnleynd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2009 | 21:49
Átta ára að mótmæla ?????
Ég set stórt spurningarmerki við að setja átta ára telpu uppá kassa til að halda ræðu á pólitískum mótmælafundi. Eru líkur á því að svo ungt barn hafi yfirsýn þá atburði sem hafa verið að eiga sér stað í þjóðfélaginu undanfarið. Orðfarið sem barnið notaði í því stutta broti sem ég heyrði, var ekki þannig fram sett að barn hefði samið ræðuna. Ég vil taka það fram að þetta er örugglega skýr stelpa og ekki feimin. Þegar barni er innrætt svona hugarfar gagnvart stjórnvöldum, þá er ekki von á góðu með framhaldið. Börnin hlusta og hafa eftir það sem sagt er í návist þeirra og sú stutta er örugglega búin að heyra ýmislegt, sem ekki eru beinlínis blessunaróskir. Ég er reyndar mjög hissa á að forsvarsmaður fundanna Hörður Torfason, skyldi taka það í mál að telpan mundi fá að tala.
3.1.2009 | 02:52
Kosningar ??
Ég er sammála þeim sem segja að það sé óþarfi að kjósa um það hvort eigi að fara í aðildarviðræður. Það á að hefja þær sem fyrst og kjósa síðan um samninginn þegar hann liggur fyrir. Krafan um kosningar gefur glumið frá því í haust og verið nokkuð hávær. Ég hef reyndar sett ákveðið spurningarmerki við kosningar því ég sé ekki á þessari stundu um hvað á að kjósa. Eru komin fram ný stjórnmálaöfl, vill fólk breytt kosningafyrirkomulag, á að skipta út frambjóðendum hjá flokkunum eða hver er krafan. Þá er ég að meina það fólk sem staðið hefur fyrir þeim mótmælum sem hafa verið í gangi, eru komnar fram einhverjar aðrar lausnir, leiðir eða stefnur. Þetta er mínar vangaveltur og það er ekki víst að svör fáist hér og nú.
Ég hef persónulega ekki á móti því að ganga til kosninga á grundvelli þess kosningafyrirkomulegs sem við höfum í dag. Ég sé persónulega ekki þörf á nýjum stjórnmálaöflum, en það er ætíð svo að endurnýjun verður á fulltrúum í hverjum kosningum. Vitanlega vil ég veg lýðræðislegrar jafnaðarstefnu sem mestan og ekki vanþörf á nú þegar uppbyggingin er að hefjast.
Ef við ákveðum síðan að taka upp breytt kosningafyrirkomulag til alþingis, þá verður að fara fram skipuleg umræða um slíkt í samfélaginu og taka síðan ákvörðun um slíkt með lýðræðislegum hætti. Ég mundi telja slíkar breytingar æskilegar og hef varið þeirrar skoðunar nokkuð lengi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 02:21
Vatnsnesingur fékk fálkaorðu fyrir að kveða stemmur.
Mikið var ég glöð að sjá að María Jónsdóttir fékk fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. María er bóndakona úr Fljótshlíðinni, en fædd og uppalin í Hlíð á Vatnsnesi V Hún. Faðir hennar Jón Lárusson var geysi góður kvæðamaður og til að upptaka af kveðskap hans og barna hans. Jón sonur Maríu sem lést á síðasta ári, var líka gríðarlega góður kvæðamaður. Komu þau mæðginin fram saman og kváðu við góðan orðstír. Listin að kveða er eitt af því sem við skulum halda til haga og iðka hvenær sem færi gefst. Hamingjuóskir til Maríu og fjölskyldu hennar með þessa góðu og verðskulduðu viðurkenningu.
31.12.2008 | 17:56
Er ég á Íslandi ??
Kryddsíldin rofin vegna mótmæla, skemmdarverk fyrir milljónir, Egill Helgason með óviðeigandi ummæli við blaðamann, er þjóðin að klofna og þá í hvað og hvert er stefnt. Árinu 2008 er að ljúka, árið 2009 að taka við og við erum í miðri ánni. Á bakkanum hinumegin er annað þjóðfélag. Nú skulum við að setja upp jákvæða hjúpinn og senda hann á hvert annað, senda hvert öðru kærleika og væntumþykju. Senda hvert öðru jafnvægi, hugrekki, samheldni, réttlæti, skilning, umbreytingu og jöfnuð.
Ég sendi ykkur öllum góðar óskir um gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir árið sem er að líða. Það hefur verið ár hinna mörgu lærdóma fyrir okkur öll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2008 | 01:05
Jón Baldin aftur í stjórnmálin.
Mér fannst hressandi og notalegt að sjá og heyra Jón Baldvin í sjónvarpinu í kvöld. Hann er alltaf skeleggur og segir hlutina skýrt og greinilega. Ég tel að það væri afskaplega gott að fá hann að stjórnarborðinu núna þegar svo gríðarlega mörg og stór verkefni bíða úrlausnar. Hann er með mikla reynslu, er skarpgreindur og með mikil og fjölbreytt sambönd við kollega í mörgum löndum. Trúlega kemur upp eitthvert spillingarhjal um hann eins og aðra sem hafa verið við stjórnvölinn undanfarna áratugi.
Ég tek bjartsýn og glöð á móti nýju ári með nýju upphafi fyrir okkur hér á þessi frábæra landi.
29.12.2008 | 23:28
Við bíðum öll eftir vaxtalækkun !!
Hvers vegna er ekki talað um hávaxtastefnuna sem er að sliga þjóðina, bæði fjölskyldur og fyrirtæki. Það eru margir sem ekki eru með erlend lán og sitja uppi með himinháa vexti og verðbætur. Verðbólgan er að nálgast 20% á ársgrundvelli og skuldabaggar óðfluga. Ég er ekki að gera lítið úr vanda þeirra sem skulda í erlendri mynt og veit að hann er gríðarlegur.
Hvenær verða vextir lækkaðir á Íslandi ??
29.12.2008 | 21:03
Mestu hetjurnar og verstu viðskipti
Ég vil nefna tvo einstaklinga sem mestu hetjur ársins og þau eru Ella Dís (og hennar foreldrar) fyrir gríðarlega baráttu við veikindi og Tryggingastofnun ríkisins.
Svo er það viðskiptaráðherrann okkar, Björgvin G Sigurðsson að geta afrekað það að koma bankakerfinu í gegnum það gjörningaveður sem á dundi í byrjun Sept. Að koma því í gegn á að bankarnir opnuðu að nýju með nýjum stjórnendum og öllu sem því fylgdi.
Verstu viðskipti ársins voru aðferðir Seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar við að koma bönkunum á hné og allar hans fáránlegu yfirlýsingar í fjölmiðlum sem kostað hafa þjóðina ómældar fúlgur fjár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
96 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar