Orð Tryggva Gunnarssonar

Það setti að mér hroll og mér varð orða vant að hlusta á Tryggva Gunnarsson einn af fulltrúum í Rannsóknarnefnd Alþingis á aðdraganda bankahrunsins. Hvað er maðurinn að gefa í skyn, úfff. Þegar þrautreyndur einstaklingur segir svona sterk orð um það verkefni sem honum hefur verið falið, þá er mjög mjög langt gengið. Mikil hefur sorgin og reiðin verið sem bærðist í brjósti þessa manns fyrst hann tekur svo til orða. Ég hef svo sem átt von á öllu mögulegu sem mundi koma fram í þessari skýrslu, en að grimmdin og miskunnarleysið hafi verið með slíkum hætti sem þessi orð benda til, því átti ég ekki von á.


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslan svarta fer að birtast okkur innan tíðar.

Auðvitað hefði verið mjög gott að fá skýrslu Rannsóknarnefnda Alþingis nú um mánaðarmótin eins og áætlað var. Ástæða seinkunnar segja nefndarmenn vera að bæst hafi við þau atriði sem skoða þurfi. Ég hef ekki neina ástæðu til að rengja þessa ástæðu nema síður sé. Mikil reiðialda getur hæglega brotist út í þjóðfélaginu eftir birtingu skýrslunnar. Raun finnist mér skrítið ef svo yrði ekki.


Brennuvargar samfélagsins okkar

Var að lesa ræðu Atla Steins Guðmundssonar sem hann flutti á Austurvelli í gær 23.01.10.

Þarna talar reiður maður sem fer með miklum boðaföllum eftir sínum tilfinningalega skala.  Hann og fjölskyldan að flytja úr landi og ekkert við því að segja, því það er val hvers og eins. Ég sakna þess þó að við getum ekki notið krafta fjölskyldunnar við endur reisnina hér heima.

Að reisa heilt samfélag úr rústum er ekki bara nokkurra mánaða vinna, ekki einu sinni fyrir  Jóhönnu. Reiði Atla Steins beinist geng vinnufólkinu sem er að leggja grunn að nýju samfélagi en það er að mínu mati ekki réttur aðili til að reiðast.

Hverjir eru brennuvargarnir sem brenndu samfélagið okkar til grunna, jú vissulega voru það gírugir fjárglæframenn sem tendruðu bálið og blésu eftir mætt í glæðurnar.

Hver lánaði þeim eldspýturnar og sá um olíuna á bálið? Sá heitir Davíð Oddsson og  stjórnaði landinu  eftir sínu eigin höfði og geðþótta um árabil, fyrst sem forsætisráðherra og síðan sem Seðlabankastjóri.  

Hans hægri hönd í ríkisstjórn og flokknum, síðar verndari hans sem Seðlabankastjóra, forsætisráðherrann Geir H Haarde horfði á og Sjálfstæðisflokkurinn fylgdist með. Þessi sannleikur er kominn út á prenti og ber nafnið, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson

Halldór Ásgrímsson gaf sjálfum sér og öðrum vildarvinum fiskinn í sjónum skömmu eftir 1980 og þaðan kemur upphaf fjárglæfranna. Það vita jú allir landsmenn, ekki satt.

Jóhanna er hamhleypa í að sópa, en talsmenn fjárglæfranna gera allt sem þeir geta til að tefja spilla og skemma. Sú skemmdarstarfsemi hefur verið send út beint frá Alþingi undanfarna mánuði.

Spyrjið fjárglæframennina um skjaldborgina, þeir eru trúlega að gera allt sem mögulegt er til að skemma hana og skekkja. Fjármálakerfið í landinu er með marga þeirra í vinnu ennþá, þó þekktu andlitin séu ekki lengur á skjánum.


Góðar batakveðjur til Árna Johnsen

Mikið lán hefur svo sannarlega verið yfir Árna Johnsen þegar bíllinn hans valt 5 hringi út af veginum við litlu Kaffistofuna í gærkvöldi. Ég vil senda Árna og fjölskyldu hans góðar kveðjur og óska þess að Árni ná sér fljótt eftir þessa hrikalegu flugferð. Það sannast líka enn og aftur að bílbeltin skipta öllu máli og þau skulum við öll spenna alltaf.


mbl.is Árni Johnsen velti bíl sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt sem þarf að huga að varðandi ICESAVE og fleira.

ICESAVE málið er stórt og ætla ég ekki með nokkrum hætti að draga fjöður yfir það. Ég vil því aðeins velta fyrir mér stöðunni hjá okkur í dag

Það er mín skoðun að ICESAVE málið hafi með vilja verið blásið sérstaklega upp af stjórnarandstöðunni til að fela önnur ljót mál sem fjallað er um og fjallað verður um á næstu vikum og mánuðum. Einnig til að koma höggi á ríkisstjórnina ef vera kynni að unnt væri að koma henni frá.

Það er margt í stjórnarsáttmálanum sem stjórnarandstaðan getur ekki með nokkru móti þolað að verði gert. Rannsókn aðdraganda hrunsins, breyting á úthlutun fiskveiðiheimilda, rannsóknarnefnd Alþingis fer að skila af sér, endurskoðun stjórnkerfisins þar sem búið er til margra ára að raða inn rétta fólkinu, skoðun á skuldastöðu Seðlabanka Íslands og mistök fyrir hrun, skoðun á stjórnun Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og svona mætti lengi telja.

Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr ICESAVE en þó það sé stórt og vont, þá eru svo mörg önnur mál stór og jafnvel stærri en ICESAVE þó ótrúlegt sé.

Þó okkur finnist súrt að staðfesta ICESAVE sem það er, þá er það samt okkar eina leið nú. Við skulum ekki láta undan þrýstingi peningaaflanna/stjórnarandstöðunnar í landinu og leyfa þeim að komast aftur að kötlunum.

Þau munu sem fyrst staðfesta ICESAVE ef þau komast til valda því það er eina leiðin og það vita þau mæta vel.  Og þau munu líka kæfa að mestu leiti þá skoðun á spillingunni sem verið er að gera. Kvótakóngarnir fá að valsa með sjávarauðlindina áfram.

Auðlindina sem búið er að veðsetja upp í rjáfur í útlöndum og getur hún þess vegna komist í hendur erlendra banka og fjármálafyrirtækja fyrr en varir. Velferðarkerfið okkar þykir fremur svelt núna, en það verður skorið niður við trog eins og hagfræðingur (man ekki nafnið) sagði um daginn að væri mjög brýnt.

Það er líka alkunna að samningar um skuldir eru teknir upp að nýju ef greiðandinn getur ekki með nokkru móti staðið við sitt. Þetta hafa mjög margir gert og meðan greiðandinn sínir vilja til að standa í skilum, þá hefur hann visst tak á eiganda skuldarinnar til að ná betri samningum.

Það tak höfum við ekki í dag af því að við erum ekki enn komin með staðfestan samning. Það eru svo margir fletir sem vert er að skoða.


Nokkur orð um velferðina.

  • Velferð er vænleg stefna
  • og verður öllum til góðs.
  • Auðvelt er hana að efna
  • Þá allir greiða til sjóðs.

Vonandi næst samstaða um að klára ICESAVE.

Það er stóra vonin okkar Íslenginga að nú náist samstaða og niðurstaða í þessu stóra þrætumáli þjóðarinnar, að ganga frá samkomulagi og samningi um ICESAVE - deiluna sem er búið að setja hér allt á annan endann í rúmt ár. Aðstoð ríkisstjórnar erlends ríkis er ómetanlegur stuðningur og ég vona svo sannarlega að sá stuðningur geti leitt okkur til niðurstöðu. Nú er boltinn hér hjá okkur og við skulum endilega vera saman í liði, sjálfra okkar vegna.


Gott ef fólk hættir að reykja í kjölfar hækkunar!

Þó nokkrar krónur komi í ríkiskassann við hvern sígarettupakka sem keyptur er,  þá er framtíðar sparnaður þjóðabúsins verulegur vegna hvers sem hættir að reykja og heldur það út. Það gleður mig svo sannarlega að sjá þessa viðleitni fólks til að drepa í. Ég þekki þennan feril sjálf og veit hvað hann getur verið strembinn. En ég hef ekki reykt í 15 ár og þar hef ég grætt og þjóðin hefur grætt.


mbl.is Sígarettupakkinn yfir 900 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ICESAVE málið í fáeinum orðum!

Málið snýst um það í dag að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fékk þetta ICESAVE mál í fangið með undirrituðu plaggi þar sem Geir H Harrde og Árni Matthísen staðfesta greiðsluloforð fyrir Íslands hönd á innistæðutryggingunni rúmum 20 þús evrum per haus.

Dómstólaleiðin hafði áður verið rædd og skoðuð. Ríkisstjórn þess tíma (haust 2008) fannst dómstólaleiðin of áhættusöm á þann hátt að dómur gæti allt eins fallið á þann veg að krafan um að ÖLL innistæðan, (ekki bara tryggingin) yrði innheimt hjá Íslensku þjóðinni.

Samkonulagið sem GHH og ÁM undirrituðu var að þeirra mati illskásti kosturinn og lái þeim hvar sem vill. Úr þeim pakka hefur núverandi ríkisstjórn verið að vinna og gert sitt besta.

Við byrjum ekki að borga fyrr en 2016 og þangað til eru heil 6 ár og fjölmargt getur gerst á þeim tíma sem gjörbreytir stöðunni.

Við erum núna að staðfesta samning sem byggir á stöðu mála í dag. Og það verðum við að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Skoðanir okkar, tilfinningar, lögfræðiálit, samúð erlendis eða hvað annað sem týnt er til, breytir því ekki. Við verðum að halda áfram, staðfesta þennan samning og vinna okkur svo uppúr kreppunni. Þetta er mergurinn málsins.

Hvað mér eða öðrum finnst um þetta og hitt sem sagt hefur verið eða gert breytir engu.


Var fundurinn svo rýr eftir allt saman?

Á fundi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna ákvað fyrirkomulag á skipan samninganefndar, komi til þess að Hollendingar og Bretar fáist aftur að samningaborðinu varðandi ICESAVE. Þetta hefur þá eftir allt saman ekki verið svo rýr fundur. Silfurskeiðadrengirnir voru borubrattir að vanda eftir fundinn og töldu hann langan miðað við innihald. Hvað má þá þjóðin segja um allar margendurteknu ræðurnar á Alþingi undanfarna mánuði. Fortíðinni breytum við ekki, við við viljum endilega læra af henni, gerið það líka strákar mínir. Með von um farsælt framhald þessa máls.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

164 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband