Jóhann Hauksson - stutta útgafan.

Á síðu Jóhanns Haukssonar fréttamanns er grein með hans útskýringum á ICESAVE og fleiru. Birti hér fyrir neðan það sem hann kallar stuttu útgáfuna:

"Stutta útgáfan er sú að Íslendingar hafa frá upphafi viljað gangast við einhverjum skuldbindingum vegna Icesave. Helmingur þjóðarinnar veit hvorki nákvæmlega hvaða skuldbindingum hún eigi að gangast við né heldur hve há skuldbindingin má vera. Þjóðinni er auk þess óljúft að láta ábyrgðarmenn hrunsins kalla yfir sig blankheit, atvinnuleysi og óviðráðanlega skuldastöðu. Það hefur rík áhrif á afstöðu kjósenda. Samningurinn sem fyrir liggur er það skásta sem í boði er eftir einhver mistök eins og gengur. En fórnarkostnaðurinn við að ná betri samningi er meiri en sem nemur ávinningi af því setja núverandi samning í uppnám. Þetta er sem sagt mitt mat."

Orðsnjall maður Jóhann Hauksson og tek heilshugar undir. Þetta er sem sagt líka MITT mat, sagt með orðalagi Jóhanns Haukssonar.  


Jóhanna á leið til funda erlendis

Bind miklar vonir við ferð Jóhönnu Sigurðardóttir til fundar við forystu ESB. Þetta er forsætisráðherra í hinni "verklitlu" ríkisstjórn á Íslandi. Fréttamáður tók við hana stutt viðtal á hlaupum nú í morgun. Nóg um það en nú virðist sem farið sé að sjást til lands fyrir okkur og það er mikið gagnaðarefni.

Skipstjórinn í Hádegismóun hefur sem betur fer ekki lengur hönd á stýri, þó mikið sé reynt. Skýrslan svarta handan við hornið og Íraksákvörðunin að fara í skoðun. Hollendingur talar um blekkingar, fólkið að rísa upp gegn kvótaauðvaldinu með stóru lánin í útlöndum, þjóðin styður stjórnina hvað sem á gengur. Forsetinn spilar einleik á sína stjórnmálafiðlu.


Ríkisstjórnin eins árs í dag.

 

Hef séð þá fullyrðingu á vefnum hér á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sé verklítil og það er að mínu áliti  algjörlega rangt.. Ég vil leyfa mér að fullyrða að engin ríkisstjórn í lýðveldissögunni hefur komið jafn miklu í verk á jafn skömmum tíma við jafn hrikalega erfiðar aðstæður, bæði hvað varðar ástand i þjóðfélaginu og ekki síður hvað varðar stjórnarandstöðu sem hefur tafið, spillt, tætt og rægt nánast allt sem stjórnin hefur gert.

ÞETTA  ER  DUGMIKIL  RÍKISSTJÓRN  OG  HEFUR  ÞEGAR  UNNIР MIKIР OG  VEL. 

AР SEGJA  ANNAР ER  EKKERT  ANNAР EN   VANÞAKKLÆTI  OG  HREINNLEGA  RANGT.


Viðtalið í Silfrinu við Paal Frisvald formann Norsku Evrópusamtakanna

Það var virkilega notalegt að horfa og hlusta á viðtalið við Paal Frisvald formann Norsku Evrópusamtakanna. Paal ræddi á raunsæjan hátt um nauðsyn þess að við vöndum okkur við gerð samnings við ESB. Hann telur okkur líka  hafa á að skipa færum samningamönnum. Hann leggur áherslu á nauðsyn þess að við göngum inn því okkur muni verða hjálpað verulega við endurreisn þjóðfélagsins. Matla fékk 1 milljarð evra til að endurskipuleggja skipaútgerð hjá sér og varanlega undanþágu sem bannar íbúum ESB utan Möltu að kaupa þar jarð- og fasteignir. Ferðaþjónusta er aðalatvinnuvegur á Möltu og  það er ástæðan fyrir undanþágunni. Hann sagði að um 60.000 íslendingar væru á bak við hvern fulltrúa, en 1,6 milljónir á bak við hvern fulltrúa frá Þýskalandi þegar ríkisstjórnir og fulltrúar landanna kæmu saman. Við þurfum að fá meira af upplýsingum um ESB og þann raunveruleika sem þar er.


Góð niðurstaða - Guðríður í fyrsta og Hafsteinn í annað í Kópavogi

Þarna eru tveir frábærir einstaklingar í forystu sveit Samfylkingarinnar í Kópavogi. Þarna er tveir sterkir jafnaðarmenn é ferð og ef Kópavog vantar eitthvað núna þá er það jafnaðarstefnan eftir einkavinastjórnun Íhaldsins um árabil. Til hamingju Kópavogur.


mbl.is Guðríður hlaut afgerandi kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrrstaða í þjóðfélaginu í 3 mánuði kostar meira en ICESAVE !!!

Gunnlaug H. Jónsson rekstrarhagfræðing skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og fjallar þar um kostnaðinn af því að efnahagslífið sé í frosti og að á Íslandi ríki kyrrstaða.

Hef ekki séð neinar tölur um þessan kostnað áður og fagna því mjög að þessi þáttur málsins sé skoðaður. Fólk skrifar margar og tilfinngaríkar færslur um skuldaklafann á börnin, ekki að borga fyrir útrásarvíkingana og þar fram eftir götunum. Svo ekki sé talað um allar laga- og hagfræðiflækur sem tínar eru til.

Niðurlag greinar Gunnlaugs fer hér á eftir:

"Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum."

 


Úrræði fyrir skuldug heimili

Fagna ber þeim upplýsingum sem fram komu í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. að verið sé að vinna að endurbótum á lausnum fyrir skuldug heimili. Þar var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að svara fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir þingmanni Sjálfstæðisflokks. Jóhanna hvað vel koma til greina að stjórnarandstaðan kæmi að vinnu við þennan málaflokk.

Mikil óánægja hefur verið með þau úrræði sem þegar hafa verið boðin og yfir 80% þeirra sem leituðu aðstoðar telja hana ekki nægilega. Þess er fastlega vænst að nú verði gengið mun lengra til móts við þá eignaskerðingu sem fólk hefur orðið fyrir.


Lagarammi um fjármálastarfsemi á leiðinni

Mikið var ljúft að hlusta á Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra segja okkur frá því á sinn hógværa hátt að verið væri að leggja fram á Alþingi frumvörp til laga um fjármálastarfsemi á Íslandi. Og fengju þau afgreiðslu þá mundi regluverkið um málaflokkinn verða með því besta í Evrópu. Það skyldi þó aldrei fara svo að Ísland verði, þegar upp verður staðið, með fyrirmyndar þjóðskipulag á heimsvísu


Þjóðin stendur á öndinni!!!!!!!!!!

Nú er Steingrímur farinn með Silfurskeiðadrengina Bjarna og Sigmund til Bretlands og Hollands. Hvað mun gerast, koma góðar fréttir eða hvað. Rannsóknarnefndin keppist við að koma spillingunni á prent svo við öll getum lesið okkur til. Alþingismaður viðurkennir lögbrot í beinni meðan Bakkavararbræður kannast ekki við nein lögbrot, þrátt fyrir að hafa verið heilan dag í yfirheyrslum. Bjarni Ben er vafinn í vafasöm viðskipti sem sagt var frá í DV undir fyrirsögninni "Þeir stálu bótasjóðum Sjóvá".  Útvarpstjóri er undir smásjánni, kvótahafar hóta að hætta að veiða fiskinn "sinn". Okkur er hætt að ofbjóða, sá þröskuldur er löngu farinn - hugsum þó í laumi - þetta getur ekki versnað - enn það versnar samt.

Ljósið í myrkrinu er handboltinn, landsliðið brillerar hvað eftir annað á EM. Kringlan tæmist meðan á leikjum stendur, ungir sem aldnir taka þessum gleðifréttum svo fegins hendi að augun ljóma og ICESAVE gleymist um stund.


Hvaða flokkur sat við völd yfir íslenskri stjórnsýslu samfleytt í 18 ár, allt til 2009?

Ekki gleyma því að SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sat samfellt við völd á Íslandi allan þennan tíma og meira og minna frá Lýðveldisstofnun. Flokkurinn fór samfellt með fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið lengst af  og var stærri aðilinn í ríkistjórn í 18 ár.

Aðdragandi hrunsins er  mun lengri en margur heldur. Það gerist ekki á einni nóttu að fólk leiðist út í svo mikið fjárhættuspil sem hér var stundað. Fjármagn  í fyrstu af skornum skammti og áræðið eftir því.

Búið var um árabil að gambla með peninga sem urðu til í stríðinu - síldarævintýrinu - á gullöld heildsalanna - kaupmennaveldinu -  sjóðabraski atvinnuveganna og með frjálsum fiskveiðum.

Gjafakvóti og verðtryggingin komu til sögunnar á níunda áratugnum - Þjóðarsáttin og EES á þeim tínuna. Bankarnir færðir völdum vinum og krónan sett á flot í byrjun nýrrar aldar.

Þá hófst ballið fyrir alvöru, reglur rýmkaðar, eftirlit skert og vextir háir. Erlent fé flæddi og áræðið með, þar til allt brast.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

164 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband