Samtök Evrópusinna innan Sjálfstæðisflokksins sérstakt fagnaðarefni.

Það er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur sem aðhyllumst aukið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir, að sjá fréttir af því að verið sé að stofna samtök Sjálfstæðra Evrópusinna. Nefndir eru þar til sögunnar nokkrir lykilmenn í flokknum eins og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins, Jónas Haraldz helsti efnahagsráðgjafi landsins um áratuga skeið og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður flokksins. Að sögn Benedikts Jóhannessonar talsmanns hópsins, er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vel meðvituð um stofnun samtakanna.

Fagleg umræða um þetta stóra mál innan Sjálfstæðisflokksins hefur örugglega átt sér stað bak við tjöldin um árabil. En hópmyndun um málið er gott skref fram á við og mun hafa jákvæð áhrif á upplýsingaflæði um ESB frá öðrum en Samfylkingarfólki. Hluti Sjálfstæðismanna, bæði þingmenn og aðrir eru fylgjandi inngöngu í ESB. Litlu munaði að flokkurinn lýsti yfir stuðningi við aðildarumsókn á síðasta Landsfundi, en andstæðingar aðildar höfðu betur. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun Sjálfstæðra Evrópusinna, spái því að þarna sé að fara af stað fjöldahreyfing aðildarsinna og það er vel.


Svar til bloggar sem kallar Jóhönnu Sigurðardóttir "grey"

Ef þú ert að tala um okkar ágæta forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttir, þá er það langt frá öllu velsæmi að kalla hana "grey".

Jóhanna á það ekki skilið af þegnum þessa lands að talað sé um hana í niðrandi hátt. Hún hefur allan sinn stjórnmálaferil barist manna harðast fyrir réttlæti og jöfnuði allra.

Hún stendur nú í einhverju erfiðasta verkefni sem nokkur stjórnmálamaður á Íslandi hefur tekist á við. Hrunið og gjörspillt samfélag þarf að hreinsa og endurreisa. Stjórnarandstaðan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að tefja það og torvelda.

Að hún skuli hafa sýnt af sér þreytu merki eða reiðitónn hafi heyrst endrum og sinnum, hvílík hneisa. Hún hefur að mínu áliti verið mjög yfirveguð í öllu þessu brimróti sem er aðdáunarvert.

Það fólk sem nú sendir henni niðurlægjandi og rætin skilaboð ætti að skammast sín og leggja þann ósið af hið snarasta.


Efnum til Vísindaveiða hér við land - hlustum á Kristinn Pétursson Bakkafirði

Ég vil eindregið gera þá kröfu að efnt verið hið fyrsta til rannsókna fiskistofna á miðunum við Ísland með sömu aðferðum og Hafrannsóknarstofnunin í Múrmansk gerði nú nýverið. Þessi rannsókn er kölluð vísindaveiðar, en þéttleikamæling fiskistofna var gerð með því að fylgjast með veiðum ákveðinna skipa í gegnum gervihnött.

Kristinn Pétursson Bakkafirði hefur um árabil grandskoðað þessi mál hér við land og í höfunum í kringum okkur. Þó hann sé ekki menntaður vísindamaður, hefur hann aflað sér vitneskju og aflað gagna sem styðja hans málflutning verulega. Það er tími til kominn að við hlustum á rök Kristins með opnum huga og á þeim forsendum er krafan í upphafi færslu minnar gerð.


Grein Kristrúnar Heimisdóttir um ICESAVE í Fréttablaðinu

Var að lesa grein Kristrúnar í Fréttablaðinu og finnst hún í einu orði sagt frábær. Skýrir ferlið afar vel og sýnir um leið hve mikilvægt er að þeir milliríkjasamningar eins og EES samningurinn sé nýttur og eftir honum unnið. Þarna kemur líka vel fram hve gríðarlega hefur verið unnið að undirbúningi samningsgerðar af hálfu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra meðan hún hafði enn orku og heilsu til slíks. Hvers vegna fjármálaráðherra hefur kosið að fara þá leið sem hann fór, er vandskýrt nema með andúð hans á Evrópusamstarfinu í heild sinni. Ég er reyndar mjög hissa á Steingrími þar sem hann er reyndur á stjórnmálasviðinu, en ég hef ekki aðstöðu til að rengja orð Kristrúnar.
Hún talar um för Jóhönnu til Brussel sem árangursríka og vona svo sannarlega að það merki að málið verði þá tekið upp á þeim grunni sem Kristrún talar um. Þeim grunni sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði málið í, það eru að segja Brussel viðmiðin. Við eru jú aðilar að EES samningnum


Hvernig er veik króna að "hjálpa" okkur út úr kreppunni.

Ég tek heils hugar undir með því fólki sem segir að okkar örkróna sé ein aðal orsök  kreppunnar sem ríkir hjá okkur Íslendingum. Aðdragandi núverandi ástands nær aftur til 9. áratugarins þegar verðtryggingin ver sett á og fyrsti stóri áhrifavaldurinn er þegar kvótinn var gefinn til valdra aðila sem stunduðu sjóinn. Flestir þekkja söguna síðan þá en eru þó misfúsir að sjá samhengið.

Það er í raun afskaplega villandi að segja að veik króna hjálpi okkur að komast út úr kreppunni. Það eru  aðeins þeir aðilar sem flytja út sem hagnast á veikingu krónunnar. Þeir sem flytja inn eru að kljást við gríðarlegar verðhækkanir. Allir sem skuldapeninga í krónum eru að fá mun meiri skuldir í fangið og það vesalings fólk og þau ólánsömu fyrirtæki sem eru með lán í erlendri mynt, eru að kljást við ókleyfa hamra.

Krónan er að kosta þjóðabúið og fólkið í þessu landi svo mikið að þar er í mörgum tilfellum um meira en aleiguna að ræða. Í verstu tilfellunum er krónan að kosta mannslíf því sífelldar áhyggjur að skuldafeninu hafa leitt til heilsu brests hjá fjölda fólks og jafnvel til sjálfsvíga.


Vandaðu orðfar þitt Vigdís Hauksdóttir.

Mér var svo sannarlega nóg boðið að hlusta á Vigdísi Hauksdóttir líkja Jóhönnu Sigurðardóttir við einræðisherra í Mið Asíu úr ræðustól á hinu háa Alþingi nú í vikunni. Tilefnið var hvort Jóhanna ætlaði að tala við blaðamenn eða ekki að loknum fundi með meðleiðtoga ESB. 

Að mínum dómi hljóta að vera takmörk á því hvað þingmenn leyfa sér að segja hver um annan. Ólafur F Magnússon var víttur á fundi í Borgarstjórn Reykjavíkur um daginn fyrir að bera alls kyns sakir á Hönnu Birnu borgarstjóra. Hún var viðstödd og til andsvara.

Það sem Vigdís Hauksdóttir leyfði sér að segja um Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að henni fjarstaddri var vítavert og það er með ólíkindum að hún hafi ekki verið vítt í kjölfar þessara ummæla. Framhlið Framsóknarflokksins er ekki til mikils sóma um þessar mundir. Það ber líka mjög lítið á sumum þingmönnum flokksins, eins og þeim sé jafnvel nóg boðið.

 


Íslenskt sjónvarpsefni til baka á RUV

Ég er algjörlega sammála Ragnari Bragasyni. Að úthýsa leiknu íslensku sjónvarpsefni af RUV er menningarlegt stórslys. Núverandi stjórnvöld eru menningarlega þenkjandi og hef fulla trú á því að þessari ákvörðun verður hnekkt með einhverjum ráðum. Stjórnun RUV með nær einráðann yfirmann er ekki líkleg til að verða langlíf með Katrínu Jakobsdóttir í stól Menntamálaráðherra.


mbl.is Næturvaktin endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna einlæg og fumlaus í sjónvarpinu

Þó Jóhanna Sigurðardóttir sé mikill vinnuþjarkur og dugmikill stjórnmálamaður, er hún ekki með mikla þjálfum í sjónvarpsviðtölum. Alla vegana ekki miðað við yngra fólkið á Aþingi sem hefur örugglega farið á sérstök námskeið í bæði svörunartækni og framkomu. Hún var líka kaffærð hvað eftir annað af Þóru Arnórsdóttur í Kastljósinu núna í vikunni og fékk í staðinn þá einkunn að hún hefði ekki staðið sig vel. Þegar betur er að gáð þá finnst mér Jóhanna einmitt hafa staðið sig mjög vel. Hún svaraði af greiðlega því sem spurt var að, lét yfirgang fréttamanns okki slá sig út af laginu og ekki trufla sig á nokkurn hátt. Það var ekki sök Jóhönnu að Þóra greyp hvað eftir annað framí fyrir henni. Og Jóhanna stöðvaði þá mál sitt og virtist geta leitt þennan yfirgang fréttamanns hjá sér. 


Verðum að tala saman sem ein þjóð í einu landi, meira að segja um ICESAVE.

Orðaflaumurinn um ICESAVE er orðinn gríðarlegur og stórbrotinn. Við erum sem manneskjur næstum komin að ystu mörkum. Það er búið að rangtúlka og mistúlka þetta mál út og suður. Nú er mál að linni og við förum að tala saman eins og við séum ein þjóð í einu landi. Þjóð sem er í blindgötu og þarf að komast út úr henni

Það sem ég á við er fólk sem vísvitandi hefur mánuðum saman dælt út upplýsingum sem ekki ekki eru samkvæmt raunveruleikanum. Þar á ég við fólk sem hefur blásið þessa skuld út og sagt hana vera mun stærri en hún raunverulega er.

Talað um 700 milljarða í stað 250 milljarða svo dæmi sé tekið. Talað um klafa sem sé svo óbærilegur að hann muni dæma komandi kynslóðir í fátækt. Það er ljótt að skrökva og það finnst þér örugglega líka, lesandi góður.

Stjórnarandstaðan hefur notað þetta mál til að fela sínar skítugu slóðir sem ná áratugi aftur í tímann, en einnig til að ná völdum til baka. Völdum sem gerir þeim kleyft að hylma yfir eitt og annað sem ekki þolir dagsljósið, völdum til að þagga niður atburði, starfsaðferðir og jafnvel ýmis afbrot sem framin hafa verið undanfarin misseri, völdum til að viðhalda spillingunni, einkavinagreiðunum, auðsöfnum á kostnað almennings og svona mætti lengi telja.

Það er talað um okkur sem viljum ljúka málinu sem undirlægju B&H, sem landráðafólk og annað í þeim dúr að við séum sólgin í að borga þessa skuld til að þóknast hryðjuverkamönnum.

Ég er ekki sátt við að verða að borga ICESAVE og verð það aldrei, geri mér vel grein fyrir því að búið er að koma þessu máli þannig fyrir að við komumst ekki undan því sem þjóð.

Ég mun að sjálfsögðu fagna því ef það tækist að lækka þess upphæð, eða eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastljósinu í gærkvöldi, að ef í ljós kæmi á síðari stigum að okkur hafi aldrei borið að greiða þessa skuld, þá er auðvitað skaðabótarétturinn nærtækur

Og eins og Jóhanna sagði líka i Kastljósinu þá heldur ríkisstjórnin því alltaf til haga í öllum viðræðum og á öllum fundum að Íslendingar séu ósáttir við kröfur B&H og ósáttir við að þurfa að taka á sig þessa skuld. Þjóðin telji að Íslendingar sé látnir borga of mikið og þar fram eftir götunum.

Ég vænti þess að hægt verði að hnika samningnum eitthvað til betri vegar og vil ganga frá honum sem fyrst.  Það er sitthvað að skoða þetta flókna mál á lagalegan hátt frá öllum hliðum með undirskrifaða pappíra og geta haldið áfram að byggja hér upp, eða að gera slíkt í tímahraki með málið ofrágengið og miklar hindranir fyrir okkur í alþjóðlegum viðskiptum.

Greiðslur hefjast ekki fyrr en 2016 og við eigum að nota þann tíma vel til að fá úr málinu skorið á alþjóðavettvangi með okkar viðskiptasambönd opin og á fullu við að byggja hér upp nýtt og réttlátt þjóðfélag.

Undirritaðan samning á forsendum dagsins í dag, má taka upp og endurskoða ef upp koma á næstu árum, breyttar forsendur í lagalegum eða þjóðréttarlegum skilningi. Regluverk ESB/EES er gallað og það er viðurkennt. Verið getur að á þeim forsendum skapist leiðir út úr þessu leiðindamáli sem ekki eru opnar í dag.


Góð grein Þórólfs Matthíassonar um ICESAVE í Aftenposten í dag.

Þórólfur Matthíasson fer á málefnalegan og varfærinn hátt yfir afleiðingar þess að hafna ICESAVE samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gott að þessi sjónarmið komi fyrir augu nágranna okkar, þar sem andstæðingar samningsins hafa litað þetta mál með sínum sterki litun og þar með ekki gefið rétta mynda af málinu í heild. Það er örugglega töluvert af Íslendingum í Noregi sem eiga þess kost að greiða atkvæði um samninginn.


mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

164 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband