Kvótinn og þjóðin.

Kvótinn og þjóðin, þetta er sem betur fer orðið eitt af stóru málunum í umræðum dagsins. Var áðan að lesa frumvarp frá JB ráðherra sjávarútvegsmála, þar sem útgerðaraðila er gert skylt að láta hvert skip veiða 50% að úthlutuðum kvóta hvert ár.

Þetta ákvæði finnst mér segja ansi mikið um greinina í dag og hvað það er fyrst og fremst sem almenningur er ósáttir við. Það er framsalið eða braskið. Útgerðarmenn hafa það í hendi sinni hvert framboðið er að veiðiheimildum á leigumarkaði hverju sinni og hvert verðið er.

Að gera þeim skylt að veiða helming af heimildum hvers skips er eitthvað sem segir svo ekki verður um villst að hagnaðurinn virðist vera mun meiri af braskinu en veiðunum. Með stig aukinni veiðiskyldu má örugglega ná góðum árangri á nokkrum árum.

Þá geta útgerðarmenn ekki vælt um að verið sé að taka heimildir af þeim. Vilji menn hætta eða selja veiðiheimildir af öðrum ástæðum, verði ríkið svo tilbúið  til að leysa til sín heimildir með ákveðnum hætti. Það eru margar leiðir úr þessu feni og væntanlega finnast þær bestu sem fyrst.


Hugleiðing um flokkshollustu og undirlægjuhátt.

Hvað er flokkur, er hann ekki hópur fólks með ákveðnar grundvallar skoðanir. Það er samt ekkert sem bannar neinum að hafa sínar skoðanir þó þær séu aðrar en meirihluti fólksins í flokknum hefur. Það á enginn flokk, ekki formaður hans, stjórn eða nokkur annar. Stefnuna ákveður fólkið í flokknum og það breytir henni þegar það hæfir.

Flokkshollusta finnst mér ekki viðeingandi orðum mann A sem hafa selt viðhorf sín fyrir aðgang að verkefnum hjá bæjarfélagi sem er stýrt að manni B sem hefur tekið sér mun meiri völd en hann á að hafa samkvæmt hefðum og venjum.

A er því með ákveðinn undirlægjuhátt gagnvart B og fær í staðinn verkefni án útboðs. Það er ekki hollust við einn eða neinn, nema síður sé. Það er heldur ekki flokkshollusta að fara eftir línum frá formanni sem hótar, hæðir, rekur og rægir. Það er undirlægjuháttur hópsins við ofurvaldið.

Stjórnarskráin okkar er úrelt og gölluð. Það er valdakerfi frá 19. öld sem í grunninn skapar kjöraðstæður fyrir einstaklinga með einræðisáráttu og þá höfum við haft hér við völd á undaförnum áratugum. Þessir einstaklingar hafa farið misvel með sitt vald og líka gengið misvel að fela sitt einræði.


Réttlætið mjakast áfram.

Fagna niðurstöðu héraðsdóms sem sýknað mann af kröfum vegna eftirstöðva af gengistryggðu bílaláni. Nú er farið að glitta í réttlæti vegna gengistryggðar lána á Íslandi. Til að byrja með voru þau nýtt til að lokka fram meiri neyslu og minna aðhald. Eftir hrun hafa þau orðið að hengingaról þúsunda fólks. Björn Þorri lögfræðingur á mikla þakkir skildar fyrir sitt þrotlausa starf. En það sannast líka hér svo vel að það tekur tíma að ná fram réttlæti með löglegum hætti, en þegar það tekst heldur það líka vel.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna að ganga til liðs við ESB

Við erum öll  hluti af því stóra samfélagi sem byggir jörðina. Það sýndi sig best þegar jörð skalf á Haití og björgunarfólk dreif að, við vorum þar eins og vera bar. Við eru  Evrópubúar og viljum vera það áfram, erum nú þegar með samninga um gagnkvæm viðskipti við Evrópu sem er gott. Ég vil taka þátt í samfélagi Evrópu og gera það með þátttöku í ákvörðunum. Geta rætt málin við nágranna mína og komið mínu áliti á framfæri. Það er ætíð svo að einhver er bestur í hverju máli og hefur eitthvað nýtt fram að færa. Við getum verið best í einhverju og það er gott, við erum líka jafngóð í mörgu og margir aðrir. Ég vil sitja við borðið, en ekki standa hjá og horfa. Ég vil vera með í hópnum og legga mitt af mörkum.


Útdeiling fyrirtækja til vildarvina spillingaraflanna

Það hefur ekki verið að ástæðulausu sem Hrun-flokkarnir hafa haldið ríkisstjórninni upptekinni við ICESAVE málið mánuðum saman. Til að tefja tímann svo hægt væri að ráðstafa eignum til “réttra” aðila.

Það verður hið snarasta að grípa í alla þá tauma sem tiltækir eru og stöðva þessar útdeilingar bankanna til vildarvina. Eru útsendarar krulla í móunum með augun á öllu sem gert er svo ekki fari neitt “úrskeiðis”.

Hvet ríkisstjórnina til að grípa nú þegar til allra þeirra aðgerða sem hægt er til að stöðva þessa gjafir til vildarvina gömlu spillingaraflanna. Nú verður að taka ofan silkihanskana og taka fast á málum.


Spengjuvarp Sólons Sigurðassonar

Það var sannarlega mikil sprengja sem Sólon Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans varpaði inn á völlinn nú í vikunni. Halldór Kristjánsson hafi beitt hann miklum þrýstingi við lántöku Björgólfsfeðga vegna kaupa á Landsbankanum. Sá yngri hafði að sögn hagnast svo í Rússlandi að nú kom mikið fé inn í landið við kaup á LB. Þessir "útlendu" peningar voru þá eftir allt saman úr Búnaðarbankanum, sem sviðnir höfðu verið þar út með þvingunum. Gæti það verið að sá hvítþvegni Kjartan Gunnarsson hafi verið á öxlinni á Halldóri K með þvingunaraðgerðir stóðu yfir. Hvað með Halldór K sjálfann, var hann settur upp við vegg til að lána Shópnum fyrir Búnaðarbankanum.


Góður fundur á Hvammstanga með 3 þingmönnum Samfylkingarinnar

Það var boðið til súpu á veitingahúsi þorpsins í dag sem rann ljúflega niður. Þá kom stutt þingmannaspjall og loks spurningar okkar heimafólks. Margt lá á hjörtum og mikið var spurt, fólk var málefnalegt og beinskeytt, en um leið var talað af einurð um stöðuna í samfélaginu. Þingmenn voru duglegir að svara bæði gagnrýni og spurningum. Súpa fyrir sálina og ekki veitir af.

Já staðan í samfélaginu breytist með hverjum deginum, meiri skítur vellur upp og sumar bombur eru stærri en aðrar. Fyrirtækjum útbýtt til fyrri eigenda, þrátt fyrir að fortíð þeirra sé æði skrautleg. Kvótaelítan sýnir klærnar og þær vel brýndar.

Bankastjóri Búnaðarbankans segir frá láni til kaupenda Landsbankans, sem Halldór Kristjánsson þvingaði hann var til að veita Björólfunum. Erlenda féð sem flæddi að sögn inn í landið, kom sem sagt bara úr næsta húsi og mætti á leiðinni  peningunum sem S hópurinn fékk hjá Halldóri í Landsbankanum, fyrir Búnaðarbankanum. Gargandi snilld eins og Bubbi mundi segja 


Enn er verið að þoka réttindum kvenna í átt til jafnréttis.

Fagna þeirri umfjöllun sem nú er um jafna stöðu kynjanna í stjórnumfélaga svo og á framboðslistum til sveitastjórna.

Konum í stjórnum félaga á að fjölga konum markvisst í stjórnum félaga þannig að hlutur hvors kyns veðri ekki undir 40% í lok árs 2013 samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráðs.

Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll, bæði með jafnrétti í huga og svo hitt að að öðru jöfnu eru breyttir stjórnarhættir þar sem konur eru í yfirstjórn, meira gagnsæi og kallað eftir aukinni ábyrgð milli stjórnenda.

Í sveitarstjórnum eru sömu lögmál ríkjandi og veruleg ástæða til að auka hlut kvenna þar með sama hætti. Hvernig því yrði fyrirkomið er ekki á borðinu í dag, eftir því sem ég best veit. Með endurskoðun á  kosningalögum er möguleiki að koma inn einhverjum almennum reglum.
 


mbl.is Leikreglurnar breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðræður utanríkisráðherra Íslands og Bretlands um ICESAVE.

Góðar fréttir að utanríkisráðherrann okkar Össur Skarphéðinsson hafi átt fund með utanríkisráðherra Breta David Miliband. Að ráðherrar landanna tali nú saman er vonandi merki þess að brátt verði frekari frétta að vænta um þetta margt tuggna mál ICESAVE. Nú virðast aðaláhyggjur andstæðinga ríkisstjórnarinnar að henni takist að semja og ekki verði af atkvæðagreiðslunni 6. mars. Það sannast hér enn og aftur að margt er mannanna bölið.


mbl.is Ræddi við Miliband um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkrabifreið í neyðarakstri - hefur ekki forgang samkvæmt lögum

Þetta er atriði sem ég hygg að sé nokkuð á reiki í hugum almennings í landinu. í það minnst hélt ég sjúkrabifreið með blikkandi ljósum og sírenu í gangi hefði forgang á aðra umferð þar til maðurinn minn hóf að aka sjúkrabifreið fyrir nokkrum árum. Hann taldi og það með réttu að svo væri ekki og þegar hann þurfti á forgangi á halda á gatnamótum þar sem umferðarljós eru, hafði hann samband við lögreglu og bað um tiltekin gatnamót væru rýmd. 


mbl.is Braut umferðarlög í neyðarakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

165 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 110678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband