20.2.2010 | 22:22
Sjálfstæðismenn í Kópavogi að hreinsa til
Þó ég sé ekki Sjálfstæðismaður og ekki heldur Kópavogsbúi, þá hef ég í kvöld fylgst með talningu prófkjöri flokksins í Kópavogi. Ég vil senda Kópavogsbúum hamingjuóskir með að hafa sett Gunnar Birgisson til hliðar. Kominn tími til að minnka aðeins spillinguna í því byggðarlagi.
![]() |
Ármann öruggur í 1. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2010 | 18:10
Trúi ekki á refsigleði Almættisins
Trúmál hafa orðið fleirum að aldurtila en allt annaðí gegnum aldirnar. Ég tel mig alls ekki trúlausa, en hafna því þó algjörlega að refsigleði sé til staðar hjá Almættinu. Það sem hendir okkur er til að þroska, fræða og kenna, en ekki til að refsa.
Ef setja á atburðina hér á landi (kreppu og endurreysn) í samhengi við þroska mannkyns, þá er verið að sýna það með afgerandi hætti að hið svokallaða alfrjálsa viðskiptakerfi þar sem reglur eru fáar og slakar, hentar ekki í neinni gerð samfélags. Að við skulum vera að grandskoða okkar samfélag fyrir hrun og setja okkur nýjar leikreglur, sýnir eða á að geta sýnt stjórnvöldum um allan heim að með skipulögðum hætti er hægt að laga og endurbæta.
Við erum með traustar undirstöður samfélagsins, með þróað og fagmenntað laga og dómaraumhverfi, með ríka hefð fyrir því að leysa mál með orðum samræðum rökræðum, í stað vopna byltingar hnefaréttar. Þjóðin er vel menntuð samfélagið tæknivætt og alþjóðasamskipti mikil.
Við erum því kjörið tilraunaverkefni til að þróa endurbætur á stjórnarháttum í veröldinni. Það er enginn að refsa einum eða neinum, nema þá við sjálf.
19.2.2010 | 17:20
Tilboð frá Bretum og Hollendingum.
Samkvæmt fréttum Reuters er það tilboð sem við Íslendingar getum ekki hafnað. Er sem sagt búið að hringja í SDG og fá leyfi. En svona í alvöru þá væri gott ef hægt væri að ljúka þessu langa farsa. Hef minni áhyggjur af innihaldi tillögunar, þessi þvæla er þegar orðin það dýr að hún kostar okkur of fjár þegar upp er staðið.
![]() |
Undirbúa nýtt Icesave tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2010 | 18:26
Útgerðarmenn, fyriningarleiðin og skýrslan
Misvísandi fullyrðingar útgerðarmanna reka sig hver á aðrar. Þeir segjast ekki vita hvað felst í fyrningarleiðinni, en láta samt gera skýrslu um afleiðingar hennar.
Fiskur verður veiddur áfram við Íslandsstrendur og það munu útgerðarmenn sem nú eru starfandi, gera eins og aðrir. Almenningur í landinu hefur aldrei gert kröfu um að þeir hætt að veiða fisk. Það er braskið, salan, erfðarétturinn, okurleigan og annað slíkt á veiðiheimildunum sem við viljum burt.
Að ekki verði lengur hægt að flytja störf milli byggðarlaga eða landshluta með geðþótta einhvers sem er að selja skip sitt eða sínar veiðiheimildir. Íslenska ríkið á eitt að sjá um leigu á veiðiheimildum og slíkt getur verið sveigjanlegt eftir þörfum hvers og eins milli ára.
Að mínu áliti er það sem sagt braskið en ekki veiðarnar sem verið er að koma böndum á með einhverjum hætti.
18.2.2010 | 17:32
Hver má tala um ICESAVE og hver ekki ?
Sigmundur Davíð hefur allt frá því að hann tók við sem formaður Framsóknarflokksins verið með gífuryrði um alls kyns mál sem tengjast stjórnmálum á Íslandi. Hann er búinn að flytja óteljandi skammarræður á alþingi, í dagblöðum og í sjónvarpi. Nú setur hann ofan í við alla þá sem voga sér að láta eitthvað frá sér fara um ICESAVE og þær viðræður sem fara fram í London og er honum ekki að skapi.
Hann fór mikinn í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni áðan um skrif og ummæli Indriða H Þorlákssonar, Þórólfs Matthíassonar og annarra sem skrifað hafa um málið út frá sjónarhóli ríkisstjórnarinnar. Hann talaði líka um frétt sem birtist í bresku blaði í morgun eins og þar væri svik á ferðinni. Það hefur sennilega gleymst að segja þeim í London að Sigmundur Davíð annaðist ritskoðum á öllu sem sagt er og skrifað um málið.
Ég hef ekki haft mikið álit á SDG fram að þessu en nú tók steininn gjörsamlega úr. Hann þvaðrar og þvaðrar án allrar ábyrgðar og skammar svo allt og alla í kringum sig. Þetta er bullustrokkur sem ekkert mark er takandi á og veit oft ekki um hvað hann er að rausa.
16.2.2010 | 23:15
Algjörlega ósammála formanni Heimssýnar
Ásmundur Daði þingmaður VG og formaður Heimssýnar lýsti þeirri skoðun sinni og Heimssýnar í kvöldfréttum að réttast væri að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka, honum finnst það líka sóun á peningum að fara í aðildarviðræður nú. Hann valdi svo málaflokk þar sem hægt væri að fresta niðurskurði hjá fyrir það fé. Það er auðvitað sterkt hjá Ásmundi Daða að nefna heilbrigðismálin því þann málaflokk vilja allir verja gegn niðurskurði.
Að mínu áliti kemur bara alls alls ekki til greina að draga umsóknina til baka og undrast ég raunar Ásmundur Daði skuli nefna slíka firru. Að tala um frestun aðildarviðræðna eða að fara ekki í þær nú er að mínu álit algjörlega ófært. Ég hef fagnað því hér á síðunni fyrri í kvöld að viðræður muni hefast innan tíðar og tel að þar séum við að fjárfesta til framtíðar í bættri stöðu almennings hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2010 | 23:01
Meira um atburðinn á Langjökli á sunnudaginn
Sá viðtal við hjónin frá Skotlandi sem voru í sleðaferðinni á Langjökul á sunnudaginn. Konan var eins og öllum er kunnugt, viðskila við hópinn ásamt syni sínum. Að mínu áliti er nokkuð ljóst að gera verður breytingar á búnaði fólks í svona ferðum. Konan sá þyrluna fljúga yfir hvað eftir annað og reyndi að vekja á þeim athygli, sem því miður tókst ekki. Búnaður til að miða út farartæki og fólk er til og þar verður að finna heppilegustu lausnina. Hvað varðar þátt leiðsögumanna og kynningu öryggisatriða áður en lagt er af stað, finnst mér hæpið að trúa því að ekki hafi verið farið yfir slíkt áður en lagt er af stað. Hvað hefur verið í þeirri kynningu veit ég hins vegar ekki.
16.2.2010 | 22:30
Góðar fréttir - Aðildarviðræður við ESB að hefjast.
"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á fundi sínum þann 24. febrúar næstkomandi mæla með því að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum"
Þessar frábæru fréttir bárust okkar í dag og um málið má lesa á www.visir.is Hvers vegna ekki þótti ástæða til að birta þessa frétt á www.mbl.is er mér algjörlega hulin ráðgáta. Þarna eru á ferðinni einhverjar bestu fréttir sem þjóðin getur fengið nú á þessum miklu óvissutímum sem staðið hafa yfir mánuðum saman. Og nú er ekki lengur hægt að tengja umsóknina um ESB og ICESAVE málið saman.
Sú von stjórnarandstöðunnar að hægt væri að tefja aðildarviðræður með því að seinka afgreiðslu ICESAVE málsins mánuðum saman, er sem betur fer úr sögunni. Uppbygging hins nýja samfélags er hafin þó allt sé gert til að tefja það og trufla.
Það eru greinilega öfl í samfélaginu sem vilja halda áfram á sömu brautinni sem kom okkur á hliðina. Ég veit að meiri hluti fólksins í landinu vill hreinsa til og byggja hér upp samfélag á nýjum grunni.
15.2.2010 | 23:11
Óska eftir að kaupa tveggja borða prjónavél !!!
Á einhver prjónavél sem hann/hún vill selja. Hef mikinn áhuga á að kaupa slíkann grip. Þarf að vera með tvö borð, ekki nauðsynlegt að hægt sé að prjóna marglit munstur. Netfangið mitt er sogho@simnet.is
15.2.2010 | 14:01
Langjökull í gær
Það var mikil gæfa yfir björgunarmönnunum og hinum týndu á Langjökli sl nótt að leiðir þeirra lægju saman og björgun tókst svo giftusamlega. Tek heils hugar undir með Ólafi sýslumanni á Selfossi með að nauðsyn sé á rannsókn málsins. Það er líka gríðarleg ábyrgð lögð á ferðaþjónustuaðila við að meta aðstæður þegar farið er í slíkar ferðir. Ferðir um íslenska náttúru eru afskaplega spennandi en líka áhættusamar, hvort sem er á landi eða sjó.
![]() |
Sýslumaður rannsakar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
165 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar