Aukin réttur kvenna í Bandaríska hernum á næsta leiti.

Þó ég sé ekki fylgjandi hernaði í neinni mynd, þá við ég samfagna með bandarískum kynsystrum mínum að þær hafi fengið heimild frá varnarválaráðuneytinu til að  þjóna um borð í kafbátum. Nú á þingið eftir að taka af skarið og fróðlegt að fylgjast með því. Þær hafa örugglega þurft að hafa fyrir þessum rétti og verða vel að honum komnar, fáist hann samþykktur á þingi.


mbl.is Konur fá að þjóna í kafbátum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegt símtal !!!

 Athyglisverð frásögn að atburðum þegar Ísland fór á hliðina. Betra hefði verið að taka þessu boði.

"Á sunnudagskvöldinu átti sér stað lykilsímtal þar sem þetta var rætt. Fyrir þessu hef ég afar traustar heimildirm, eins og fyrir allri atburðarrásinni hér á undan.

Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson áttu þá símtal við Hector Sants, yfirmann fjármálaeftirlits Bretlands, þar sem hann tekur vel í þá hugmynd að Icesave verði tekið yfir til Bretlands gegn því að lagðar verði fram 200 milljónir punda. Þessi upphæð er í krónum talið um það bil 40 milljarðar. Há upphæð vissulega, en aðeins brot af þeirri upphæð sem nú er rædd vegna Icesave."

Textinn hér að ofan er hluti af grein Sölva Tryggvasonar sem birt er á Pressunni undir fyrirsögninni Sögulegt símtal. Greinina í heild má lesa hér og það er vel þess virði. Þarna er að mínu áliti komin staðfesting á því sem Björgólfur Thor sagði í viðtali nokkrum dögum síðar, en var borið til baka af einhverjum ráðamanni.

 


Rannsóknarskýrslan fer að koma

Mikið er ég fegin að hafa ekki komist til valda í stjórnmálum, hafa ekki unnið í banka, hafa ekki átt peninga til að kaupa hlutabréf, hafa verið nægilega vel að mér til að búa til krosseignatengsl, hafa ekki lent í vafningi og svona mætti lengi telja.

Rannsóknarskýrslan hefur örugglega valdið svefnleysi, magabólgum, vöðvaspennu, deilum í fjölskyldum og svo mörgu öðru sem hendir skelfingu lostið fólk. Þetta hefur verið og verður eitt allsherjar dítox fyrir samviskur út um allt land. Það eru margar hliðar á þessu Hruni sem ekki eru eftirsóttar, svo vægt sé til orða tekið.


Mikilvægt skref í átt að bættu viðskiptasiðferði

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi, sem mun tryggja að nægur tími gefist til að afturkalla þær eignir sem eignamenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja færðu yfir á maka sína og annað nákomið fólk, eða eignarhaldsfélög, í þeim tilgangi að koma þeim undan fyrir gjaldþrotaskipti. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að rifta slíkum gjafagjörningunum svo framarlega sem farið er fram á greiðslustöðvun innan við tveimur árum frá því að eignatilfærslan á sér stað. Nú eru um sjö mánuðir þar til sá frestur er liðinn í flestum tilfellum.

Til að koma í veg fyrir „að hagsmunir spillist vegna álags og tímaskorts" vilja þingmennirnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson, með Helga Hjörvar í fararbroddi, lengja þennan frest í fjögur ár þegar um ræðir gjörninga frá bankahruni og út næsta ár.


Milestone og formaður Sjálfstæðisflokksins

Farið voru fluttir kaflar úr yfirheyrslum yfir nokkrum meintum sakborningum í svokölluðu Milestone máli  í Kastljósinu í kvöld. Þarna var fjallað um þann gjörning þegar bótasjóður Sjóvar var tekinn að láni, sem er algjörlega óheimilt lögum samkvæmt.

Það er í mínum huga nokkuð hæpið að maður sem er mjög tengdur þessu máli, skuli vera formaður stjórnmálaflokks, sitja á Alþingi og vera í samningagerð fyrir hönd þjóðarinnar við erlend ríki um skuld sem mikill ágreiningur er um.

Lítið hefur farið fyrir umfjöllun um tengingu Bjarna Benediktssonar við þetta mál og vekur það furðu. Eini fjölmiðillinn sem hefur gert það svo einhverju nemi, er DV. Í raun ætti krafa um opinbera rannsókn á tengingu BB við málið að vera komin fram vegna stöðu hans í þjóðfélaginu.


ICESAVE og Hrun-flokkarnir

Fólk talar um auðmýkingu, undirgefni, að standa í lappirnar og annað í þeim dúr sem rök gegn því að semja um þetta mál. 

Þetta mál hefur ekkert að gera með slíka tilfinningaþvælu, heldur möguleika okkar til að endurreysa þjóðfélagið. Þetta snýst um peninga og okkur sárvantar að komast aftur í eðlilegt fjármagnsflæði umheimsins.

Ekki á nótum spyllingar heldur heiðarlegra viðskipta. SDG og BB eru talsmenn þeirra spyllingarafla sem helsýkt hafa samfélagið okkar um árabil þar til það hrundi. Fólkið í landinu þykist vilja spyllinguna burt, en fylgir svo þessum afkomendum spyllingarinnar eins og lömb á leið til slátrunar.


Nú þarf að setja á eins mikið af góðum fjárstofni og mögulegt er og kominn tími til að lömbin velji sér lífleiðina og taki þátt í að moka framsóknarfjósinu og íhaldshaugnum út úr samfélagsgerðinni og verði með í að byggja upp. Samningur um ICESAVE er einn af lyklunum að þeirri vegferð.

 


Hvernig á að meðhöndla útrásarvíkingan í endurreysninni.

Mikið er nú rætt um ráðstöfun bankanna á fyrirtækjum í hendur þeirra sem "sukkuðu" fyrir hrun og sterk krafa er uppi um að stjórnvöld grípi þar inn í. Forsætisráðherra er líka gagnrýnd harðlega fyrir rök sín í þessu máli sem komu fram í ræðu hennar á Viðskiptaþingi nú nýverið.

Nokkur atriði eru að mínu áliti grundvallarforsendur í þessu stóra og viðkvæma máli.

Hvað varðar þá sem brutu af sér hér í fjármálaheiminum, þá er verið að rannsaka mörg mál, þó ekki sé farið að dæma enn í neinu þeirra. Lagabreytingar sem herða verulega leikreglurnar í fjármálakerfinu og hert utanumhald þeirra laga, liggja nú fyrir Alþingi. Við verðum að fara að lögum og það tel ég vera grundvallar forsenduna í öllu endurreisnarstarfinu.

Við gagnrýnum það harðlega og með fullum rétta að ekki hafi verið farið að lögum hér fyrir hrun og það í stórum stíl. Við verðum því án undanbragða að fara að lögum eftir hrun, ef hér á að verða friður um það sem gert er og gert verður.

Gleymum því ekki að þeir sem ekki fóru að lögum fyrir hrun, bíða nú eftir því að núverandi valdhafar misstigi sig á lagalega sviðinu. Munum að þeir sem brjóta lögin vísvitandi, kunna lögin líka ansi vel og koma því betur auga á mistök, verði þau


Jákvæð skref í réttindabaráttu kvenna í Sádi Arabíu

Jákvæðar fréttir eru að berast frá Sádi Arabíu þar sem verið er að vinna að löggjöf sem heimilar kvenlögfræðingum að gerast málaflutningsmenn og flytja mál fyrir dómi þegar verið er að fjalla um sifjarétt, skilnaði og forsjá barna. Þetta hljómar undarlega hér á landi, en er þó stórt skref í átt til jafnréttis þar í landi. Svo dæmi sé tekið er heimild kvenna þar í landi til að aka bíl er afar þröng, svo ekki sé meira sagt.

Kvenlögfræðingar hér á landi er ekki svo gömul stétt, þó hún sé fjölmenn í dag. Við skulum heldur ekki gleyma því að kosningaréttur kvenna hér á landi er einungis 95 ára. Þó konum hér væri aldrei bannað með lögum að aka bifreið, þá er ekki langt síðan það var ekki til siðs að konan keyrði, ef karlmaður var í bílnum. Á mögum heimilum er enn haldið í þessa hefð og nokkuð um að eldri konur hafi ekki bílpróf.

Fögnum því íslenskar konur með kynsystrum okkar hvar sem er í heiminum, sem ná fram auknum rétti í sínu landi


mbl.is Konur mega vera málaflutningsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gunnar að safna á eigin lista?

Gunnar I Birgisson varð í þriðja sæti í prófkjöri Íhaldsins í Kópavogi í gær. Lýsti yfir fyrir kjörið að hann tæki ekki annað sætið, hefur ekkert tjáð sig um það þriðja. Er hann kannski að safna á listi svo hann geti eftir sem áður verið í 1 sæti einhvers staðar. Æ Æ karlgarmurinn - hann á bara að hætta


mbl.is Engin viðbrögð frá Gunnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilhæfulaust með öllu

Hverju datt þessi vitleysa í hug. Sigmundur Davíð var að ýja að einhverju svona fyrir helgina, en hvort þessi róghugmynd var frá honum komin eða ekki, þá hefur fjármálaráðherra vísað henni í bug með afgerandi hætti. Þið "ritsnillingar" í móunum, ekki meiri bullusögur takk.


mbl.is Segir fréttina tilhæfulausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

166 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband