5.3.2010 | 23:31
Hver ætlar að kjósa og hver ekki - ætla sjálf ekki á kjörstað.
Sagt er að Ólafur Ragnar Grímsson ætli að kjósa á morgun og það er að einu leiti skiljanlegt þar sem hann býr á Álftanesi og þar er í gangi skoðanakönnum um samningu sveitarfélagsins við önnur. Ég er svo sem ekki að velta því fyrir mér hvort Bessastaðabóndinn kýs um ICESAVE eða ekki.
Þessi ákvörðun hans um að vísa breytingartillögu við gildandi lög til þjóðarinnar hefur verið skrípaleikur frá upphafi. Ég ætla ekki á kjörstað á morgun og er það í fyrsta skipti síðan ég fékk atkvæðisrétt sem ég nota hann ekki. Ég ber einfaldlega meiri virðingu fyrir sjálfri mér en svo að ég láti hafa mig út í fíflagang af þessu tagi.
Samningaviðræður standa yfir og allar líkur á að brátt náist sátt um eitthvað sem hægt verður að afgreiða á Alþingi og fái undirskrift hjá alvaldinum Álftanesinu. Þá verður loks hægt að fara að vinna hér að uppbyggingu okkar stórskaddaða samfélags. Það er að mínu áliti afar rökrétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingrími J Sigfússyni að fara ekki á kjörstað. Ég virði þá ákvörðun þeirra og skil hana mjög vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.3.2010 | 00:12
Heimavarnaliðið gerði meira ógagn en gagn - alls ekki af ásetningi
Þegar almennir borgarar reyna að taka lögin í sínar hendur getur það skapað meiri vanda en elli hefði orðið. Frétt um að Heimavarnaliðið hafi valdið íbúðareiganda umtalsverðum kostnaði með aðgerðum sínum, er verðugt umhugsunarefni og við sem teljum að við séum að verja rétt einhvers, erum jafnvel að valda enn meiri vanda.
Gjaldþrot er ekki versti kostur þeirra sem eru komnir með óviðráðanlega greiðslubyrgði. Þá er gjaldþrot í raun lausn á vanda sem er það stór að við hann verður ekki ráðið. Ég fór í gegnum gjaldþrot á árunum 1985 til 1988 og það var mikill léttir að eygja með því ákveðna lausn.
Ef ég ætti að gefa fólki í miklum greiðsluvanda ráð, þá mundi ég bara segja þetta. Horfið kalt á málið, eru líkur á að þið getið lifað eðlilegu lífi með þær skuldir sem nú eru á ykkar herðum. Er það þess virði að berjast fyrir dauðum hlutum eins og húsi, sumarbústað, bíl eða einhverju sem þið hafið fjárfest í og getið alls ekki greitt af núna og í fyrirsjáanlegri framtíð.
Það er ekki endir alls að flytja í leiguíbúð, aka um á ódýrum bíl eða sleppa einhverju öðru sem er ykkur ofviða. Það er mun betra að breyta um lífsstíl heldur en að skemma heilsu, samskipti og annað sem ekki verður metið til fjár
Við hér norðan heiða ásamt vinum og ættingjum Hörpu, Haraldar og Halldóru stóru systur, höfum fylgst með hinni geysi hörðu lífsbaráttu Matthildar litlu frá 7 des sl. Hún er gríðarlega dugleg og dafnar vel sem stendur. Það veitir ekki af því hún á eftir tvær erfiðar aðgerðir blessunin litla. Sendi henni og fjölskyldunni blessun Guðs og bataóskir. Sjá grein um fjölskylduna í Mogganum í dag.
Vil líka benda á styrktarreikning fyrir fjölskylduna í Sparisjóðnum á Hvammstanga - 1105-05-403600 kt 160580-5829. Ef nógu margir lauma þar inn einum og einum þúsundkalli, er það mikil búbót fyrir litlu námsmannafjölskylduna í Salzburg. Okkur munar ekki um smávegis innlegg, en fyrir þau skipir það öllu.
3.3.2010 | 21:56
Húnvetnskar hetjur í Salzburg
Við hér norðan heiða ásamt vinum og ættingjum Hörpu, Haraldar og Halldóru stóru systur, höfum fylgst með hinni geysi hörðu lífsbaráttu Matthildar litlu. Hún er gríðarlega dugleg og dafnar vel sem stendur. Það veitir ekki af því hún á eftir tvær erfiðar aðgerðir blessunin litla. Sendi henni og fjölskyldunni blessun Guðs og bataóskir.
![]() |
Styrktartónleikar í Salzburg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2010 | 18:28
Taugaveiklun þjóðar
Hamfarir af mannavöldum orsökuðu hrunið á Íslandi haustið 2008. Fyrstu viðbrögðin voru undrun og spurn, þjóðin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Síðan kom reiðin og óttinn sem ekki er góð blanda þegar um fjölda fólks er að ræða. Margt hefur verið sagt í hita leiksins og sumt ekki gáfulegt. Nú er að skapast einkennilegt ástand. Þjóðin er hreinlega að fara á taugum og hver skrifar nú blogg um málið sem mest það má.
Málið er peningaupphæð sem samkvæmt túlkun laga og reglna um fjármálamarkaði (eða hluta hans) er haldið fram að við eigum að borg sem þjóð. Tvenn lög um málið hafa verið afgreidd um málið. Þau fyrri um viðurkenningu skuldar og ákveðin kjör við endurgreiðslu. Þau síðari innihalda breytingu á lánakjörum á skuld sem viðurkennd var í hið fyrra sinn. Forsetinn okkar skaut seinni lögunum til þjóðarinnar og nú á að kjósa um þau á laugardaginn.
Eitt er þó sem truflar og það er að verið er að semja um enn betri lánakjör og því engin ástæða til að kjósa. En reiða fólkið vill kjósa og segist ætla að kjósa um það hvort við sem þjóð eigum að borga þessa skuld eða ekki. Þjóðin getur bara ekki valið það si svona um hvað er kosið. Til þess hefur hún ekki bein völd. Nánast allir sem komnir eru með kosninga rétt eru bæði læsir og skrifandi, þó annað megi ætla af yfirlýsingum.
En hvað með, ef kosið verður á laugardaginn þá ætla ég á kjörstað og segja JÁ. Ég ætla nefnilega að kjósa um breytingatillöguna við lögin frá síðasta ári og vil hana ef ekkert annað er í boði. Auðvitað þygg ég betri samning og vonandi næst hann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2010 | 00:27
Vantraustið til Íslands sem réttarríkis er mikið og margir dæma.
Ég sé nokkuð af því hér á netinu að fólk dæmir réttarríkið Ísland hart og vantreystir því verulega. Sumir dómarnir eru býsna harður og of snemma framsettur. Við erum í fara í gegnum fyrstu samfélagsrannsóknina sem framkvæmd hefur verið í heiminum og þar er allnokkuð í lagt.
Erlendir sérfræðingar eru til aðstoðar og ráðgjafar. Viðskiptaráðherra sem ekki er bendlaður við neinn stjórnmálaflokk hefur lagt fram á Alþingi viðamiklar breytingar á lagaumhverfi fjármála starfsemi, fyrirtækja reksturs og eftirlits með hvoru tveggja.
Við verðum að treysta því fólki sem vinnur af alefli við að rannsaka hrunið og spillinguna, sem vinnur líka af alefli við að bæta allt lagaumhverfi svo koma megi í veg fyrir að viðlíka vinnubrögð verði viðhöfð í framtíðinni hér á landi.
Vantrú og vantraust eru innbrennd í þjóðarsálina og það mun taka tíma að græða þau brunasár. Stráum ekki salti í þau sár, nú vantar frekar einhver smyrsl sem græða. Ekki með að fela og breiða yfir, heldur með því að stappa stálinu hvert í annað og hughreysta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 16:03
Á að takmarka aðgang útrásarmanna að fyrirtækjum sem þeir stýrðu áður.
Svar mitt er að þeir skuli ekki njóta forgangs heldur jafnræðis á við aðra, hafi sannað og refsivert athæfi ekki átt sér stað. Komi slíkt fram á síðari stigum verði tekið á því samkvæmt gildandi lögum hverju sinni.
Mikið er rætt um einstakar úrlausnir bankanna varðandi endurreisn fyrirtækja nú eftir afskriftir og endurfjármögnun. Það þykir fólki að réttur fyrri stjórnanda sé óeðlilega rúmur til að taka við sömu fyrirtækjunum aftur
Kjarna málsins er að mínu áliti, hve mikill munur er gerður á því hvort það er einstaklingur eða fyrirtæki sem fer í þrot. Fyrir einstaklinginn er allt lokað árum saman, en þeir sem hafa verið forsvarsmenn/eigendur, fyrirtækja geta endurreyst að nýju án verulegra takmarkana af hendi löggjafans.
Varðandi Haga og önnur slík fyrirtæki, þá er það sennilega forkaupsréttur fyrri eigenda sem fer fyrir brjóstið á fólki og minnir svo mjög á bankagjöfina þarna um árið. Hafi fyrri eignendur sama rétt og aðrir og fyrirtæki séu seld með dreifðri eignaraðild (hámark hlutar sem hver má eiga) þá horfir málið allt öðruvísi við fyrir alla, almenning bankana yfirvöld fjármagnseigendur.
Ég held að með slíkum almennum skýrum reglum sé hægt að taka á þessu máli, en ekki með að gera það persónulegt með einum eða öðrum hætti. Málefni Bakkavarar er að því leiti sérstakt að bræðurnir settu ákvæði inn í samningana sem beinlínis gjaldfella öll lán fyrirtækisins, ef þeim (bræðrunum) er vikið frá sem stjórnendum. Það er Alþingis að setja lög sem koma í veg fyrir fleiri slíka gjörninga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins var einfaldlega að vísa í þetta ákvæði þegar hann segir að Lífeyrissjóðurinn hafi (af tveim slæmum kostum) valið að vera með til að forða frekara tapi sjóðsins en orðið er nú þegar. Sú ákvörðum er tekin á köldum fjármálaforsendum, en ekki af velþóknun á einum eða neinum.
Málflutningur Tryggva Þórs Herbertssonar og Magnúsar Orra Schram í Kastljósinu nýverið um þessi mál var góður og upplýsti vel hagmuni sem verið var að verja;
- sérhagsmuni TÞH
- hagsmuni fjöldans og samfélagsins MOS
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 02:03
Rannsóknarskýrslunni seinkar enn - Bjarni Ben hlakkar til að takast á við niðurstöðurnar
Engan hef ég heyrt segja það að hann hlakkaði til að takast á við niðurstöður rannsóknar skýrslunnar, utan formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktsson. Eitthvað fannst mér holur hljómur í þessari yfirlýsingu Bjarna nú í kvöldfréttunum. Held reyndar að hann hefði ekki átt að láta sér detta í hug að segja þetta, þó móarnir hafi hvíslað þessu að honum. Það er alls ekkert fagnaðarefni sem í henni stendur og ekki við því að búast.
Það var afar brýnt að hefja þessa rannsókn á sínum tíma og rétt hjá BB að nefna sinn flokk sem aðila að þeirri ákvörðun. Það á hver það sem hann á. Ég hlakka ekki til að sjá skýrsluna, en býst þó við að ég þrælist í gegnum hana til fróðleiks, en ekki skemmtunar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2010 | 13:12
Sínum augum lítur hver á silfrið
ESB er að sjálfsögðu til umræðu núna um allt samfélagið og er það vel. Umræður á Alþingi eru líka áhugaverðar í ljósi þess að þar talar fólk að því er virðist út frá eigin brjósti en ekki flokksstefnum. Stefnur flokka, annarra en Samfylkingar eru ekki ljósar eða einsleitar. Meðan nokkrir þingmenn Framsóknar andmæla og vilja jafnvel draga umsókn til baka, minnir Siv Friðleifsdóttir félaga sína á að flokkurinn hafi ályktað um að fara í viðræður með skilyrðum. Árni Johnsen fordæmir að hætti Eyjamanna en Ragnheiður Ríkharðsdóttir er fylgjandi aðildarviðræðum. VG er tvístígandi í málinu, er þó aðili að stjórnarsáttmálanum. Gott ef fólk getur blásið út á þessum tímapunti og væntingar séu ekki miklar. Þegar málið kemst á síðari stig og við förum að sjá raunverulega skilmála, eru líkur á að hugarfar muni breytast smám saman. Munum að stígandi lukka er best.
![]() |
Gera þarf breytingar en of snemmt að áætla kostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 11:48
Hræðslan augljós hjá LÍÚ
Friðrik J Arngrímsson er fljótur að átta sig á því að umsögn ESB um að fyrirkomulag Íslands í fiskveiðstjórnun sem mögulega fyrirmynd hjá ESB, er bara alveg stórhættuleg. Þarna er ESB í einni svipan að slá öll helstu mótrök kvótaelítunnar úr höndum hennar. Utanríkisráðherra er að bulla um málið, enda maðurinn ekki kvótakóngur. Að Össur skuli voga sér að halda því fram að innganga Íslands í ESB muni valda því að Ísland verði leiðandi í málefnum sjávarútvegs innan sambandsins. "Reynslan hefur kennt okkur annað".... Bíddu við, eru LÍÚ menn búnir að fara í gegnum samningaferlið við ESB. Það hefur alveg farið fram hjá mér og trúlega þjóðinni líka.
![]() |
Hugmyndir um áhrif stórlega ýktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
167 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 110676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar