Selaskoðun af sjó fyrst reynd á Hvammstanga 2005

Eins og kom fram í fréttum Stöðvar2 í kvöld, er  nýtt fyrirtæki Selasigling ehf að fara af stað á Hvammstanga þessa dagana. Fram kom í fréttinni að þetta væri í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíkar ferðir hér á Húnflóanum. Fréttamaður hefur það eftir sem honum er sagt. Ég og maðurinn minn byrjuðum með svona rekstur 2005 og þá strax var ljóst að þetta virkaði fínt. Tjón á bát og rekastarvandi í kjölfarið var til þess að okkar rekstur lagðist af 2007. Við keyptum þennan bát sem sýndur var í fréttinni, til Hvammstanga 2008 en fengum ekki þá fyrirgreiðslu sem þurft hefði. Nú taka þeir félagarnir Eðvald og Kjartan við keflinu og vonandi gengur þeim vel. Þessi viðskiptahugmynd er afburða góð og mun væntanlega ganga vel ef einhvert vit verður í rekstrarumhverfi á Íslandi á komandi árum.


110% bílalán

Mér finnst það vera algjör sanngirnisaðgerð að færa bílalánin  niður með þessum hætti. Að tala um gróða í þessu sambandi er algjört öfugmæli. Það er verið að minnka TAP fólks. Hvort sem bílalánin voru tekin vegna nýrra eða notaðra bíla hefur upphæð þeirra hækkað gífurlega. Við sem ekki getum unnt öðrum að fá sanngjarna leiðréttingu á okurlánum, erum ekki að horfa raunhæft á málin. Auðvitað gagnast þetta ekki öllum en örugglega mörgum. Einhverjir verða að fá frekri aðstoð og einhverjum er ekki hægt að hjálpa. Þannig er það bara


mbl.is Skiptar skoðanir um afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum því til haga - hugleiðing 2

Ég tel einsýnt að hvorki ég, Bubbi, né nokkur annar séum að hvítþvo einn eða neinn af þeim sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar.  Lagaumhverfi og stjórnarskrá hér á landi hefur mikla þýðingu þegar Hrunið er skoðað og metið. Mörg lögbrot hafa verið framin og það vitum við öll, en ábyrgðin á því lausbeislaða umhverfi peningamála á Íslandi liggur hjá stjórnmálamönnum og sérstaklega forystumönnum ríkisstjórna síðustu áratuga.

Það mikla ráðherravald sem er að finna í okkar gömlu stjórnarskrá, er beinlínis orsökin fyrir því að ráðherrar á Íslandi hafa getað tekið margar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir í aðdraganda þess. Fyrirkomulagið við sölu bankanna var ákveðin af einum ráðherra, Davíð Oddssyni með blessun fleiri ráðherra eins og Halldórs Ásgrímssonar.

Vinnu einkavæðingarnefndarinnar var ýtt af borðinu með einu handtaki í krafti ráðherravalds. Geir H Haarde hélt verndarhendi yfir öllu sem DO aðhafðist í Seðlabankanum skjóli sama valds. Það er ekki tilviljun að Sjálfstæðismenn töluðu sólarhringum saman gegn frumvarpi um stjórnlagaþing vorið 2009.


Höldum því til Haga

Bubbi Morteins skrifar frábærann pistil á Pressunni í dag undir fyrirsögninni Davíðssálmur númer 1. Þar fer hann í nokkuð hvassa en skýra greiningu á því hvar ábyrgðin á Hruninu liggur.

Hann er fíkill eins og við vitum og þekkir því hugsanagang fíkilsins vel og einnig hverjir bera ábyrgðina á framboði þess sem fíkillinn sækist í. Það eru ekki burðardýrin eða þeir sem selja á götunni eða á börunum. Það eru þeir sem skipuleggja innflutninginn og dreyfinguna.

Fíkn er í svo margt og það eru örugglega til milljónir fjármálafíkla í heiminum. Þá er vissulega að finna hér á Íslandi eins og annarsstaðar. Þeir gambla með fjármagn, stunda gjaldeyrisbrask, lánabrask, eignahaldsfélagabrask og að soga til sín peninga með öllu mögulegu móti.  Bubbi er ekki í vafa um að ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum og þar er Davíð Oddsson nefndur sem höfuðpaurinn.

Gefum Bubba orðið: "Höldum því til Haga að Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus bera ekki ábyrgð á íslenska hruninu.  Þetta veit Hrunameistarinn sjálfur Davíð Oddsson.  Þeir sem bera ábyrgð á hruninu eru gjörspillt embættismannakerfi og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem lagði grunninn með allsherjar spillingu sem og meðreiðarsveinarnir,  Framsóknarflokkurinn. Ríkisstjórn Geirs Haarde og meðreiðarsveinar hennar. Jarðvegurinn fyrir hrunið var löngu plægður.

Fjármálafíklar fengu kjöraðstæður til að leika lausum hala, slakað var á reglum og eftirliti eftir því sem dansinn dunaði hraðar. Nú er aftur á móti bent á fíklana og sagt - þetta er allt ykkur að kenna - skammist ykkar - þið fáið ekki að spila með lengur.


Kjósum um kvótann!!

Þið sem hafið áhuga á að láta kjósa um kvótann, getið farið inn á http://www.thjodareign.is og þar er hægt að gerast félagi í samtökum sem kalla sig Þjóðareignog voru stofnuð nýverið. Þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótann. Á síðunni er líka að finna upplýsingar um samtökin.


Forsetinn skýtur sig í fótinn

Það hefur sannast enn og aftur að það sem gengur vel í landann, þykir ekki lystugt í útlöndum. ÓRG talaði um að Norðurlandaþjóðirnar hafi brugðist og ekki komið okkur til aðstoðar eftir hrunið. Þetta var sagt í sigurvímunni eftir ICESAVE kosninganna um helgina. Nágrönnum okkar líkar ekki þessi gagnrýni og það er mjög skiljanlegt. Sannleikurinn er oft harður undir tönn, sérstaklega ef ekki er neitt smjör með honum. Norskur hagfræðingur ber okkur sannleikann á köldu stálfati, þar liggur sannleikurinn harður og þurr, ósköp ólystugur en það er bara ekkert annað í boði og ekki einu sinni alvaldarnir í móunum eða á nesinu geta lengur breytt yfir hann, hvorki bræðing eða tólg. Smjör er ekki lengur í boði.


KJÓSUM UM KVÓTANN - SÍÐA Á FÉSBÓKINNI

Hér er slóð inn á síðu á Facebokk þar sem þið getið skrá ykkur - KJÓSUM UM KVÓTANN  -http://www.facebook.com/group.php?gid=343889741237#!/group.php?gid=306609549347&ref=mf 

Kjósum um kvótann !!

Það er ástæða til að ræða það í fullri alvöru að kjósa um hver skuli vera handhafi veiðiréttinda úr staðbundnum stofnum við Ísland og flökkustofnum í hafinu kring um Ísland. Þjóðin er nú loks að vakna til vitundar um það mikla misréttu og gríðarlegar eignatilfærslur sem gjafakvótakerfið hefur skapað.
 

Vil í leiðinni vekja athygli á því að fram er komið á Alþingi frumvarp frá þrem kvenkyns þingmönnum Samfylkingar, Ólínu Þorvarðardóttir, Þórunni Sveinbjarnardóttir og Valgerði Bjarnadóttir, þess efnis að efnt skuli til vísindaveiða á miðunum við Ísland. Þetta er rannsóknaraðferð sem Hafrannsóknarstofnun Rússlands í Múrmansk beitti fyrir stuttu í Barentshafi og felst í því að þéttleikamæla fiskinn í sjónum. Valin skip stunda veiðar utan kvóta í tiltekinn tíma og eru á meðan tengd við rannsóknar stofnun með gervihnattasambandi.
 

Veiðar í Barentshafi stóðu yfir í 6 mánuði og niðurstöður voru þær að auka þorskveiðar um heil 70%. Það eru 112 þús. tonn af þorski, miðað við núverandi heimild sem er 160 þús. tonn. Hvernig þetta verður útfært hér við land liggur ekki fyrir. Ég og fleiri fylgjumst með þessu máli af mikilli athygli ásamt fyrningarmálinu.

 


Einræði til að auka lýðræði eða hvað

Stjórnarskráin okkar er ein stór tímaskekkja. Valdastaða ráðherra og forsetans er frá 19 öld þegar enn var talið eðlilegt að einræðisvald væri til staðar. Einræði og lýðræði eru í mínum huga tveir ólíkir stjórnunarhættir. Forsetinn tók sér einræðisvald til að auka lýðræðið. Þetta vill í mínum huga rekast hvað á annars horn.

Hann valdi flókinn milliríkjasamning til þess arna og vissi mæta vel hvernig skoðanir stjórnmálaflokkanna lágu og með synjun væri hann að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna í landinu. Með undirskrift sinnu hefði hann virt ákvörðun Alþingis og þar með ekki tekið afstöðu í málinu. Forsetinn vissi/veit fullvel hver tilgangur var/er með málþófi og rangfærslum stjórnarandstöðunnar hefur verið allan tímann. Að fella ríkisstjórnina og komast aftur til valda.

Sú staðreynd að forsetinn skyldi velja þá leið að ganga til liðs við stjórnarandstöðunnar á mestu umbrotatímum þjóðarinnar, á örugglega eftir að verða rannsóknarefni margra fræðimanna í framtíðinni. Það vekur enn meiri furðu að forsetinn skyldi taka þessa afstöðu með hægri öflunum, gegn fyrstu vinstri stjórn á Íslandi frá Lýðveldisstofnun, þar sem hann hefur um árabil fyllt raðir vinstri manna í landinu sem starfandi stjórnmálamaður.

Athyglissýki er kennt um þessa ákvörðun og vel má vera að það sé hluti skýringarinnar. Ég hallast þó meira að þeirri staðreynd að hann hafi talið þetta snjalla pólitíska leikfléttu. Gallinn er þá sá að hann er ekki lengur í stjórnmálum. Hann fer á spjöld sögunnar fyrirtiltækið, en með hvaða formerkjum er ekki hægt að segja um nú.


Eftir langt fyllerý kemur alltaf mánudagur

Þjóðin hefur að stórum hluta verið á ICESAVE - þjóðrembu - fyllerýi  mánuðum saman, þó mjög hafi hert á eftir morgunstund á Bessastöðum í byrjun árs. Nú fer smám saman að renna af liðinu eftir helgina og þá brestur á með timburmenn.

Skýrslan svarta er svo hinu megin við hornið og það er ekki góður afréttari. Er næsta viss um að mörgum verður hún sannkallaður ógeðsdrykkur. Á það bæði við fólk sem tók þátt í dansinum í Hruna, en ekki síður hina sem sjá munu átrúnaðargoð sín hrynja af stöllum og brotna í spón. Hvort við köllum ósköpin bleika fíla, bláa froska, grænar leðurblökur eða eitthvað allt annað, þá verður raunveruleikinn í formi ofskynjana fyrir marga.

Meðferðar er svo þörf og þá er það bara spurningin hver hjálpar hverjum. Einhvers konar hópmeðferð verður það að vera og þar mun fyrirgefningin að lokum skipta mestu. Þegar hver og einn hefur stigið fram, viðurkennt mistök og beðist fyrirgefningar á auðmjúkan hátt. Þá verður gott að grípa æðruleysisbænina og fara með hana eins oft og hver þarf á að halda, meðan verið er að sleikja stóru svöðusárin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

167 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband