Ólína og þjóðin - LÍÚ og kvótinn

Ég er afskaplega ánægð með þingmanninn minn, hana Ólínu Þorvarðardóttir. Hún er skörungur og gengur í verkin. Fundurinn á Ísafirði í gærkvöld markar að mínu áliti tímamót í baráttunni fyrir því að koma kvótanum aftur til fólksins/ríkisins og það sem allra fyrst.

Ég minna á að fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ólínu, Valgerði Bjarnadóttir og Þórunni Sveinbjarnardóttur þess efnis að efnt verði til Vísindaveiða við Ísland. Í framhaldi slíkri rannsókn í Barentshafi fyrir nokkru voru veiðiheimildir auknar um tæp 70%. Það munar nú um minna. Skili vísindaveiðar aukningu veiðiheimilda hér við land, mun sú aukning ekki fara til núverandi kvóta”eigenda” nema til leigu gegn gjaldi sem rynni til ríkisins.

Ólína Þorvarðardóttir er að gera mjög stóra hluti fyrir okkur öll og henni ber að þakka.


Uppreisn á hitafundi um kvótamálin á Ísafirði

"Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, boðaði til framhaldsfundar eftir að fundi um sjávarútvegsmál lauk í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld. Var mikil óánægja með að ekki voru leyfðar umræður eða fyrirspurnir á fundinum og því ákvað Ólína að boða til framhaldsfundar strax eftir fundinn þar sem frjálsar umræður eru leyfðar."

Þannig hefst ný  frétt á DV um fund sem LÍÚ klíkan stóð fyrir þar í kvöld. Hvet ég lesendur til að lesa fréttina alla. Gott framtak hjá Ólínu sem ég styð heils hugar.

Munið www.thjodareign.is þar er hægt að skrifa undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótamálið

 


Furðulegt fundarform LÍÚ - einkavinavæðing

LÍÚ ef með fundarherferð í gangi þar sem þeirra skoðun á eigin kvótaeignarhaldi er haldið fram. Þessir fundir eru svo auglýstir í nafni sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og fleiri aðila á viðkomandi svæðum. Sú aðferð á auðvitað að sýna svo ekki verður um villst að það séu sameiginlegir hagsmunir allra á viðkomandi landssvæði, að ríkið fari ekki að vasast í því að leiga "hverjum sem er" heimild til að veiða fiskinn í sjónum. Ekki eru leyfðar fyrirspurnir úr sal og auðvitað til þess ætlast að ræðumenn fari ekki út af skoðanasporinu.

Að mínu álit eru þessu fundarhöld ekki til þess fallin að auka álit almennings í landinu á þessu gjörspillta fyrirkomulagi. Þjóðin er búin að segja hver kyns einkavinavæðingu stríða á hendur, eða öllu heldur. Almenningur í landinu vill leggja slíkt af og þá skiptir ekki máli hvort verið er að einkavinavæða þessa auðlind eða einhverja aðra. Traust fjármálakerfi er vissulega auðlind hvers lands eða landssvæðis. Okkar fjármálakerfi var einkavinavætt með skelfilegum afleiðingum. Veiðiréttur á fiskimiðum við Ísland var einkavinavæddur og það hefur nú þegar haft skelfilegar afleiðingar fyrir mörg svæði á landinu. Auðlindir okkar á öðrum sviðum hafa verið mjög nærri því að vera einkavinavæddar og þar hefur verið og er barist um á hæl og hnakka á ýmsum vígstöðvum eins og við vitum.


Skötuselinn eða ..........

Sagt er að almenningur í landinu þori  ekki að mótmæla kvótaeigendum. Það er ekki rétt og kvótaeigendum hefur verið mótmælt um árabil. Það sem er breytt núna er að kvótaeigendur eru ekki lengur í ríkisstjórn og stjórnvöld eru reiðubúin að gera breytingar á kerfinu. Það er ef til vill enn að finna fólk í hópi starfsmanna kvótagreyfanna sem ekki er tilbúið að mótmæla upphátt og undir nafni. Það er þá af ótta við að missa vinnuna og lái því hver sem vill. Nú er þjóðin að vakna til vitundar um það gríðarlega óréttlæti sem viðgengst í fiskveiðikerfinu hjá okkur. Viðbrögð kvótaeigenda við skötuselsfrumvarpinu eru einfaldlega vegna þess að leigutekjur vegna aflaheimilda munu renna í ríkiskassann en ekki í vasa nokkurra kvótaeigenda eins og verið hefur. Það hafa nákvæmlega ekkert að gera með stöðugleikasáttmálann eða hag almennings í landinu. Aðeins hag nokkurra auðmanna og braskara.


Til glöggvunar vegna sölu OR til Magma Energy

Ákvarðanir um söluna til Magma Energy eru teknar af meirihlutanum í Reykjanesbæ og meirihluta Orkuveitu Reykjavíkur. Ríkisstjórnin hefur hvergi komið að þeirri ákvörðun.

Pólitísk ábyrgð á sölunni er því hjá þessum aðilum.Lykilatriði er að með breytingu á lögum árið 2008 er búið að tryggja að ekki er hægt að selja sjálfar orkuauðlindirnar úr opinberri eigu. Ráðstöfunar- og yfirráðaréttur auðlindanna er og verður hjá lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings, hvort sem er í sveitarstjórnum eða ríkisvaldi. 

Með lögunum var skilið á milli auðlindanna sem yrðu áfram í opinberri eigu, veitustarfseminnar eða einkaleyfishlutans sem skyldi vera að meirihluta í opinberri eigu og svo orkuframleiðslunnar sem er samkeppnishlutinn og áhættufjárfestingin. Þar má einkafjármagn koma inn kjósi eigendur viðkomandi orkuauðlindar að haga því svo. Slíkt getur t.d. hvert sveitarfélag ákveðið fyrir sig. 

Lagabreytingarnar 2008 voru viðbragð við þeirri staðreynd að árið 2007 var bæði ríkið og sveitarfélög að selja einkafyrirtækinu Geysi Green Energy stóran hluta af Hitaveitu Suðurnesja ásamt orkuauðlindinni sem þá var í einkaeigu fyrirtækisins. Þar með var einkaaðili að eignast auðlindina en með yfirlýsingu aðila náðist fram að með auðlindirnar á Reykjanesi yrði farið í samræmi við ný lög og þeim haldið í opinberri eigu.


Skötuselsfrumvarpið samþykkt - fýluboma segir Íhaldið - framfaraskref segja stjórnarliðar og

Vilhjálmur Egilsson kom í tíufréttum RUV og lýsti því yfir að SA væri ekki lengur aðili að stöðugleikasáttmálanum vegna samþykktar frumvarpsins. Þarna hefur LÍÚ klíkan talað og viðbrögð SA sýna mjög greinilega hver ræður ferðinni innan samtakanna. EKG talar um fýlubombu og annað er eftir því


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefnd heimilar kaup Magma Energy á HS Orku

Starf þessarar nefndar mun hafa verið fólgið í því að skoða lagalegan grunn málsins og hún komist að þessari niðurstöðu á þeim forsendum. Þarna er væntanlega ekki um að ræða persónulegar skoðanir þessa fólks, heldur hvort lagalegar forsendur hefi verið fyrir því að hafna þessum gjörningi. Nefndin hefur að því er virðist ekki getað fundið nægilega sterk rök gegn þessum gjörningi og ljóst er að skaðabótaréttur hefði mjög trúlega skapast hjá fyrirtækinu á hendur Íslenska ríkisins. Þá er næsta skref að skoða okkar lagaramma um þennan málaflokk og bæta hann ef talið er þurfa. Á svona málum verður að taka með rökum, en ekki tilfinningasemi.


Rannsóknarskýrslan dagsett.

Loks er komin dagsetning á birtingu Rannsóknarskýrslunnar. Það er mjög gott og nú getur allur almenningur og þeir sem málið varðar sérstaklega búið sig undir mikinn lestur. Rannsóknin er merkur viðburður í veraldarsögunni og marka vonandi þau tímamót að valdamönnum í stjórn- og fjármálum veraldarinnar verði aldrei aftur gefið slík sjálftökuheimild á völdum eins og hér átti sér stað. Nú verða afleiðingar slíkra aðgerða komnar formlega á einn stað, aðgengilegar almenningi og varðveittar til framtíðar. Við Íslendingar teljum okkur til lýðræðissamfélaga veraldarinnar og því er með ólíkindum að svona ævintýramennska, stjórnunarklúður og fjárglæfrar skuli hafa viðgengist um árabil. Við erum nú að leggja heiminum til einstakt kennsluefni á sviði hagstjórnarmistaka sem þjóðfélög skulu varast um alla framtíð.


Svona gera menn ekki - nema einu sinni

Mikið er ég sammála Dominique Strauss-Kahn að svona bankakreppa megi ekki eiga sér stað aftur. Siðferði í stjórnmálum eða öllu heldur skortur á því, einkahagsmunir fárra teknir fram yfir heildina og geðþótta ákvarðanir varðandi regluverk um og stjórnun á peningamálum, eru aðferðir í stjórnun landa sem ber að varast öðru fremur. Því miður er Ísland ekki eina dæmið þar sem gallaðir stjórnarhættir skaða þegnana. Á vesturlöndum eru dæmin orðin fá nú til dags og það má örðu fremur þakka mikilli vinnu margra við að koma í regluverki um áðurnefnda stjórnarhætti. Margir kalla þetta bákn og finna því allt til foráttu. Þarna er ég að tala um ESB og það er viðurkennt að ef við hefðum verið komin þar inn, þá hefðu mál ekki náð að þróast ofan í það fen sem við sitjum nú í.

Leikfrelsi valdafólks er dýrt og við Íslendingar erum búin að fá nóg af slíkum reikningum undanfarna áratungi, þó nú hafi tekið steininn úr og það rækilega.


mbl.is Hið sorglega dæmi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prjónafólk á Norðurlandi vestra með margt áhugavert "á prjónunum"

Handverksfólk á Norðurlandi vestra er að sækja mjög í sig veðrið þessa síðustu mánuði og hefur til þess fenguð bæði hvatningu og uppörvun frá mörgum aðilum sem styðja við frumkvöðla og nýsköpun. Nú er í vinnslu verkefni sem stýrt er af Textílsetri Íslands á Blönduósi, þar sem verið er að þróa/finna munstur sem tengist Norðurlandi vestra og prjónafólk getur notað í als kyns vörur. Með þessu vinnst að prjónafólk fær ákveðna viðurkenningu, að það fer vonandi að vinna enn meira saman og vörulína getur orðið til sem margir geta tekið þátt í að vinna að. Er að fara á námskeið á Sunnudaginn á vegum þessa verkefnis, síðan verður annað í apríl. Þetta verkefni er afskaplega spennandi og vekur áhuga. Þessi námskeið eru í boði Ístex og Textílseturs Íslands og er það boð hér með þakkað kærlega


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

167 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband