Mjólkurkvóta á kvótamarkað

Umræðan um kvótann á fiskinum okkar allra hefur vakið upp spurningar um mjólkurkvótann í landinu. Að mínu áliti er þarna um að ræða að því er virðist sama vanda og með fiskinn. Kvótinn er seldur beint milli búa og erfitt að komast inn í greinina. Því er rökrétt að sú krafa sé gerð að ríkið komi að viðskiptum með þann mjólkurkvóta sem losnar hverju sinni og höndlað sé með hann eftir þar til gerðum leikreglum.


Frumkvöðull um ræktun landnámshænunar verður fyrir miklu tjóni.

Í nótt sem leið fóru  mikil verðmæti á bálið og margra ára frumkvöðlastarf Júlíusar bónda á Tjörn á Vatnsnesi varð að ösku á svipstundu. Júlíus hefur á undanförnun árum,  byggt ræktun á landnámshænunni alveg frá grunni.

Notið hefur vaxandi vinsælda hjá fjölskyldum að fá sér fáeinar skrautlegar hænur í litinn hænsnakofa í garðinum. Þessir fuglar eru mikið augnayndi auk þessa sem þær skila eigendum sínum eggjum til heimilis. Stór hluti þeirra eiga trúlega ættir að rekja að Tjörn á Vatnsnesi.

Margar fjölskyldur hafa núna beðið eftir hænsnastofninum sínum frá Júlíusi því um 900 egg sem voru við það að klekjast út, fóru forgörðum þegar útihúsin á Tjörn brunnu í nótt. Auk þess fórust þarna um 200 hænur.

Ég vil senda Júlíusi baráttukveðjur og vænti þess að hann fái mikinn og góðan stuðning við að byggja sína ræktun upp að nýju.


mbl.is Útihús brunnu og hænur drápust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið!!!!!!!!!!

Þessi samþykkt á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær er góður áfangasigur í baráttunnu um að grundvallar breytingar verði gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Þarna er á ferðinni eitthvert stærsta réttlætismál í atvinnufrelsi á Íslandi um þessar mundir. Leigugjald fyrir veiðiheimildir mun auk þess verða öflugur og stöðugur tekjustofn fyrir ríkið til framtíðar. Fyrir mörg byggðarlög er þetta aukin von um að endurheimta ákveðin mannréttindi íbúanna.

Ertu búin/n að skrifa undir á www.thjodareign.is ??????????

 


mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi tímar !!!

Það eru virkilega spennandi tímar á Íslandi í dag fyrir okkur félagshyggjufólk. Við erum komin til valda og höfum í höndunum samfélag sem nýlega hefur hrunið og þarf að byggja upp að nýju. Samfélag sem stendur sem betur fer á góðum grunni og hefur á að skipa vel menntuðum þegnum sem eru mjög vel undirbúnir fyrir svona breytingar. Þetta tækifæri er einstakt og það er líka þegar komið í ljós að fólkið sem við stjórnvölinn er vel þjálfað og hefur viðsýnar og háleitar hugmyndir. Allt áhugafólk um stjórnmál hefur einstakt tækifæri til að taka þátt með einum eða  öðrum hætti. Netið gerir samskiptin svo auðveld að ræða sem haldin er í Reykjavík eftir hádegi, er komin á netið síðdegis og hægt að blogg um hana eftir kvöldmat. Ég hlakka til morgundagsins vegna þess að þá fæ ég meira á spennandi fréttum til að díla við og skrifa um.


Kjaftur skötuselsins - orðafar LÍÚ

Ef horft er á skötuselinn framan frá, þá virðist hann vera ógurleg skepna og erfið viðureignar. Hann getur líka örugglega bitið fast ef hann nær að festa tennur í bráð. Þegar horft er á fiskinn í heild þá virðist hann vera fremur ljót skepna með gaddaðan skráp. Lostæti mun samt vera undir skrápnum og fiskurinn verðmætur. Í raun er ógnin af fiskur þessi lítið annað en kjafturinn.

LÍÚ má líkja við skötuselinn að mörgu leiti, þeirra talsmenn eru stóryrtir og vilja láta umhverfið halda að þeir geti bitið fast. Með lokaðan munn eru þetta fremur hrjúfur hópur í umgengni og beinir göddum sínum til að hrella og hræða. Undir skrápnum eru þetta bestu skinn, stórskuldugir einstaklingar með veðsettar "eignir" í óveiddum fiski. Valdastaða þeirra byggir á veikum grunni, það er lögum frá Alþingi sem nú eru til endurskoðunar. Flæktir á margskonar viðskipta netum sem sum eru það flókin að þeir skilja þau vart sjálfir. Sem sagt þá er lítil ógn af LÍÚ ef frá eru tekin stóru orðin sem þeir spýta frá sér í ómældu magni.


Jóhanna og ræðan í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti félögum sínum og þjóð sinni allri góða ræðu með góðum boðskap um breytingar í samfélaginu og ríkiskerfinu sem koma munum okkur öllum til góða.

Þeir sem ekki eru hlynntir þeirri stefnu jafnréttis og velferðar sem stjórnin fylgir, fara yfirleitt í hús háðungarinnar og skrumskælingarinnar til að leita fanga. Ástæða þess er einfaldlega sú að rök skortir gegn jafnrétti og velferð allra þegna samfélagsins


Ólína í Kastljósinu !!

Var að hlusta á Kastljósið og eins og ég bjóst við þá stóð Ólína sig gríðarlega vel. Afskaplega málefnaleg og rökföst, meðan Vigdís reyndi eftir mætti að hanga í málflutningi Hrun-flokkanna sem er vægast sagt aumkunar verður þessa dagana. Það verður æ ljósara með hverjum deginum að stjórnun fiskveiða er þjóðinni mjög hugleikin. Það má segja að LÍÚ haf óvart lagst á sveif með ríkisstjórninni, þegar þeir klúðruðu sínum málflutningi með því að berja SA til hlýðni og segja sig frá Stöðugleikasáttmálanum og nota skötuselsfrumvarpið sem átyllu. Þar kom svo berlega í ljós hvaða hagsmunir það eru sem skipta mestu máli á hægri vængnum.


Góðar fréttir

Loksins koma góðar fréttir og kominn tími til. Endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vænta bráðlega og þá fer að koma hreyfing á málin hér heima. Nú fer að fækka vígtönnum Hrun-flokkanna sem betur fer. Það sannast með þessu hve ríkisstjórnin er þolgóð í öllu ofviðrinu sem á henni hefur dunið


mbl.is Bjartsýnn eftir fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilræði við lýðræðið - Skúli Helgason skrifar

Hér fer á eftir sýr og skorinorð grein eftir Skúla Helgason Þingmann Samfylkingarinnar sem hann birti á Eyjunni. Það sem greinin túlkar mjög vel mínar skoðanir í málin, þá er hún sett hér inn svo tryggir lesendur moggabloggsins geti augum litið kjarna málsins.
"Sú ákvörðun Samtaka atvinnulífsins að segja sig frá Stöðugleikasáttmálanum vegna skötuselsákvæðis frumvarpsins um stjórn fiskveiða hefur vakið verðskuldaða athygli og furðu margra.  
Enginn vafi er á því að Samtökin lúta þarna ægivaldi Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem hingað til hafa vanist því að geta sagt stjórnvöldum fyrir verkum en mæta nú ríkisstjórn sem hefur einsett sér að leiðrétta það ranglæti sem einkennir ákveðna grundvallarþætti kvótakerfisins."  
Aðalatriði málsins er þetta, ríkisstjórnin er á hárréttri leið við að breyta óréttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi í samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.  Markmiðið er að tryggja þjóðareign á auðlindinni og sanngjarnt gjald fyrir nýtingarréttinn, aukið jafnræði við úthlutun kvóta og ábyrga umgengni við auðlindina."

Fundarstjórn Halldórs Halldórssonar á Ísafirði

Var að hlusta á upptökur af HITAFUNDINUM á Ísafirði í gærkvöldi sem er að finna í bloggi Ólínu Þorvarðardóttir á Eyjunni. Þarna er verið að ræða eitt stærsta hagsmunamál okkar allra, fisveiðar við Ísland. Vestfirðingar búa nærri gjöfulum fiskimiðum og hafa nýtt þau í áratugi. Þeim er málið því afar skylt og vildu koma á framfæri gagnrýni sinni á fundarformið. Fundarformið bannaði þeim hins vegar að koma gagnrýni á framfæri, nema með fram í köllum. Ég er alvön að stjórna fundum og veit mætavel hvert vald fundarstjóra er hverju sinni. Halldór Halldórsson hefði vel getað heimilað umræður eftir framsögur, vegna eindreginna óska fundarmanna. Ég er mjög hörð gegn fram í köllum og hvers kyns truflun á fundum. En ef fundarmaður óskar að ræða fundarsköp er fundarstjóra skylt að verða við því. Á upptökunum hér að framan var einmitt verið að gagnrýna fundarsköp og að mínu álit brást HH ekki faglega við þeirri gagnrýni. Það hefði svo alfarið verið í valdi frummælenda hvort þeir svöruðu fyrirspurnum eða tækju þátt í umræðum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

168 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband