Ólína í Kastljósinu !!

Var að hlusta á Kastljósið og eins og ég bjóst við þá stóð Ólína sig gríðarlega vel. Afskaplega málefnaleg og rökföst, meðan Vigdís reyndi eftir mætti að hanga í málflutningi Hrun-flokkanna sem er vægast sagt aumkunar verður þessa dagana. Það verður æ ljósara með hverjum deginum að stjórnun fiskveiða er þjóðinni mjög hugleikin. Það má segja að LÍÚ haf óvart lagst á sveif með ríkisstjórninni, þegar þeir klúðruðu sínum málflutningi með því að berja SA til hlýðni og segja sig frá Stöðugleikasáttmálanum og nota skötuselsfrumvarpið sem átyllu. Þar kom svo berlega í ljós hvaða hagsmunir það eru sem skipta mestu máli á hægri vængnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þvert á móti finnst mér Ólína mesti bullari. Varðandi hrunaflokkana þá var Ólína einmit þar við stjórn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 27.3.2010 kl. 02:34

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ólína kom inn á Þing eftir síðustu kosningar 2009 og hefur því ekki haft nein afskipti afstörfum Alþingis fyrir þann tíma. Hún er að vinna samkvæmt málefnasamningi ríkisstjórnarinnar um endurreysn Íslands og situr í sjávarútvegsnefnd þingsins. Málefni sjávarútvegsins er fyrst og fremst umdeild varðanidi þann þátt hver eigi að vera handhafi veiðiheimilda á Íslandsmiðum. Meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að ríkið fyrir hönd þjóðarinnar, eigi að vera hanhafi veiðiheimildanna og leigi þær síðan út gegn hóflegi gjaldi. "Bullið" sem þú kallar svo í Kastljórinu í gærkvöldi er því túlkun á meirihlutaáliti þjóðarinnar og stefnu stjórnarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2010 kl. 07:23

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólína verður seint sökuð um að standa sig vel eða vera málefnaleg - ríkisstjórnin er mest upptekin við að efna til sundrungar - það er bara þannig

Óðinn Þórisson, 27.3.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ólína er skorinorð og kraftmikill stjórnmálamaður. Kannski er fólk vanara þingkonum sem standa ekki upp í hárinu á hægri sinnuðum sérhagsmunagæslumönnum.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.3.2010 kl. 18:13

5 identicon

Sæl Hólmfríður. Þú kemur inn á marga vinkla á þessu máli. Ég er sammála í öllum atriðum. Þetta mál styrkir ríkisstjórnina.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 20:11

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir Jón Halldór og Sveinn hinn ungi. Þakkir fyrir góð innlegg við færslu mína. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttir í stjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag styrkir enn frekar stöðu okkar í þessu máli sem öðrum.  Fundur LÍÚ á Ísafirði í vikunni var ekki til þess fallinn að auka þeirra hróður. Þar tel ég einnig að fundarstjórinn hafi veitt þeim aðstoð við klúðrið, en eftir því sem ég hef lært um fundarstjórn þá heimilt að gera athugasemd við fundarsköp. Það var gert á Ísafjarðarfundinum og fundarstjóra í lófalagið að heimila fyrirspurnir/umræður eftir framsögur. Fundarstjóri er æðast vald á fundi meðan hann stendur. Á þessu flaskaði Halldór Halldórsson að mínu áliti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2010 kl. 21:04

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæl Hólmfríður!

Halldór flaskaði ekki á neinu, hann gerði nákvæmlega það sem var búið að leggja upp fyrir hann, þ.e. að leyfa engar umræður úr sal. Það verða ekki leyfðar fleiri fyrirspurnir á fundum sægreifanna, þeir hafa fengið nóg á baukinn undanfarið á sínum eigin fundum.

Við fögnum orðum Jóhönnu í dag, ekki minnst hvað varðar kvótakerfið. Nú verðum við að láta hana standa við stóru orðin og setja kvótakerfið í þjóðaratkvæði: www.þjóðareign.is

Þórður Már Jónsson, 27.3.2010 kl. 21:27

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Þórður Már. Það er einmitt kjarni málsins. Búið var að legga Halldóri skýrar reglur til að fara eftir. Það sem ég er að benda á að ef Halldór hefði verið fundarstjóri með bein í nefinu, þá er þessi heimild fyrir hendi að breyta fyrikomulagi fundarskapa, óski fundurinn eftir slíku. Halldór fór sem sagt að þeim fyrirmælum sem hann fékk og nýtti þar af leiðandi ekki þessa leið.

Jóhanna stendur við orð sín og verður líka rækilega á það mynnt af okkur flokksfólki og öðrum íslendingum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 110312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband