9.4.2010 | 20:08
Svínabúið á Miðskeri í Kastljósinu.
Var að horfa á Kastljósið og sá það áhugavert viðtal við Sævar bónda á Miðskeri við Hornafjörð. Fór í framhaldinu inn á heimasíðu samtakanna Beint frá býli www.beintfrabyli.is og auðvitað er búið á Miðskeri með sölusíðu þar inni. Um leið og ég þakka RUV að taka hús á Miðskeri, þá vil ég vekja athygli á sölusíðu Beint frá býli. Þar er örugglega hægt að gera góð kaup á góðri vöru beint frá framleiðendum víðsvegar um land.
9.4.2010 | 19:51
Glitnir og kærumálin
Það er nokkuð athyglisvert að Sérstakur saksóknari hef ekki verið kominn með mál varðandi fyrri eigendur Glitnis og starfsmanna Glitnis, inn á sitt borð fyrir löngu. Nú er málið komið í sviðsljósið og forvitnilegt að fylgast með viðbrögðum Pálma Haraldssonar við fréttaflutningi af málinu. Málið eru nú loks að fara til embætti sérstaks saksóknara og komin tími til.
Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að ef rannsóknarskýrslan tekur ekki nægilega á málefnum bankanna, þá verði sett ef stað sérstök rannsókn um starfsemi þeirra og það er vel. Gagnrýni almennings mikil á að eignir svokallaðra "útrásarvíkinga" hafi ekki verið frystar fyrir löngu. Sú gagnrýni er mjög skiljanleg og á vissulega fullan rétt á sér. Eitt ber þó að skoða og það er að "víkingarnir" hafa her lögmanna sér til aðstoðar og þegar farið er í að handleggja eignir, verður það að gerast með löglegum hætti, svo ekki sé unnt að krefjast ógildingar vegna formgalla.
![]() |
Munu senda saksóknara tilkynningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2010 | 19:22
Top Gear - öryggi á fjöllum
Við erum oft svolítið öfgafull og ríkisstofnanir eiga það til að fara á gríðarlegt valdaflug. Umhverfisstofnun vill rannsaka utanvega akstur Top Gear hópsins við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Þarna var á ferðinni þrautþjálfað fjallafólk á sér útbúnum bíl. Upptakan á atriðinu þegar kviknaði í einu bíldekki var gerð með því fororði að vara fólk við þeirri gríðarlegu hættu sem fólgin er í glannaakstri í námunda við eldgos. Kynningargildi þessarar upptöku er gríðarlegt fyrir ferðaþjónustuna.
Ég vil gera það að tillögu minni að því fé sem þessi tilrekna rannsókn kostar, verði varið til betri vegamerkinga nærri gosstöðvunum. Harmleiknum um síðustu helgi hefði ef til vill verið afstýrt, ef slíkar merkingar hefðu verið viðunandi við hálendisveginn sem þau óku inn á, í stað þess að halda til byggða eins og örugglega hefur verið áformað.
![]() |
Lögregla rannsaki akstur Top Gear |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2010 | 13:30
Tilraunasamfélagið okkar!
Ég er sammála því að eignarhald á fyrirtækjum þurfi að vera upplýst og gegnsætt. Á það jafnt við um fjölmiðla og önnur fyrirtæki. Við erum að fikra okkur út úr frumskóginum á svo mörgum sviðum og út á hið opna svæði. Umbreytingar í veröldinni eru gríðarlegar um þessar mundir og ekkert lát þar á. Ég er að upplífa það að litla samfélagið okkar sé að gera afar athyglisverðar tilraunir í átt til aukins lýðræðis fyrir hinn almenna borgar. Menntunarstig okkar er hátt og við erum því mjög heppilegt tilraunamódel. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst, en mér finnst allt benda til þess að við séum að fikra okkur í rétta átt. Það módel sem notað var við að halda þjóðfundinn og aðra smærri fundi eftir það er afar athyglisvert og mjög lýðræðislegt. Þar geta allir þátttakendur lagt sitt að og hætta á yfirgangi einstakra skoðana ekki mikil. Módelið hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og er það vel.
3.4.2010 | 18:05
Deila unglækna og LSP
Þó ég viti ekki í smáatriðum hvað er fólgið í deilu unglækna við yfirstjórn LSP, þá er það þó ljóst að þarna er á ferðinni einhliða breyting yfirboðara á vinnutíma/vaktakerfi undirmanna. Allar einhliða breytingar á ráðningarkjörum eru mjög vel til þess fallnar að hleypa illu blóði í undirmenn. Hvernig má það vera í landi sem er með traust lagaumhverfi fyrir samskipti aðila á vinnumarkaði og virka stafsemi samtaka launafólks, að yfirvaldi á vinnustað detti slíkt í hug.
Með því er ég ekki að efast um að breytinga sé þörf, en framkvæmd þeirra hlýtur að fara fram í samráði aðila, en ekki með einhliða ákvörðun. Hvaða starfsheiti eða launaflokkar veita yfirmönnum slíkt vald? Að mínu áliti eru slík völd ekki til staðar og um öll starfskjör beri að semja samkvæmt gildandi lögum í landinu. Ég tek ekki afstöðu til innihalds breytinganna, en styð unglækna heilshugar. Breyting á starfskjörum jafngilda uppsögn og um slíkar breytinga verður að semja.
2.4.2010 | 02:35
Eldgos í beinni
Það er magnað að sitja heima í stofu og fylgjast með Eldgosi í beinni útsendingu á tölvuskjánum. Margskonar myndir koma fram í bólstrunum sem stíga upp og orka alheimsins birtist í sinni óbeisluðu mynd. Ég gæti svo sem vel hugsað mér að bregða mér sem snöggvast á vettvang í eigin persónu, en slíkt er í raun óþarfi. Bara að klikka á linkinn, horfa um stund og síðan er bara að setja í eins og eina þvottavél, skreppa út með hundinn eða grípa prjónana smá stund. Meira að segja hægt að horfa á gosið á meðan, hvílíkur lúxus.
2.4.2010 | 01:11
Jafnrétti
Var að horfa á vandaða kvikmynd á Stöð2 sem heitir Drengur í röndóttum náttfötum. Myndin hefur verið gerð með hliðsjón af viðhorfi 8 ára drengs sem býr með foreldum sínum í næsta nágrenni við Útrýmingarbúðir Nasista í síðari Heimsstyrjöldinni. Faðir drengsins er yfirmaður búðanna. Drengurinn skilur ekki hvað veldur því sem er að gerast í kringum hann. Þarna blandaðist saman skipulögð grimmd og einlæg vinátta. Tilgangsleysi grimmdar hvar sem hún er viðhöfð er svo algjört, meðan vináttan er það mikilvægasta í veröldinni. Við eigum öll sama tilverurétt hvar sem við búum og hverju sem við trúum. Þeir sem halda öðru fram hafa fengið upplýsingar sem ekki eru samkvæmt grunngildum okkar allra.
30.3.2010 | 14:31
Þú finnur alltaf leið ef þú leitar - Gylfi Magnússon bjartsýnn !
Þessi setning kom til mín fyrir nokkrum árum og hefur fylgt mér síðan. Ég hef fulla trú á að okkur muni ganga vel að ná okkur upp úr lægðinni sem við erum nú í. Það er gott að lesa hófstyllt og bjartsýnt viðtal við Gylfa Magnússon Viðskiptaráðherra í framhaldi af fréttum þess efnis að ekki sé víst að við njótum stuðnings hjá meirihluta stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við þá beiðni okkar að endurskoðun áætlunar okkar fari fram óháð ICESAVE. Verið er að leita leiða til að leysa það sem endurskoðunin strandar á.
![]() |
Gylfi enn bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2010 | 12:01
Landnámshænubóndinn á Tjörn á Vatnsnesi huggst halda áfram.
Júlíus á Tjörn hyggst halda áfram og það er frábært. Til þess að slíkt sé mögulegt fyrir hann, er nauðsynlegt að utanaðkomandi aðstoð/fjármagn komi til. Um tryggingar á starfseminni veit ég ekki, en húsakynnin sem hýstu starfsemina voru komin til ára sinna og mat þeirra trúlega mun lægra en það sem reisa verður í staðinn. Ekki er þó allt fengið með húsinu, útungun var stór hluti af starfseminni og svo vantar auðvitað nýjar hænur.
30.3.2010 | 11:46
Á vaktinni við gosstöðvarnar
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa mátt standa vaktina umhverfis gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi síðan gosið hófst. Þar eru þeir ásamt lögreglunni, að bjarga mannslífum á hverjum einasta degi. Mikill fjöldi flykkist á svæðið hvern dag sem gefur og rúmlega það. Meiri hlutinn er vel útbúinn, með gott nesti og fer með fleirum í hóp. Svo eru alltaf einhverja "hetjur" sem ekki þurfa að fara eftir ráðleggingum annarra, taka ekkert mark á einhverjum hallærislegum viðvörunum sem oftast eru bara píp úr löggunni, eða þannig. Þegar á hólminn er komið, verður töffarinn svo að þiggja aðstoð þegar hann er búinn á því og björgunarsveitarmenn koma honum til byggða svo hann haldi lífi. Löggan var þá ekki með neitt píp eftir allt saman, sorrý.
Um bloggið
168 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar